Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 49

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL ■ íslenska heilbrigðiskerfinu sem vöktu eftirtekt áheyr- enda. Hún benti á að hér á landi eins og í flestum að- ildarríkjum OECD væru biðlistar eftir ýmsum aðgerð- um. Það vekti spurningar um það hversu góð nýting sé í reynd á þeirri þjónustu sem komið hefur verið upp víða um land. „Er skipulega unnið að því að nýta þá aðstöðu sem er á skurðstofum úti á landi?“ spurði hún. Hún sagðist hafa kannað hvort sjúklingum sem lentu á biðlista í höfuðborginni væri bent á að ef til vill gætu þeir kom- ist fyrr að á landsbyggðinni. Niðurstaðan var sú að engin sjúklingamiðlun væri fyrir hendi. „Hér sýnist mér að sé verk að vinna að nýta betur þá skurðlækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem starfar utan höfuð- borgarsvæðisins," sagði hún. Þetta var formáli Berglindar að hugleiðingum henn- ar um heilbrigðisþjónustu sem atvinnugrein. Hún minnti á að á undanförnum árum hefði Evrópudóm- stóllinn kveðið upp nokkra dóma sem slá því föstu að fólk sem ekki fær heilbrigðisþjónustu innan eðlilegs tíma í heimalandi sínu eigi rétt á að leita hennar utan heimalandsins á kostnað almanna- eða sjúkratrygg- inga. I kjölfar þessara dóma hafa verið gerðar tilraunir í Bretlandi með að leyfa sjúklingum að leita þjónustu utanlands á þeim sviðum þar sem ekki er nægilegt framboð innanlands. Svíar settu þær reglur fyrir fimm árum að á fyrsta degi eigi sjúklingur að fá að hitta hjúkrunarfræðing, innan átta daga skuli hann fá að hitta lækni og tilvísun til sérfræðings skuli bera árang- ur innan þriggja mánaða. Geti sænska heilbrigðiskerf- ið ekki staðið við þessi tímamörk ber því að tryggja viðkomandi meðferð erlendis. Á þessu súluriti sem Berg- lind sýndi á Lýðheilsu- þinginu sést hversu háu hlutfalli af þjóðarfram- leiðslu sinni aðildarríki OECD vörðu til heilbrigð- ismála árið 2001. Blár hluti súlu sýnir ríkisútgjöld, sá rauði útgjöld einstaklinga og einkafyrirtœkja. lind og bætti því við að ímynd landsins væri jákvæð og efni en þessu. árangur heilbrigðisþjónustunnar mjög góður á mörg- Raunhæft soknarfæri Þarna sá Berglind möguleika á sóknarfærum til at- vinnusköpunar fyrir íslenskar heilbrigðisstéttir, eink- um þá sem nú starfa í öðrum löndum og gætu snúið heim. „Víða um land eru vel búin sjúkrahús sem ekki eru nýtt nema að takmörkuðu leyti. Þá eru einnig sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu þar sem skurðstofur eru ekki fullnýttar. Islenskir læknar gætu með stuðn- ingi frá hinu opinbera reynt að skapa hér markað til að taka á móti erlendum sjúklingum sem kæmu hing- að til lands til aðgerða,“ sagði hún. Hún sagði að við nánari skoðun benti margt til þess að þetta væri raunhæft. íslenskir læknar væru vel menntaðir og hafa margir hverjir sótt framhalds- menntun til bestu sjúkrahúsa heims. „Sú staða efast ég um að sé fyrir hendi í nokkru öðru landi. Það er því til á Islandi afar mikil þekking og sambönd inn í heil- brigðiskerfi bæði austanhafs og vestan," sagði Berg- um sviðum. Heita vatnið og sundlaugarnar sköpuðu góða möguleika á endurhæfingu og þannig mætti áfram telja. Hún sá fyrir sér að eflaust myndu einhverjir gagn- rýna þessar hugmyndir á þeim forsendum að það skapaði mismunun að gefa útlendingum kost á að borga sig framhjá biðröðum. Því væri til að svara að greiðslurnar færu einungis eftir því úr hvernig kerfi sjúklingar kæmu, hvort þeir tilheyrðu kerfi eins og við búum við þar sem hið opinbera greiðir fyrir aðgerðir eða hvort þeir byggju við einkatryggingar. Á hinn bóg- inn gæti þetta orðið til þess að biðlistar styttust við það að þjónustan efldist og afköstin ykjust. Berglind sá ýmsa fleiri kosti við þetta fyrirkomu- lag, ekki síst fyrir byggðaþróun og atvinnulíf á lands- byggðinni. Hún lauk máli sínu með því að hvetja lækna til að taka frumkvæði að því að nýta þetta sókn- arfæri, það hefði oft verið skipuð nefnd af minna til- % af þjóöarframleiöslu Læknablaðið 2003/89 873

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.