Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / GIGTARLYF DDD á 1000 fbúa á dag 1 Finnland Mynd 1. Notkun verkja- og bólgustillandi lyfja á Norðurlöndum 2001. Mynd 2. Hlutverk prosta- glandína t eðlilegri lifeðlis- frœði og bólgu. Áhrif salílyfja og coxíb á cyclo- oxygenasa. 7-8 dagskammtar þó lyfin hafi verið lengur á markaði þar. A sömu tveim árum hefur notkun eldri gigtarlyfja á Islandi aukist úr 53 í 66 dagskammta. Þessi þróun hefur vakið upp spurningar um kosti og galla þessara lyfja, kostnað og ávinning og sérstaklega þá þversagn- arkenndu þróun að notkun á eldri gigtarlyfjum eykst um 20% á þeim tveim árum sem ný og öruggari lyf koma á markaðinn. Til að fá heildaryfirsýn um notk- un verkja og gigtarlyfja þarf að skoða alla flokka eins og gert er á mynd 1 sem sýnir tölur fyrir árið 2001, en nýrri upplýsingar eru ekki aðgengilegar (2). Notkun verkja- og gigtarlyfj a á Norðurlöndum er mjög breyti- leg en Danir, Svíar og Islendingar nota mest af þess- um lyfjum, eða 121,117 og 108 ráðlagða dagskammta (DDD) á íbúa á dag (mynd 1), en Finnar og Norð- menn minnst, eða 92 og 84 DDD/íbúa /dag. Notkun á coxíb er mest á íslandi 14,6 en Norðmenn koma þar fast á eftir með 13,2 DDD/1000 íbúa. Danir og Svíar nota mikið af parasetamól en það lyf er eingöngu verkjastillandi og hitalækkandi en ekki bólgustillandi. Markverðasta breytingin á seinustu árum er til- koma coxíb-lyfjanna og það er ekki bara á Islandi að þau hafa komið á markað sem viðbót við þau lyf sem fyrir eru. í þessari grein verður reynt að gera faglega úttekt á kostum og göllum gamalla og nýrra gigtarlyfja, það er NSAID lyfja og coxíb en þessi lyf eru bæði verkja og bólgustillandi. Einungis verður fjallað um þau tvö coxíb-lyf sem hafa náð útbreiðslu á Islandi eða rófe- coxíb og celecoxíb en einnig vegna þess að þau eru langmest rannsökuð. Flokkun og heiti Gömlu gigtarlyfin eru skilgreind á ensku sem „Non Steroid Anti Inflammatory Drugs“ skammstafað NSAIDs en þessi lyf eru bæði bólgu-, verkjastillandi og hitalækkandi. Frumlyfið í þessum flokk er acetýl- salýcýlsýra (nefnt aspirín í þessari grein) og að dæmi Þorkels Jóhannessonar verður flokkurinn nefndur salílyf en NSAIDs er óþjált vandræðaorð (3). Rann- sóknarvinna framkvæmd uppúr 1970 leiddi í ljós að verkun salflyfja byggist á blokkun ensímsins cyclo- oxygenasa (4) sem framleiðir prostaglandín. Síðar varð ljóst að cyclooxygenasinn hafði tvö samensím (isoform) sem voru nefnd COX-1 og COX-2. Salílyf hemja bæði samensímin. Nýju gigtarlyfin blokka mest COX-2 samensímið og voru þau í upphafi nefnd COX-2 blokkar og salflyfin þá ósérhæfðir COX blokkar. I nýjustu greinum er seinni flokkurinn (COX-2 blokkar) nefndur coxíb. Verkunarmáti salílyfja og coxíb I mynd 2 er sýnt hvernig salflyf og coxíb grípa inn í framleiðslu prostaglandína sem gegna hlutverki í eðlilegri lífeðlisfræði og bólgu. Prostaglandínin eru framleidd úr arachytonsýru sem er ríkuleg í öllum frumuhimnum og er brotin niður af cyclooxygenasa. COX samensímin hafa bæði það hlutverk að fram- leiða prostaglandín en þau virka á mjög mismunandi hátt og mismikið í hinum ýmsu líffærum. COX-1 samensímið er sívirkt og framleiðir prostaglandín sem sjá meðal annars um eðlilega starfsemi maga, nýrna og blóðflagna. COX-2 samensímið er til staðar í flest- um vefjum líkamans en er óvirkt nema þegar bólga er í vefjunum. COX-2 samensímið er einnig virkjað í æxlum, forstigum æxla og við græðslu. Samkvæmt þessu hugtaki þarf því aðeins að blokka COX-2 sam- ensímið til að verkja- og bólgustilla en aukaverkanir stafa af blokkun á COX-1 samensíminu. Hugtakið er þó einföldun á mun flóknari stöðu og í mynd 2 er það sýnt með brotinni línu frá coxíb yfir í COX-1 ensímið en coxíb-lyfin eru ekki alveg COX-2 sértæk. Einnig er sýnt í mynd 2 að COX-2 ensímið framleiðir prosta- glandín sem hafa hlutverk í græðslu sára og blokkun á COX-2 er því ekki alltaf jákvæð. Aspirín Aspirín er frumlyfið í salflyfjaflokknum en það hefur verulega sérstöðu og verðskuldar sérstaka umfjöllun. Aspirín er það salflyf sem mest blokkar COX 1 mið- að við COX 2 og hefur það bæði kosti og galla. Ókostirnir eru að aukaverkanir af COX-1 blokkun eru meiri af völdum aspiríns en annarra salflyfja og kemur það mest niður á maga. Ennfremur er aspirín ekki virkt verkja- eða bólgustillandi lyf nema í stórum skömmtum vegna tiltölulegra lítillar COX-2 blokk- unar. Kostir aspiríns hins vegar felast í varanlegri 850 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.