Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / D-VITAMINBUSKAPUR
Blóðrannsóknir
Öll blóðsýni voru tekin fastandi á milli kl. 8:00 og
10:00, skilin innan klukkustundar og fryst við -80°C
fram að mælingu. Sýnatökur og blóðrannsóknir voru
allar framkvæmdar af sama meinatækninum (E. H.).
25(OH)D í sermi var mælt með RIA (DiaSorin,
Stillwater, MN, BNA). Breytistuðlar aðferðarinnar
(coefficient of variation, CV%) voru 6,9% og 8,5%
fyrir 37,0 og 126,9 nmól/1. Viðmiðunarmörk frá fram-
leiðanda eru 25-100 nmól/1. Aðferðin mælir bæði
25(OH)D2 og 25(OH)D3.
PTH var mælt með ECLIA (ElectroChemiLumi-
nescence Immuno Assay
Elecsys 2010, Roche Diagnostics, BNA). Breyti-
stuðull aðferðarinnar er 2,9% fyrir 67,97 ng/1. Við-
miðunarmörk mælingar eru 15-65 ng/1.
Urvinnsla
Við úrvinnslu var þátttakendum skipt niður í aldurs-
hópana 30-45 ára, 50-65 ára og 70-85 ára. Þeim sem
svöruðu spurningu um bætiefnainntöku var skipt nið-
ur í hópana „taka ekki bætiefni“, „taka vítamíntöfl-
ur” og „taka lýsi með/án annarra bætiefna”. Þeir sem
tóku hákarlalýsi voru ekki teknir með í þann hóp sem
tók inn lýsi þar sem hákarlalýsi inniheldur mjög lítið
D-vítamín (20).
Samanburður milli tveggja hópa var gerður með
Student’s t-prófi en samanburður milli fleiri en
tveggja hópa var gerður með ANOVA og Tukey-
prófi. Við fylgniathuganir milli tveggja eða fleiri
breyta var notast við fylgnistuðul Pearsons þegar
breytur voru normaldreifðar en þegar breytur voru
ekki normaldreifðar var notast við fylgnistuðul
Spearmans. Einnig notuðum við línulega aðhvarfs-
greiningu (linear regression) til að kanna samband
25(OH)D styrks og D-vítamínneyslu. Staðbundin
bestun (local linear regression) var notuð til að
teikna samband styrks PTH og 25(OH)D.
Öll tölfræðileg úrvinnsla var gerð með tölfræðifor-
ritinu SPSS (útgáfa 11,5, SPSS Inc, Chicago, II,
BNA). Niðurstöður eru settar fram sem meðaltal ±
staðalfrávik fyrir samfelldar breytur og sem hlutfall
(%) fyrir flokkunarbreytur.
Niðurstöður
Af 2310 manna endanlegu úrtaki komu 1630 (70,6%
þátttaka) til rannsóknarinnar en af þeim var 21 ein-
staklingur útilokaður frá þessari rannsókn vegna
kalkvakaóhófs. Því tóku 1609 einstaklingar þátt í
þessum hluta rannsóknarinnar (mynd 1). Þar af svör-
uðu 1494 (92,9%) mataræðisspurningalista en allir
spurningum um bætiefni og lýsi. Af þeim sem tóku
þátt voru konur 1023, meðalaldur 58,5±14,8 ár og
karlar 586, meðalaldur 59,9±14,8 ár. í aldursflokki
30-45 ára voru 276 konur og 139 karlar, í aldursflokki
50-65 ára, 430 konur og 244 karlar og í aldursflokki
Tafla 1. Helstu breytur eftir aldursflokkum.
Aldursflokkar
30-45 ára 50-65 ára 70-85 ára
n=415 n=674 n=520
S-25(OH)D (nmól/l) 42,5 ± 20,0 45,7 ± 19,8 50,8 ± 19,7
&PTH* (ng/l) 36,1 ± 16,4 40,3 ± 17,4 44,9 ± 21,1
D-vítamínneysla (|xg/dag) 9,9 ± 9,1 13,3 ± 9,9 16,6 ± 10,4
Kalknevsla (mg/dag) 1178 ± 544 1224 ± 537 1309 ± 547
*PTH - Primary hyperparathyroidism = kalkvakaóhóf.
Úrtak - 2640
Ófrískar konur með barn á brjósti, útlendingar, burtfluttir, látnir - 330
Útsen 23 d bréf 10
Vilja ekki, geta ekki - 452 Ósvaraö - 228
Taka þátt í rannsókn - 1630
Utilokaöir vegna kalkvakaóhófs
21 (18 konur- 3 karlar)
I þessari rannsókn
1609
Mynd 1. Flœðirit rannsókn-
arinnar. Skilmerki fyrir
kalkvakaóhófvar PTH >65
ng/l og jónað kalsíum > 1,30
mmól/l.
Mynd 2. Hlutfall (%)
þeirra sem tóku bœtiefni
meðai aldursflokka.
70-85 ára voru 317 konur og 203 karlar. Tafla I sýnir
helstu breytur þessara aldursflokka.
Meðalstyrkur 25(OH)D og PTH jókst marktækt
með aldri (p<0,001) og var marktækur munur á styrk
þessara tveggja breyta milli allra aldursflokka
(p<0,001-0,05). Styrkur 25(OH)D mældist á bilinu
6,3-144,4 nmól/1 en styrkur PTH á bilinu 4,4-177,5
ng/1 og var fylgni þessara tveggja breyta neikvæð (r=-
0,21, p<0,001). Munur á styrk 25(OH)D milli kynja
mældist ekki marktækur. Meðalstyrkur PTH var
10% hærri hjá konum en körlum í öllum aldursflokk-
um (p<0,05). D-vítamínneysla var 0-44,6 pg/dag og
jókst með aldri (p<0,001) með marktækum mun milli
aldursflokka (p<0,001). Hún var meiri hjá körlum í
heild (p<0,001) þó munurinn hafi eingöngu verið
marktækur í eldri hópunum tveimur (p<0,05). Kalk-
neysla jókst einnig með aldri (p<0,001) þar sem
marktækur munur var milli aldursflokka (p<0,05) en
ekki milli kynja.
Tengsl bœtiefnainntöku við styrk 25(OH)D í sernii
Mynd 2 sýnir notkun bætiefna sem var mjög mismun-
andi milli aldurshópa. Þar er helst áberandi mjög
aukin notkun lýsis með aldri og að meira en helming-
Læknablaðið 2004/90 31