Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÖRYGGI SJÚKLINGA Vitum að ýmislegt fer framhjá okkur segir Sigurður Guðmundsson landlæknir en telur afar ólíklegt að hér á landi deyi 50-100 manns á ári vegna óhappa og mistaka í heilbrigðiskerfinu Að undanförnu hafa orðið allnokkrar umræður um öryggi sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu og eiga þær upptök sín í atvikum sem átt hafa sér stað á nokkrum heilbrigðisstofnunum. Inn í þær hefur einn- ig blandast erindi sem formaður danska læknafélags- ins, Jesper Poulsen, hélt á aðalfundi LÍ á Hólum í lok ágúst en efni þess var rakið í októberhefti Lækna- blaðsins. Mörgum brá allnokkuð við málflutning Jespers, ekki síst þegar hann varpaði því fram að hugsanlega mætti rekja tugi eða hundruð dauðsfalla á sjúkrahúsum til óhappa eða mistaka við meðferð. Læknablaðinu þótti rétt að leita viðbragða við erindi Jespers Poulsen hjá landlækni en lögum samkvæmt er það hlutverk hans að fylgjast með öryggismálum íslenska heilbrigðiskerfisins og rannsaka kærur sem bomar eru fram á hendur heilbrigðisstarfsmanna vegna atvika sem verða í starfi þeirra. Blaðamaður gekk á fund Sigurðar Guðmundssonar landlæknis og spurði hann fyrst hvort hann teldi sennilegt að mikið væri um dulin óhöpp og mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Það hafa ekki verið gerðar neinar framsýnar rann- sóknir á því hversu algeng óhöpp í heilbrigðiskerfinu eru en við vitum að talsverður hluti þeirra hlýtur að vera dulinn. Það má ráða bæði af því sem gerist í löndunum í kringum okkur og í öðrum flóknum kerfum. Það er hins vegar erfitt að segja til um hversu stór hluti óhappanna er dulinn, hvort það er eins og ísjakinn, 90% neðan- sjávar, eða minna. En við erum ekkert öðruvísi en allir aðrir svo eflaust fer ýmislegt framhjá okkur. Nú hefur heilbrigðisstofnunum verið gert skylt að tilkynna okkur um óhöpp sem verða og það má segja Landspítalanum til hróss að þar hafa menn staðið sig mjög vel við að koma upplýsingum um þau á framfæri við okkur. Við leggjum svo mat á það hvort ástæða er til að bregðast við og kynna sér málin betur og höfum stundum gert það. Það að tilvikunum skuli ijölga hjá Landspítalanum segir okkur að eitthvað fari leynt. Um það er ekki hægt að kenna einum né neinum heldur tekur það einfaldlega tíma að fá svona tilkynninga- skyldu til að virka. Landspítalinn er stærsta stofnunin sem undir okkur heyrir, þar eru flestir sjúklingarnir og alvarlegustu sjúkdómamir svo það em mestur líkur á óhöppum og mistökum þar. Hins vegar þurfa aðrar stofnanir um allt land að huga að þessu.“ Öryggisventill smæðarinnar „Rannsókn á vegum Institute of Medicine í Banda- ríkjunum sem birtist árið 2000 sýndi hversu miklu al- gengari óhöpp og mistök eru í heilbrigðiskerfinu en Sigurður Guðmundsson menn höfðu haldið. Þar er talað um að milli 45.000 og landlœknir á skrifstofu 90.000 manns deyi af völdum slíkra óhappa á ári hverju sinni. í Bandaríkjunum. Miðað við höfðatölu samsvarar það því að hér á landi deyi 50-100 manns á hverju ári vegna mistaka. Okkar svar við því er að við teljum það vera afskaplega ólíklegt. Við höfum að vísu ekki sambæri- lega rannsókn til að styðjast við en rökin fyrir því að þetta sé ólíklegt eru þau að íslenskt samfélag er svo lítið að ef svona margir létust myndi það spyrjast út. Þessi innri öryggisventill smæðarinnar hjálpar okkur. Það má ráða af þeim umræðum sem orðið hafa að undanfömu um nokkur dauðsföll sem orðið hafa í íslenska heil- brigðiskerfinu. Ef þau væru jafnmörg og erlendu rann- sóknimar benda til færi það ekki framhjá neinum, hvorki almenningi né fjölmiðlum. Á undanförnum ámm hefur kærum til embættisins vegna meintra mistaka eða óhappa íjölgað og það sýnir að vitund almennings um rétt sinn er að aukast. Þar með er ég ekki að segja að ekkert fari framhjá okkur. Jesper Poulsen ræðir um nauðsyn þess að koma á öflugu öryggiskerfi á heilbrigðisstofnunum og nefnir sérstaklega þátt rafrænnar sjúkraskrár í því. Að þessu höfum við verið að vinna en það hefur bara gengið allt of hægt að koma slíkri skrá í gagnið. Þar þurfum við verulega að slá í klárinn og setja meira fé í þetta brýna verkefni. Það hefur verið unnið að gerð sjúkra- skrárkerfa á borð við Dagskerfið sem íslensk erfða- greining hefur verið að þróa en það gefur meðal ann- ars kost á að setja inn upplýsingar um lyfjanotkun sjúklinga og aðvörunarkerfi sem tengist því. Einnig höfum við unnið með Lyfjastofnun að gerð skráar Þröstur yfir lyf með óvenjulegar aukaverkanir. Haraldsson Læknablaðið 2003/89 869
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.