Læknablaðið - 15.11.2003, Side 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÖRYGGI SJÚKLINGA / HJARTAVERND
gengið að koma þessu á hér á landi en við höfum rætt
um þetta, ég og Kristján Erlendsson kennslustjóri við
Háskóla Islands að koma þessu á. Þá gætum við kom-
ið héðan upp á Landspítala og greint frá einhverjum
tilfellum."
Hættulegt að verða veikur
- Er ekki ástæða til að gera rannsóknir á því hversu
öruggt íslenskt heilbrigðiskerfi er?
„Jú, við höfum rætt nauðsyn þess en þetta þarf að
vera vel gert. Það er ekki nóg að efla skráninguna
heldur þarf að hafa fólk úti í kerfinu sem fylgist með
og gerir framsýnar rannsóknir. Það kostar bæði fé og
mannafla. Spurningin er hvort við getum yfirfært
niðurstöður erlendra rannsókna en ég á mjög bágt
með að trúa því að hér verði 50-100 dauðsföll á ári
vegna mistaka eða óhappa.
Að sjálfsögðu verða óhöpp þar sem fólk deyr eða
skaðast alvarlega. En þegar við skoðum það verðum
við að hafa í huga þær aðstæður sem uppi voru þar og
þá, eðli sjúkdómsins, ófyrirsjáanlegar aukaverkanir
lyfja og annað sem getur leitt til þess að óhappið
verður án þess að hægt sé að kalla það mistök. Fyrir
nokkrum árum var brugðist við þessu með setningu
laga um sjúklingatryggingar þar sem kveðið er á um
rétt sjúklinga til bóta fyrir óhöpp sem verða án þess
að hægt sé að gera einhver ábyrgan fyrir mistökum.
Það er hættulegt að verða veikur og gangast undir
meðferð. Matið á því hvort mistök hafa orðið eða
ekki verður að miðast við þær aðstæður sem ríktu
þegar ákvörðun var tekin, ekki með því að vera vitur
eftir á. Þarna getur verið grátt svæði og ýmsir mögu-
leikar á viðbrögðum. Auðvitað reyna menn að leita
skýringa þegar illa fer og spyrja hvort ekki hafi á ein-
hverjum tíma verið hægt að breyta öðruvísi. Eftir á
að hyggja er kannski hægt að svara því játandi en á
því augnabliki sem ákvörðunin var tekin kann hún að
hafa sýnst sú eina eða sú skynsamlegasta í stöðunni.
Við hér hjá embættinu skynjum þennan vanda og
reynum að bregðast við honum þótt við höfum ekki
svör við öllum spurningum. En þegar allt kemur til
alls mega heilbrigðisstarfsmenn aldrei gleyma því að
þeir eru með fólk í höndunum en ekki kerti og platín-
ur. Fólkið á það inni hjá okkur að við sýnum því fulla
virðingu og jafnrétti. Við þurfum vitaskuld að hafa
alla nýjustu þekkingu á hraðbergi en mikilvægast er
að við sýnum sjúklingunum að okkur er ekki sama
um þá. Það heldur okkur við efnið og dregur úr mis-
tökum. En okkur mun aldrei takast að útrýma mis-
tökum algerlega því við erum öll mannleg,“ sagði
Sigurður Guðmundsson landlæknir.
Áhættureiknivél
Sérfræðingar Hjartaverndar hafa þróað
reiknivél sem á að gefa fólki hugmynd
um í hvernig áhættu það er, með tilliti til
hjarta- og æðasjúkdóma og er hún á
heimasíðu samtakanna www.hjarta.is.
Vélin er byggð á líkani sem reiknar út
líkurnar á að fá kransæðasjúkdóm á
næstu 10 árum. Forsendurnar eru fengn-
ar úr niðurstöðum mælinga í hóprann-
sókn Hjartaverndar.
Reiknivélin virkar þannig að fólk
getur sett inn sínar eigin mælingarniður-
stöður eins og kólesteról í blóði, blóð-
þrýstingsgildi, hæð og þyngd sem og lífs-
stílsþætti eins og reykingar og hvort
menn stunda reglulega hreyfingu. Vélin
er miðuð við fólk á aldrinum 35-75 ára
en niðurstöður eru ekki marktækar fyrir
þá sem hafa fengið kransæðastíflu, farið
í hjartaaðgerð eða í kransæðaútvíkkun.
Hjartavemdar
Á heimasíðunni segir Vilmundur
Guðnason forstöðulæknir Hjartavernd-
ar að baráttunni gegn kransæðastíflu sé
engan veginn lokið því enn fái yfir 1000
Islendingar þennan sjúkdóm á hverju
ári og eru karlmenn í meirihluta. Af
þeim deyja um 200 manns skyndidauða
árlega.
Urn reiknivélina segir Vilmundur
meðal annars: „Reikningarnir byggja á
áhættulíkani sem unnið er útfrá niður-
stöðum úr Hóprannsókn Hjartaverndar
sem staðið hefur í meir en 35 ár og eru
þannig miðaðar við íslenskar aðstæður.
Rétt er að benda á að áhættan er byggð
á líkum og er engan veginn sjúkdóms-
greining heldur einungis vísbending. I
þessu reiknilíkani er einnig unnt að
skoða hvernig líkurnar breytast með því
að breyta áhættuþáttunum eins og að
hætta að reykja eða lækka kólesterólið
svo dæmi séu tekin.
Markmiðið með þessari reiknivél er
þannig að auka vitund fólks um áhættu-
þætti kransæðasjúkdóms og hvernig
hægt er að hafa áhrif á þessa áhættu með
breytingu á áhættuþáttunum." -ÞH
Læknablaðið 2003/89 871