Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Síða 54

Læknablaðið - 15.11.2003, Síða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANGVINN LUNGNATEPPA Brýn nauðsyn að auka árvekni lækna Alþjóðlegur dagur langvinnrar lungnateppu haldinn hér á landi 19. nóvember Jón Steinar Jónsson heim- ilislœknir (til vinstri) og Þórarinn Gíslason lungna- lœknir á skrifstofu þess síðarnefnda í Fossvogi. Á hverju ári eru 200-250 íslendingar lagðir inn á sjúkrahús með langvinna lungnateppu og allar horf- ur eru á að þeim fari fjölgandi á næstu árum og ára- tugum. Þessi sjúkdómur er sjötta algengasta dánar- orsökin og samkvæmt spá WHO má búast við því að hann færist upp í þriðja sæti áður en langt um líður. Það er því mikilvægt að vekja athygli almennings og lækna á þessum sjúkdómi. Þess vegna stendur al- þjóðlegur áhugahópur heilbrigðisstarfsmanna árlega fyrir degi langvinnrar lungnateppu og hann verður haldinn í annað sinn hér á landi þann 19. nóvember næstkomandi. Langvinn lungnateppa er samheiti ýmissa sjúk- dóma í lungum sem eiga það sammerkt að draga úr öndunargetu fólks. Þessir sjúkdómar eru meðal ann- ars langvinn berkjubólga, lungnaþemba og lokastigs asmi. Algengi langvinnar lungnateppu hefur farið vaxandi, fyrst meðal karla en síðan hjá konum og á undanförnum árum hafa konur verið í meirihluta meðal þeirra sem greinast með langvinna lungna- teppu hér á landi. Langalgengasta orsökin eru reyk- ingar en örfáir fá sjúkdóminn sem afleiðingu af van- greindum og/eða ómeðhöndluðum asma. Læknar noti öndunarmælana I áhugahópnum sem stendur að alþjóðadeginum hér á landi eru fulltrúar ýmissa heilbrigðisstétta, þar á meðal þeir Þórarinn Gíslason lungnalæknir í Foss- vogi og Jón Steinar Jónsson heimilislæknir í Garða- bæ. Þeir segja að meginstarf þeirra sem vinna á lungnadeildum sjúkrahúsa tengist langvinnri lungna- Þröstur Haraldsson teppu en sjúklingar sem haldnir eru þessum sjúk- dómi komi yfirleitt seint til greiningar og meðferðar. Þess vegna sé brýn þörf á að auka árvekni almenn- ings, lækna og annarra heilbrigðisstétta gagnvart ein- kennum sjúkdómsins. „Við sem störfum í heilsugæslunni vitum að þessi sjúkdómur greinist oft seint en við vitum líka að það er til mjög góð meðferð sem bætir horfur sjúklingsins verulega en hún felst í því að hann hætti að reykja. Hins vegar virðist sjúkdómurinn oft sleppa framhjá læknum, sjúklingurinn kynnir einkennin með þeim hætti að við vangreinum hann eða köllum hann öðru nafni. Þess vegna er árveknin mikilvæg því ef við greinum sjúkdóminn snemma er hægt að bæta horf- urnar mikið,“ segir Jón Steinar. Þórarinn tekur undir þetta og bætir því við að á lungnadeildir komi margir með verulega skerta önd- unargetu eftir að hafa leitað sér aðstoðar víða í heil- brigðiskerfinu. „Sumir eru með innan við helming þeirrar öndunargetu sem þeir ættu að hafa en öndun- argetan hefur aldrei áður verið mæld þótt þeir séu með einkenni sem eru dæmigerð fyrir langvinna lungnateppu. Þessu viljum við breyta," segir hann. Jón Steinar segir að til þess að breyta þessu þurfi tvennt að koma til. „Læknirinn þarf að taka niður betri sjúkrasögu fólks og nota öndunarmæli sem er grunnverkfæri til að greina sjúkdóminn. Nú háttar svo til að það er nýbúið að setja öndunarmæla inn á allar heilsugæslustöðvar en það sem vantar er að læknar temji sér að nota þá að staðaldri. Það má líkja þessu við notkun blóðþrýstingsmæla. Eftir að þeir urðu algengir á sínum tíma leið nokkur tími þar til læknar vöndust á að beita þeim. Nú gera þeir það og við viljum að það sama gildi um öndunarmælana. Margir læknar hafa ekki lært í námi sínu að beita öndunarmælingum, en þurfa að tileinka sér það,“ segir hann. Lífsgæöin verulega skert Þórarinn segir að á síðustu tveimur áratugum hafi um 5000 manns legið á sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæð- inu vegna langvinnrar lungnateppu. „Konur eru í meirihluta þeirra sem greinast með sjúkdóminn en svo virðist sem þær þoli tóbaksreyk verr en karlar. Þetta er ekki sjúkdómur sem fer léttum höndum um þá sem hann fá. Allar rannsóknir, erlendar og inn- lendar, sýna að lífsgæði þeirra sem fá langvinna lungnateppu eru verulega skert, jafnvel þótt sjúk- dómurinn sé ekki á háu stigi. Þeir segja að áður hafi verið talið að 15-20% reykingamanna fengju lang- vinna lungnateppu en að nýjustu rannsóknir þar sem reykingafólki hafi verið fylgt eftir lengur en áður sýni 878 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.