Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / Ö N D U N A R M Æ LI N G A R
stöðinni og rannsóknir á lungnasjúkdómum sem birt-
ar hafa verið í alþjóðlegum ritrýndum læknisfræði-
tímaritum verið gerðar þar (13-15). Athygli vekur að
tveir höfundar greinarinnar gera flestar mælingarnar
eða biðja um mælingarnar. Pó voru allir læknar
stöðvarinnar vel upplýstir um framkvæmd hennar.
Rannsóknir frá öðrum löndum hafa sýnt að þrátt
fyrir að öndunarmælar séu til á heilsugæslustöðvum
eru þeir lítið notaðir. Rannsókn frá Kanada sýndi að
þrátt fyrir að nærri 60% lækna hefðu aðgang að önd-
unarmælingum þá greindu þeir lítið af langvinnri
lungnateppu og framkvæmdu ekki öndunarmælingu
þrátt fyrir að búnaður væri til staðar (16). Rannsókn-
ir á notkun öndunarmælinga til að greina og með-
höndla asma í Bandaríkjunum sýndu litla notkun
þeirra hjá heilsugæslulæknum (17) Nýlegar rann-
sóknir frá Hollandi sýndu hins vegar hve mikið gagn
getur verið af öndunarmælingum til að greina lungna-
sjúkdóma á heilsugæslustöð (5,10). Okkar rannsókn
sýnir vel gildi öndunarmælinga við greiningu og með-
ferð lungnasjúkdóma. Þannig voru aðeins um þriðj-
ungur mælinganna eðlilegar. Athyglisvert er að sjá
hversu margir greinast með teppu við öndunarmæl-
ingarnar. Ekki er verið að nota öndunarmælingar í
þessu þýði til þess að leita að langvinnri lungnateppu
á frumstigi hjá reykingafólki því engin mæling er gerð
án þess að til staðar séu klínísk einkenni. Sú stað-
reynd að langflestar öndunarmælinganna uppfylltu
gæðastaðla evrópska lungnalæknafélagsins bendir til
nægrar þjálfunar starfsfólks við framkvæmd þeirra
(7).
Flestar mælinganna voru gerðar fyrir tilstuðlan
tveggja af fimm læknum stöðvarinnar. Þetta bendir til
að frekari hvatningar sé þörf í að framkvæma öndun-
armælingar á heilsugæslustöðvum. Almenn notkun
öndunarmæla á heilsugæslustöðvum er mjög mikil-
væg til að bæta greiningu og bregðast við þeim far-
aldri langvinnrar lungnateppu sem spáð hefur verið á
Vesturlöndum og þar með hér á landi á næstu 20 ár-
um (6). Mikilvægt er að sú gæðaþróunarvinna sem
hafin er með útbreiðslu öndunarmælinga á heilsu-
gæslustöðvum og þjálfun í notkun þeirra haldi áfram
með enn frekari þjálfun, rannsóknum og hvatningu í
notkun öndunarmæla í heilsugæslu. Hver heilsu-
gæslustöð þarf að huga að því hvernig best verði stað-
ið að öndunarmælingum innan veggja hennar. Best er
að þjálfa upp nokkurn hóp starfsfólks, til dæmis
hjúkrunarfræðinga til að framkvæma mælingarnar.
Þannig eru meiri líkur á að þær verði gerðar í önnum
dagsins, heldur en ef læknar eru að framkvæma mæl-
ingarnar sjálfir. Með þessu má einnig virkja áhuga
annarra starfsmanna en lækna á heilsugæslustöðvum
til að greina lungnasjúkdóma eins og sýnt hefur verið
fram á með rannsóknum (18,19).
Við ályktum að notkun öndunarmælinga í heilsu-
gæslu standist vel gæðakröfur, röskun á lungnastarf-
semi er algeng, en notkun mælinganna er ekki al-
menn meðal heilsugæslulækna. Niðurstöður okkar
benda til þess að möguleikar heilsugæslunnar til
greiningar á lungnasjúkdómum séu vannýttir.
Heimildir
. Siafakes NM, Vermeire P. Pride NB, Paoletti P, Gibson J,
Howard P, et al. ERS-consensus statement. Optimal assess-
ment and management of chronic obstructive pulmonary
disease ( COPD ). Eur Resp J 1995; 8:1398-1420.
>, van Schayck CP, Chavannes NH. Detection of asthma and
chronic obstructive pulmonary disease in primary care. Eur
Respir J 2003; 39 (Suppl): 16s-22s.
3. Renwick DS, Conolly MJ. Prevalence and treatment ot chro-
nic airways obstruction in adults over the age of 45. Thorax
1996; 51:164-8.
4 Gíslason P. Gíslason D, Blöndal Þ. Astmi og öndunarfæra-
einkenni meöal 20-44 ára íslendinga. Læknablaðtð 1997; 83:
5. Boom G van den, Schayck CP. Rutten-Mölken MPMH van,
Tirimanna PRS, Otter JJ den, Grunsven PM van, et al. Active
detection of chronic obstructive pulmonary disease and
asthma in the general population. Am J Respir Crit Care Med
1998;158:1730-8. u ,cc
6 Pauwels RA, Buist AS, Calverley PM, Jenkins CR, Hurd SS.
Global strategy for the diagnosis, management prevention
of chronic obstructive pulmonary disease. NHLBI/WHO
Global Initiative for Chronic Obstructive Lung Disease
(GOLD) workshop summary. Am J Respir Cnt Care Med
2001; 163:1256-76.
7 Eaton T, Withy S, Garrett JE, Nercer H, Whitlock R. Rea H.
' Spirometry in Primary Care Practice: The Importance of
Quality Assurance and the Impact of Spirometry Workshops.
Chest 1999:116:416-23. „ . .
8 Office Spirometry for Lung Health Assessment m Adults. A
Consensus Statement From the National Lung Health
Education Program (NLHEP). Chest 2000; 117: 1146-61
9. Guðmundsson G, Guðmundsson S. ra
Landlæknisembættinu. Öndunarmæhngar
heilsugæslustöðvum. Læknablaðið 2002; 88. 928.
Van Schayck CP, Loozen JM, Wagena E, Akkermans RP,
Wesseling GJ. Detecting patients at a high risk of developing
chronic obstructive pulmonary disease in general practice:
cross sectional case finding study. BMJ 2002; 324:1370.
Humerfelt S. Eide GE, Kvale G, Aaro LE, Gulsvik A. Effec-
tiveness of postal smoking cessation advise: a randomised
controlled trial in young men with reduced FEVl and asbestos
exposure.EurRespJ 1998; 11:284-90.
12. Quanier PH. Tammeling GJ. Cotes JE, Pedersen O, Peslin R,
Yernault J Lung volumes and forced ventilatory flows.
Official statement of the European Respiratory Society. Eur
Respir J 1993; 6 (Suppl 16): 5-40. .
Jónsson JS, Gislason Þ, Gíslason D, Sigurðsson JA. Acute
bronchitis and clinical outcome three years later: prospective
cohort study. BMJ 1998; 317:1433-6.
14 Jónsson JS. Sigurðsson JA. Kristinsson KG Guðnadóttir M,
Magnússon S. Acute bronchitis in adults. How elose ^0 we
come to its aetiology in general practice? Scand J Prim Health
Care 1997; 15:156-60. .
Magnússon S, Gíslason Þ. Chronic bronchitis in Iceland.c
males: prevalence, sleep disturbances and quality of life. Scand
J Prim Health Care 1999; 17:100-4.
16 Kesten S, Chapman KR.Physician perceptions and manage-
mentofCOPD.Chest 1993; 104: 254-8.
OT)owd LC, Fife D.Tenhave T, Panettieri RA Jr. Attitudes of
physicians toward objective measures of airway function .n
asthma. Am J Med 2003; 114: 391-6. , ,
Vrijhoef HJ, Diederiks JP, Wessehng GJ, van Schayck CP,
Spreeuwenberg C. Undiagnosed patients and patients at risk
for COPD in primary health care: carly deteclion with the
support of non-physicians. J Clin Nurs 2003; 12: 366-73.
19. Joyce N. Recognising the importance of spirometry m pnmary
care. Community Nurse 2001; 6:23-4.
10
11
13
15.
17.
18.
Læknablaðið 2004/90 19