Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / D-VÍTAMÍNBÚSKAPUR Samband 25(OH)D og PTH í sermi Mynd 7 sýnir samband 25(OH)D og PTH. Við styrk 25(OH)D um 45 nmól/1 hættir neikvæð fylgni 25(OH)D og PTH að vera tölfræðilega marktæk (r= -0,065, p=0,067). Þetta samband 25(OH)D og PTH var svipað fyrir alla aldurshópa. Ef styrkur 25(OH)D við 45 nmól/1 er skilgreindur sem æskilegur styrkur eru að meðaltali um helmingur þátttakenda með of lítinn styrk 25(OH)D en 14,5% ef miðað væri við 25 nmól/1. Þær tölur eru enn hærri í yngri aldursflokkum. Samband D-vítamínneyslu og styrks 25(OH)D ísermi Tafla II sýnir fylgni D-vítamínneyslu og styrks 25(OH)D sem jókst með aldri. Tafla III sýnir að sé miðað við ráðlagða D-vítamínneyslu, 10 pg/dag fyrir alla þátttakendur, eru 47% þeirra með D-vítamín- neyslu undir ráðlögðum dagskammti. Samband D-vítamínneyslu og styrks 25(OH)D var skoðað með línulegri aðhvarfsgreiningu sem gef- ur jöfnu bestu línu fyrir samband þessara breyta (25(OH)D nmól/1 = 36,5 + 0,75 x D-vítamínneysla pg/ dag) en samkvæmt henni væri æskileg meðalneysla yfir árið 11 pg/dag fyrir allan hópinn til að halda styrk 25(OH)D yfir 45 nmól/1. Elsti aldursflokkurinn neytti að meðaltali 16,6 pg/dag af D-vítamíni en styrkur 25(OH)D hjá þeim hópi fór aldrei niður fyrir 45 nmól/1 yfir árið. Sama gilti fyrir lýsishópinn í heild sinni en meðalstyrkur 25(OH)D þeirra var 53,4 nmól/1 og meðal D-vítamínneysla, 20,3 pg/dag. Þeir sem tóku bara vítamín voru með samsvarandi gildi, 45,4 nmól/1 og 10,8 pg/dag og þeir sem tóku hvorki lýsi né vítamín voru með gildin 38,0 nmól/1 og 5,3 pg/dag. Útreiknuð D-vítamínþörf eftir aldri og árstíðum Á mynd 8 er æskileg D-vítamínneysla allra þátttak- enda skoðuð með tilliti til mismunandi mánaða yfir árið og sýnir að æskileg neysla væri mest í febrúar- mars, 18 pg/dag en neysla D-vítamíns í júní-júlí virðist óþörf. Fylgni milli D-vítamínneyslu og styrks 25(OH)D reyndist mest í apríl-maí (r=0,502, p<0,001) en minnst í júní-júlí (r=0,195, p<0,01). Þeir sem tóku ráðlagðan dagskammt af D-víta- míni 7-10 pg/dag höfðu meðalstyrk 25(OH)D nálægt 45 nmól/1 en voru neðan þeirra marka í meira en fjóra mánuði að vetrinum. Umræða í þessari rannsókn var D-vítamínbúskapur íslend- inga á aldrinum 30-85 ára metinn með tilliti til D-víta- míninntöku, árstíðasveiflu styrks 25(OH)D og sam- bands 25(OH)D við seytingu PTH. Niðurstöðurnar sýna að neysla bætiefna og sérstaklega lýsis skiptir miklu máli fyrir eðlilegan D-vítamínbúskap. Veruleg- ar árstíðasveiflur í styrk 25(OH)D sjást hjá öllum ald- Tafla II. Fylgni (r) milli D-vítamínneyslu og styrks 25(0H)D hjá aldursflokkum. Aldursflokkar 30-45 ára 50-65 ára 70-85 ára Allir (r) 0,245' 0,394' 0,408' 0,384' *p<0,001 Tafla III. Hlutfall (%) þátttakenda með D-vítamínneyslu minni en 10 ixg/dag. Aldursflokkar_____________________________________________ 3Ö45ára 50-65 ára 70-85 ára Allir (%) 61,9 47,3 33,9 47,1 ursflokkum og stór hluti Islendinga í þessum aldurs- hópum neytir of lítils D-vítamíns til að viðhalda æski- legum styrk á 25(OH)D yfir allt árið. Tengsl bœtiefnainntöku við styrk 25(OH)D í sermi Styrkur 25(OH)D jókst eins og við var að búast við aukna bætiefnainntöku. Hlutfall þeirra sem taka lýsi hækkar með aldri sem skýrir aukinn styrk 25(OH)D með aldri ásamt meiri inntöku D-vítamíns í fæðu meðal eldri aldurshópa. I öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á lægri styrk 25(OH)D hjá eldri ein- staklingum sem er talið orsakað af minni áhrifum sól- arljóss með aldri (21) en þekkt er að möguleikar til framleiðslu á D-vítamíni í húð skerðast með aldri (4, 22,23). Hvert pg af D-vítamíni eykur styrk 25(OH)D um 1,7 nmól/1 samkvæmt okkar útreikningum. Þessi tala er á mjög líkum nótum og í öðrum rannsóknum, 1,6- 2,2 nmól/1 fyrir hvert pg (24-28). Þó hafa sést mun lægri tölur svo sem 0,7 nmól/1 fyrir hvert pg en svo virðist sem upphafsstyrkur 25(OH)D skipti miklu máli í þessu sambandi þar sem meiri hækkun verður þegar um lægri upphafstyrk 25(OH)D er að ræða (9). Árstíðasveiflur 25(OH)D í sermi Niðurstöðurnar sýna verulegar árstíðasveiflur á styrk 25(OH)D á Islandi. Þessi árstíðabundna sveifla sést hjá öllum aldursflokkum en mest áberandi hjá yngsta aldursflokknum vegna lítillar D-vítamíninntöku og góðrar framleiðslugetu í húð fyrir tilstilli sólar sem orsakar mikla aukningu í styrk 25(OH)D yfir sumar- mánuðina. Minnsta árstíðabundna sveiflan er hjá mið- aldursflokknum en lítið eitt stærri hjá elsta aldurs- flokknum sem skýrist af mismikilli D-vítamíninntöku og ólíkri framleiðslugetu í húð. Athyglisvert er að hámarksstyrkur 25(OH)D næst síðar hjá miðaldurs- hópnum en hinum tveimur sem gæti ef til vill skýrst af sameiginlegum áhrifum sólar og lýsis og/eða utan- landsferðum þess aldurshóps. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að framleiðsla D- vítamíns í húð sé háð breiddargráðu og liggi niðri yfir háveturinn, til dæmis í Boston (BNA; 42° N, engin framleiðsla í desember-febrúar), Edmonton (Kan- ada; 52° N, engin framleiðsla frá nóvember-mars) Læknablaðið 2004/90 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.