Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / ÖNDUNARMÆLINGAR
(9). Úr því hefur verið bætt og eru slík tæki nú á öll-
um heilsugæslustöðvum landsins (9). Ekki eru til
rannsóknir sem styðja notkun öndunarmælinga til
skimunar í almennu þýði til að leita að lungnasjúk-
dómum (2). Gagnlegt er hins vegar að gera öndunar-
mælingu þegar einstaklingur leitar til læknis vegna
hósta, uppgangs, mæði eða annarra einkenna sem
benda til lungnasjúkdóms (8). Einnig liggja fyrir gögn
sem sýna gagnsemi öndunarmælinga hjá reykinga-
fólki eldra en 45 ára til að greina langvinna lungna-
teppu á frumstigi (10,11).
Tafla 1. Niðurstöður öndunarmælinga.
Eölileg Teppa Herpa Blandaó Samtals
Gasði fullnægjandi 24 28 0 2 54
Gæði ófullnægjandi 0 2 3 4 9
Samtals 24 30 3 6 63
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu
oft og hvers vegna öndunarmælingar eru gerðar á ís-
lenskri heilsugæslustöð, kanna niðurstöður þeirra og
að meta gæði mælinga sem framkvæmdar eru í
heilsugæslu.
Niðurstöður
A rannsóknatímabilinu 1. mars 2002 - 31. ágúst 2002
voru tæplega 6000 heimsóknir til lækna á Heilsu-
gæslustöðinni í Garðabæ. Á þessu tímabili var gerð
öndunarmæling á 63 sjúklingum (19 karlar og 44 kon-
ur) af læknum eða hjúkrunarfræðingum að beiðni
lækna. Meðalaldur var 48 ár og aldursbil var frá 17 til
69 ára. Af hópnum reyktu 17/63 einstaklingar, 24
höfðu reykt en voru hættir og 20 höfðu aldrei reykt.
Ástæður fyrir lungnamælingu voru hósti hjá 37/63,
mæði hjá 20/63 og uppgangur hjá 6/63. Engin öndun-
armæling var gerð vegna reykingasögu eingöngu. Við
líkamsskoðun var lungnahlustun eðlileg hjá 35/63 en
óeðlileg hjá 28 af 63. Tveir læknar framkvæmdu eða
báðu um 58/63 öndunarmælinganna. Tafla I sýnir
niðurstöður öndunarmælinga. t>ar sést að yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra, eða 54/63, eru af fullnægjandi
gæðum. Allar eðlilegar öndunarmælingar voru vel
heppnaðar. Herpa og blönduð mynd var sjaldgæf og
var algengari í ófullnægjandi öndunarmælingum.
Flestir sem höfðu blandaða mynd teppu og herpu í
úrlestri höfðu sögu um teppusjúkdóm í lungum og
voru of þungir, með líkamsþyngdarstuðul hærri en
30. Þegar gæði mælinga voru fullnægjandi var algeng-
ara að mælingarnar sýndu teppu en að mæling væri
Efniviður og aðferðir
Þeir sjúklingar sem leituðu á Heilsugæsluna í Garða-
bæ á tímabilinu 1. mars 2002 - 31. ágúst 2002 og var
boðin öndunarmæling mynduðu rannsóknarhópinn.
Þeim var boðin þátttaka í rannsókninni eftir að
ákveðið var að þeir færu í öndunarmælingu. Allir
fengu skriflegar upplýsingar um rannsóknina og gáfu
samþykki sitt. Öflun upplýsts samþykkis var í hönd-
um lækna stöðvarinnar. Enginn hafnaði þátttöku í
rannsókninni. Öndunarmælirinn sem notaður var er
af gerðinni Welch Allyn IEC 600-1 model no 76102.
Allar öndunarmælingarnar voru skoðaðar og gæði
metin af einum höfundi sem er sérfræðingur í lungna-
sjúkdómum (GG). Mælingarnar voru framkvæmdar
eftir leiðbeiningum og stöðlum evrópska lungna-
læknafélagsins (12). Viðmiðunargildin sem notuð
voru eru eftir Knudsen frá 1983 (12). Öndunarmæl-
ingarnar voru ýmist gerðar af læknum eða hjúkrunar-
fræðingum sem fengið höfðu grunnþjálfun í fram-
kvæmd öndunarmælinga. Safnað var upplýsingum
um kyn, aldur, reykingar, ástæður öndunarmælingar,
niðurstöður og úrlestur öndunarmælingar og með-
ferð sem sjúklingar fengu með skráningu á þartilgert
eyðublað sem útbúið var fyrir rannsóknina. Heilsu-
gæslustöðin í Garðabæ þjónar íbúum bæjarins. Á
tímabilinu voru starfandi fimm læknar á stöðinni í 4,5
stöðugildum. Heimsóknir til lækna heilsugæslustöðv-
arinnar á tímabilinu voru 5679 talsins. Rannsóknin
var samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Tafla II. Orsakir ófullnægiandi öndunarmælinga.
Blásið í of stuttan tíma 4
Skarpt hámarksgildi náðist ekki 3
Ófullnasgjandi samvinna 1
Hósti í byrjun 1
Samtals 9
eðlileg. í töflu II sést að algengasta orsök fyrir því að
viðunandi gæði náðust ekki við öndunarmælingu var
að ekki var blásið í nægilega langan tíma en aðrar
orsakir voru einnig fyrir hendi. Hjá 50/63 sjúklingum
var veitt lyfjameðferð í kjölfar öndunarmælingar. Hjá
32/50 var gefin meðferð með samsettum lyfjum með
innúðasterum og langvirkum betaadrenvirkum lyfj-
um og hjá 12/50 voru gefin sýklalyf.
Umræða
Þetta er fyrsta rannsókn á notkun öndunarmælinga á
heilsugæslustöð á íslandi, fjölda mælinga, ástæðum
fyrir rannsókninni og mati á gæðum mælinganna.
Miðað við fjölda heimsókna á heilsugæslustöðina í
Garðabæ, fjölda íbúa í bænum og algengi lungnasjúk-
dóma í bæjarfélaginu samkvæmt fyrri rannsóknum
var lítið gert af öndunarmælingum þar. Þannig virðist
aðeins hafa verið framkvæmd öndunarmæling í um
það bil 1% af heimsóknum á stöðinni. Þó hefur verið
sérstakur áhugi á lungnasjúkdómum á heilsugæslu-
18 Læknablaðid 2004/90