Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / GIGTARLYF coxíb í venjulegum skömmtum og meðan svo er þá er öruggara að fara varlega í að ávísa coxíb hjá þessum hóp. Ekki er heldur ráðlegt að gefa þessum sjúk- lingum coxíb og aspirín saman en þá er ávinningurinn varðandi meltingarfæri allveg upphafinn. Sennilega er naproxen skásta lyfið fyrir þennan hóp. Aukaverk- anir á nýru og blóðþrýsting eru jafntíðar af völdum rófecoxíb og salflyfja en celecoxíb virðist hafa færri aukaverkanir af þessu tagi. Ef tekið er mið af hag- kvæmni þess að fyrirbyggja alvarlegar aukaverkanir frá meltingarfærum þá er ljóst að coxíb-lyf eiga ekki að vera fyrsta val nema fyrir sjúklinga með mikla áhættu. Það eru hins vegar fleiri þættir sem koma til álita þegar lyf eru valin og þar vegur þyngst að margir sjúklingar virðast þola coxíb-lyfin betur en salflyfin en erfitt er að setja verðmiða á þennan þátt. I upphafi þessarar greinar var getið um þá miklu aukningu sem hefur orðið í notkun bæði coxíb og salflyfja á seinustu tveim árum. Eftir þá faglegu úttekt sem reynt er að gera í þessari grein virðast gildar forsendur fyrir notkun á coxíb-lyfjum hjá sjúklingum með verulega aukna áhættu en ekki hjá öðrum sjúk- lingum nema meltuóþægindi séu mikil af völdum salí- lyfja. Það er athyglisvert að bæði Danir og Svíar nota mun meira af parasetamól (acetaminófen) lyfjum en íslendingar, en þeim lyfjum fylgir ekki aukin áhætta frá meltingarfærum og ekki truflun á blóðþrýsting eða storkujafnvægi ef þau eru notuð í ráðlögðum skömmt- um. íslenskir læknar mættu kannski hugleiða meiri notkun á þessum lyfjum ásamt með öðrum verkjastill- andi aðgerðum sem ekki byggjast á lyfjum. Aukningin á notkun salflyfja á seinustu tveim ár- um er nokkur ráðgáta. Það má spá í nokkra þætti sem geta haft áhrif á notkun þessara lyfja. Um 10-12% sjúklinga hætta notkun salílyfja vegna aukaverkana og mun fleiri, allt að 40% í sumum rannsóknum, um- bera veruleg óþægindi frá meltingarfærum til að fá verkjastillingu annars staðar. Islenskir sjúklingar eru vel upplýstir um ný lyf og það var vitað að stór hópur verkjasjúklinga, sem ekki þoldi salílyf hafði miklar væntingar um coxíb-lyfin. Ef til vill er þol Islendinga fyrir verkjum að minnka og kröfur um verkjastillingu að aukast og það umrót sem fylgir nýjum verkjalyfj- um ýtir undir þessa þróun og hefur þá áhrif bæði á notkum coxíb og salflyfja. Nýjungagirni íslendinga (bæði lækna og sjúklinga) er vel þekkt og það eru einnig aðrir lyfjaflokkar og margar neysluvörur sem íslendingar nota langt umfram aðra Norðurlanda- búa. Sjúklingahópurinn sem notar mest af verkjalyfj- um eru þeir sem eru á biðlista fyrir bæklunaraðgerð- um og sá hópur hefur ekki minnkað á þessu tímabili. Athyglisverðar hugmyndir hafa verið settar fram um hagkvæmni nýrra lyfja sem vert er að skoða af því tilefni hvernig Islendingar innleiða coxíb-lyfin. Sam- band notkunar nýrra lyfja og sjúkleika, dánartíðni og heilsutengds kostnaðar var skoðuð með hjálp gagna- banka um lyfjanotkun í Bandaríkjunum „1996 Medi- cal Expenditure Panel Survey (MEPS)“ (55). Rann- sóknin leiddi í ljós að einstaklingar sem notuðu ný lyf dóu síður og töpuðu færri vinnudögum en þeir sem notuðu eldri lyf. Markverðasta niðurstaðan var þó sú að heilsutengdur kostnaður annar en lyf var mun hærri hjá þeim sem notuðu gömul lyf langt umfram þann kostnað sem fylgdi notkun nýrra og dýrari lyfja (55). Fleiri rannsóknir hafa stutt þessar hugmyndir (56,57) og ef þær reynast réttar þá eru íslendingar á réttri leið en þeir þurfa kannski ekki að flýta sér alveg svona mikið við að taka upp ný lyf. Það þarf að taka öllum nýjum lyfjum með gát og huga að því að þau eru dýr- ust fyrstu árin og aukaverkanir koma ekki að fullu fram fyrr en eftir nokkur ár. Eftir stendur að íslenskir læknar þurfa að ráðleggja hverjum einstökum sjúklingi hvaða lyf henta best tfl verkjastfllingar og til að gera það vel þarf að beita hefðbundnum klínískum aðferð- um, skoðun og sjúkrasögu og jafnframt að kunna góð skil á kostum og göllum gamalla og nýrra gigtarlyfja. Flestir íslenskir sjúklingar eru vel upplýstir og geta tekið þátt í vali á gigtarlyfjum og er það vel við hæfi þar sem þeir greiða sjálfir um 85% af kostnaði coxíb-lyfja og 100% af kostnaði salflyfja. Ellilífeyrisþegar greiða um 25% af kostnaði coxíb-lyíja og 90% af kostnaði salflyfja. Það er klínísk reynsla höfundar að margir sjúklingar kjósa að taka á sig umframkostnað, vegna coxíb eða PPI lyfja, til að losna við óþægindi frá melt- ingarfærum sem fylgja salflyfjum. Heimildir 1. Sigfússon E. Lyfjamál 115. Læknar COX? Læknablaðið 2003; 89: 545. 2. Committee E. Sales of analgesics and opioids (ACT -group MOIA, N02A and N02B) 2001. Health Statistics in the Nordic Countries. NOMESCO Publication 2002:168-9. 3. Jóhannesson Þ. Aspirín. Acetýlsalicýlsýra og önnur salílyf. Læknablaðið 2000; 86: 755-68. 4. Vane JR. Inhibition of prostaglandin synthesis as a mechanism of action for aspirin-like drugs. Nature New Biology 1971; 231: 232-5. 5. Patrono C, Coller B, Dalen JE, FitzGerald GA, Fuster V, Gent M, et al. Platelet-active drugs: the relationships among dose, effectiveness, and side effects. Chest 2001; 119: 39S-63S. 6. Collaborative meta-analysis of randomised trials of antipla- telet therapy for prevention of death, myocardial infarction, and stroke in high risk patients. BMJ 2002; 324: 71-86. 7. Garcia Rodriguez LA, Varas C, Patrono C. Differential effects of aspirin and non-aspirin nonsteroidal antiinflammatory drugs in the primary prevention of myocardial infarction in postmenopausal women. Epidemiol 2000; 11: 382-7. 8. Shah AA, Þjóðleifsson B, Murray FE, Kay E, Barry M, Sig- þórsson G, et al. Selective inhibition of COX-2 in humans is associated with less gastrointestinal injury: a comparison of nimesulide and naproxen. Gut 2001; 48: 339-46. 9. Solomon DH, Glynn RJ, Levin R, Avorn J. Nonsteroidal anti- inflammatory drug use and acute myocardial infarction. Arch Intern Med 2002; 162:1099-104. 10. Wiklund I. Quality of life in arthritis patients using non- steroidal anti-inflammatory drugs. Can J Gastroenterol 1999; 13:129-33. 11. McCarthy DM. Prevention and treatment of gastrointestinal symptoms and complications due to NSAIDs. Best Pract Res Clin Gastroenterol 2001; 15: 755-73. 12. Singh G, Triadafilopoulos G. Epidemiology of NSAID induced gastrointestinal complications. J Rheumatol 1999; 26:18-24. 13. Schoen RT, Vender RJ. Mechanisms of nonsteroidal anti- inflammatory drug-induced gastric damage. Am J Med 1989; 86:449-58. Læknablaðið 2003/89 855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.