Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 75

Læknablaðið - 15.01.2004, Qupperneq 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARÁÐUNEYTINU Lyfjamál 121 _yfjaverð og lyfjakostnaður Mikið hefur verið rætt og skrifað um lyfjaverð og kostnað á undanförnum árum og oft ruglað saman þessum hugtökum. Lyfjakostnaður hefur vaxið hröð- um skrefum og í prósentum talið um 10-15% á hverju ári hin síðustu ár. Lyfjaverð hefur hins vegar ekki hækkað og verð eldri lyfja að jafnaði frekar lækkað. Hins vegar eru ný lyf sem fá markaðsleyfi mjög oft ákaflega dýr og vaxandi notkun þeirra veldur þá hækkandi lyfjakostnaði. Pjóðarframleiðsla og þar af leiðandi þjóðartekjur hafa að jafnaði vaxið mun minna en lyfjakostnaður. Það gefur því auga leið að slíkt get- ur ekki endalaust haldið áfram. Fyrr eða síðar fara þá allar þjóðartekjur í lyfjakostnað og ekkert verður afgangs fyrir aðrar þarfir. „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hveijum tíma eru tök á að veita, til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði" er fýrsta grein laga um heilbrigðisþjónustu. nr. 97/1990. Það kostar sitt að framfylgja slíkum lögum og ef nota þarf nýjustu lyf til að veita þjónustuna er erfitt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að standa gegn því. Hins vegar er mjög oft um valmöguleika að ræða og nauð- synlegt fyrir lækna, sem í flestum tilfellum bera ábyrgð á lyfjavali í hveiju tilviki, að gæta vandlega að skynsam- legu og hagkvæmu vali. Til að auðvelda þá vinnu þurfa sjúkrastofnanir að skilgreina skynsamlega lyfjalista og leiðbeiningar og fara eftir þeim eins og áður hefur verið minnst á í þessum pistlum (Lyfjamál 117). í lyfjaverðskrá fyrir lyf með markaðsleyfi á íslandi í desember 2003 eru 3213 mismunandi lyfjapakkn- ingar. Þar af er ein sem kostar yfir eina milljón kr., 81 pakkning er á verðbilinu 100.000 til 1.000.000 kr og 101 pakkning á bilinu 50.000 til 100.000 kr. Ein af helstu ástæðunum fyrir háu lyfjaverði hér á landi er sú að við erum á meðal tekjuhæstu þjóða í heimi og lyfjaframleiðendur verðleggja sína vöru eft- ir greiðslugetu markaðarins. Norðurlöndin hafa um langt árabil haft samvinnu um tölfræðilegan saman- burð á lyfjanotkun og hafa náð lengst í heiminum á því sviði. Notaðar eru skilgreiningar sem samþykktar hafa verið af WHO. Árlega er gefin út bók um heil- brigðistölfræði, Health Statistics in the Nordic Coun- tries, á vegum NOMESKO. í henni er kafli um lyfja- notkun landanna og hefur verið lögð áhersla á að auka þar upplýsingar um þetta efni hin síðari ár. I síð- ustu útgáfu fyrir árið 2001 kemur fram að lyfjakostn- aður á mann er langhæstur hér á landi. Önnur ástæða er að álagning er hærri hér en í hin- um löndunum, bæði í heildsölu og smásölu. Þriðjung- ur lyfjakostnaðar hér á landi liggur í flokki tauga- og geðlyfja (ATC-N) og við notum meira af þeim en nokkur hinna þjóðanna eins og oft hefur verið bent á hér. Meðalverð notaðra dagskammta í þeim flokki árið 2002 var 50% hærra hér en í Danmörku. í flokki meltingarfæralyfja (ATC-A) var meðalverð 115% hærra hér. í flokki hjarta- og æðalyfja (ATC-C) var það 45% hærra, sýkingalyf (ATC-J) 36% hærri og öndunarfæralyf (ATC-R) 49% hærri. Eggert Sigfússon Evrur 600-i 500- 400- 300- 200- 100- 0- Lyfjakostnaður á mann árið 2001 Heimild: Health Statisties in the Nordic Countries 2001 Eggert Sigfússon er deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Læknablaðið 2004/90 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.