Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 25

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 25
FRÆÐIGREINAR / GIGTARLYF Ný og gömul gigtarlyf. Ahætta og ávinningur Bjarni Þjóðleifsson SÉRFRÆÐINGUR í LYFLÆKNINGUM OG MELTING ARSJ ÚKDÓMUM Læknadeild Háskóla íslands, Meltingarsjúkdómadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543 6105, bjarnit@landspitali. is Lykilorð: bólgueyðandi lyf aukaverkun afNSAID, cyclooxygenasa-hemjarar, blœðing frá meltingarvegi, greining, œtisár. Ágrip Tvö ný gigtarlyf voru markaðssett á íslandi fyrir einu og tveimur árum, celecoxíb og rófecoxíb (coxíb-lyf). Árið 2002 var notkun þeirra 18 skilgreindir dag- skammtar á 1000 íbúa. í greininni er reynt að gera faglega úttekt á kostum og göllum gamalla og nýrra gigtarlyfja. Gömlu gigtarlyfin (nefnd salílyf í greininni) eru stórgölluð. Árlegt algengi meltuóþæginda og niður- gangs af völdum salflyfja er um 30% og algengi sára samkvæmt speglun í maga og skeifugörn er nálægt 20%. Árlegt nýgengi alvarlegra blæðinga og götunar efri hluta meltingarvegs er 1,7% og frá neðri melt- ingarvegi er það 0,9%. Árleg dánartíðni er 0,2%. Salflyf trufla einnig saltútskilnað í nýrum og blóð- þrýstingur hækkar hjá 5-10% sjúklinga. Lyfjafræði coxíb-lyfja er ekki að fullu leidd til lykta. Þörf er á mun meiri upplýsingum um áhrif þeirra á nýru, hjarta og æðakerfi og samspil við aspirín. Það vantar klínískar rannsóknir sem bera saman áhrif Coxíb og PPI (proton pump inhibitors) prótónu- pumpulyf + salflyfja á meltingarfæri, sérstaklega hjá áhættusjúklingum. Pær upplýsingar sem fyrir liggja benda til að coxíb minnki tíðni blæðinga frá melting- arvegi um allt að 50%. Coxíb geta truflað storkujafn- vægi með því að hindra myndun prostasýklín í æða- þeli og hjá áhættusjúklingum hefur rófecoxíb í háum skömmtum sennilega aukið tíðni kransæðastíflu. Ekki er ráðlegt að nola aspirín með coxíb vegna þess að það upphefur ávinninginn sem fæst á minnkun blæðinga við coxíb. Tíðni truflunar á saltbúskap og blóðþrýstingi er svipuð við notkun salílyfja og rófe- coxíb en celecoxíb hefur færri aukaverkanir. Virkni coxíb- og salflyfja til verkja- og bólgustillingar er svipuð. Coxíb hafa klárlega meira öryggi hvað varðar meltingarfæri en hagkvæmni næst einungis í meðferð á sjúklingum með mikla áhættu eins og hjá þeim sem hafa fyrri sögu um sár eða eru á warfarínblóðþynn- ingu vegna hjarta- og æðasjúkdóma og hjá þessum hóp ætti coxíb að vera fyrsta val. Hjá öðrum sjúk- lingum ættu salflyf að vera fyrsta val en þar sem þau þolast illa má reyna coxíb eða salflyf með PPI lyfi. Inngangur í júníhefti Læknablaðsins 2003 skrifaði Eggert Sigfús- son grein um notkun og ofnotkun nýrra og gamalla gigtarlyfja (1). Hann bendir á að notkun á nýju gigtar- lyfjunum (cox-2 hemlum eða coxíb) hefur farið í 18 skilgreinda dagskammta á tveim árum hjá íslending- um en á flestum hinum Norðurlöndunum er notkunin ENGLISH SUMMARY Þjóðleifsson B New and old antiinflammatory drugs. Risks and benefits Læknablaðið 2003; 89; 849-56 The new Cox-2-selective inhibitors (Coxibs), celecoxib and rofecoxib, were markeded in lceland one and two years ago respectively and theire sale currently is 18 DDD (defined dayly doses) /1000 inhabitants/day. The paper reviews the evidence for the efficacy and safety of the Coxibs and NSAIDs. The safety record for NSAIDs is dismal. The annual prevalence of upper Gl dyspepsia or diarrhea is around 30% and of endoscopic gastroduodenal ulcers 20%. The annual incidence of upper Gl bleeding and perforations is 1.7% and of lowerGI bleeding 1.9%. Mortality is 0.2%. The NSAIDs also disturb salt excretion and elevate blood pressure in 5-10% of cases. The pharmacology of the Coxibs is not fully under- stood. Much more information is required about their cardiovascular, renal and gastrointestinal effects, and their interaction with aspirin. There is a lack of trial data com- paring gastrointestinal safety of Coxibs with that of standard, nonselective NSAIDs plus a gastroprotective agent, particularly in high-risk individuals. The evidence so far indicates that Coxibs reduce the incidence of upper and lower Gl bleeding by around 50%. Theoretically the Coxibs may increase the risk of coronary thrombosis in high risk individuals by inhibiting production of prostacyclin in the vascular endithelium and there is suggestive evidence that this happens in individuals taking high doses of rofecoxib. Aspirin with Coxibs is not recommended since it eliminates the reduction of Gl bleedings achieved with Coxibs alone. The prevalence of disturbance of salt excretion and eleva- ted blood pressure is similar with rofecoxib and NSAIDs but celecoxib has a lower incidence. The Gl safety profile for Coxibs is better than for NSAIDs but a cost benefit ad- vantage is only obtained in high risk individuals with a history of peptic ulcer and patients with cardiovascular dis- ease on warfarin anticoagulation. Coxib use is an option in patients with Gl intolerance for NSAIDs but PPIs with NSAIDs is also an option particularly in patients with dys- pepsia. Keywords: anti-inflammatory agents, non-steroidal, adverse effects, therapeutic use, cyclooxygenase inhibitors, gastrointestinal hemorrhage, chemicaiiy induced, diagnosis, peptic ulcer. Correspondence: Bjarni Þjóðleifsson, bjarnitdSlandspitali. is Læknablaðið 2003/89 849

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.