Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 46

Læknablaðið - 15.11.2003, Side 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÖRYGGI SJÚKLINGA Umfjöllun Lœknablaðsins Allt gæti þetta tengst í gegnum íslenska heilbrigð- um erindi Jespers Poulsen isnetið sem á að bæta upplýsingastreymið milli stofn- á aðalfundi LÍ að Hólum ana innan kerfisins. Þegar það verður komið í gagnið birtist í októberheftinu. verður hægt að kalla fram upplýsingar strax um sögu sjúklinga í kerfinu. Það þarf ekki að bíða dögum saman eftir að upplýsingar berist frá sjúkrahúsi í öðr- um landshluta." Við berum ábyrgðina - Danski formaðurinn nefnir einmitt í erindi sínu að sjúklingar geri kröfu til þess að kerfið muni hvað því er sagt. „Já, það fer skiljanlega í taugarnar á fólki að þurfa að segja sömu söguna fjórtán sinnum og að þurfa að muna hvað það sagði við hvern. Rafræn sjúkraskrá og íslenska heilbrigðisnetið er einmitt hugsað til að mæta þessum óskum. Það á ekki einungis að muna hvað hefur verið gert við hvern og einn heldur einnig hvaða lyfjum hann er á hverju sinni, hvaða lyf hann þolir og hvaða lyfjasamsetningar hafa verið reyndar en ekki gengið. En það er annað sem Daninn nefnir ekki sem mig langar að bæta við og það er nauðsyn þess að efla vit- und lækna um að þeir bera ábyrgð á sjúklingum sín- um, ekki bara lagalega heldur siðferðilega og faglega ábyrgð sem að mínu viti vegur miklu þyngra en sú sem skilgreind er í lögum. Það er gömul saga og ný að menn skynji ekki þessa ábyrgð. En menn geta ekki vísað henni frá sér nema til annars læknis. Það dugar ekki að ýta henni yfir á stofnanir eða stjórnmála- menn. Við verðum að vera vakin og sofin yfir velferð sjúklinga okkar. Nú er ég ekki að segja að læknar séu það ekki en það er tilhneiging til þess inni á stofn- unum að menn skynji sjálfa sig sem hluta af einhverju stærra kerfi sem sjái um sjúklinginn. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á meðferðinni - alltaf. Ég hef þá trú að ef okkur tekst að skerpa þessa ábyrgð munum við ná heilmiklum árangri í því að fækka óhöppum. Þetta þýðir ekki að menn þurfi að vera með hnút í maganum í hvert sinn sem þeir nálgast sjúkling en þeir þurfa að skynja að þeir bera ábyrgð. Ef menn hafa það hugfast eru minni líkur á að þeir geri mistök og þetta gildir raunar um öll störf.“ Enginn ætlar sér aö gera mistök Jesper Poulsen ræðir um mismunandi viðbrögð við óhöppum og kallar það kerfi sem víðast hvar er við lýði „shame, blame and punishment", það er að meg- ináherslan er lögð á að finna þann seka og refsa hon- um. Hann segir að þetta kerfi beinlínis hamli því að hægt sé að takast á við vandann vegna þess að menn bregðist við með því að þegja og hylma yfir í stað þess að viðurkenna mistök sín og reyna að bæta úr þeim sem fyrst. „Já, ég gæti ekki verið meira sammála honum. Okkur er stundum legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu duglegir við að beita formlegum áminningum til heilbrigðisstarfsmanna með lilheyrandi bréfi til ráðherra. Flestar áminningar sem við veitum eru vegna vísvitandi vanrækslu í starfi og tengjast oftar en ekki áfengis- eða vímuefnavanda viðkomandi starfsmanns. Við höfum verið mun tregari til að veita áminningar þegar hrein óhöpp eða slys verða. Ástæða þess er sú að við vitum að það mætir enginn í vinnuna til þess að gera mistök. Stundum höfum við þurft að grípa til formlegra áminninga en reynum að beita þeim varlega og leggjum áherslu á að menn noti óhöppin til að læra af þeim. Við vitum nefnilega að sá sem iendir í því að gera mistök mun kappkosta það eftirleiðis að gera þetta aldrei aftur. Það eitt að lenda í þeirri aðstöðu er flestum meiri refsing heldur en við getum nokkurn tímann beitt.“ - Jesper vísaði oft í erindi sínu til flugsins og kjarn- orkuiðnaðarins þar sem menn hafa komið sér upp virkri öryggismenningu, meðal annars með því að fara í saumana á öllum „næstum því slysum“. Væri ekki ráð að koma slíku á hérlendis? „Jú, og það erum við reyndar að gera. Þá á ég bæði við tilkynningaskylduna sem ég nefndi áðan en auk hennar erum við með hugmyndir um ráðgjafahóp eða rannsóknarnefnd skipaða fólki sem starfar utan heilbrigðiskerfisins sem við gætum sent á vettvang strax og við fáum pata af einhverri uppákomu. Við sækjum fyrirmyndina til rannsóknarnefnda flugslysa og umferðarslysa og sjáum fyrir okkur að hún geti gefið sjálfstætt álit á því sem úrskeiðis fer. Við höfum líka harmað það að hér á landi skuli ekki hafa komist á sá siður sem algengur er á banda- rískum sjúkrahúsum og felst í því að haldnir eru reglu- lega svonefndir „mortality and morbidity confe- rences". Slíkir tilfellafundir eru haldnir á deildum sjúkrahúsa einu sinni í mánuði eða svo og þar er farið yfir öll þau mál sem ekki gengu vel. Það hefur ekki 870 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.