Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKÝRSLA RÍKISENDURSKOÐUNAR Óskar Einarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur Ef viö eigum að draga einhvern lærdóm af skýrslunni þá er hann sá að það var ekki staðið mjög markvisst að þessari sameiningu eins og þó hefði þurft. Það sem menn höfðu að leiðarljósi voru háleit markmið og almennt pólitískt tal. Svo fór sameiningarferlið í gang eins og af sjálfu sér og varð fljótt mikilvægara en efnið sjálft. Til dæmis var lögð mikil áhersla á að taka grunn að nýjum barnaspítala meðan enn var verið að ræða sameininguna en þar með var búið að njörva niður framtíðarstaðsetningu spítalans. Meðan nefndin var að fjalla um málið og skoða álitsgerðir erlendra sérfræðinga var hin pólitíska ákvörðun tekin með skóflustungu. Nær hefði verið fyrir okkur að læra af nágrönnum okkar á Norðurlöndunum hvaða vandamál fylgja því að sameina sjúkrahús. Þar er víða búið að sameina þau, til dæmis í Gautaborg, og við hefðum getað losn- að við að brenna okkur á ýmsu sem þeir gerðu og við líka. Svo mátti sameiningin ekki kosta neitt heldur átti hún að spara svo og svo mikið. Hvatinn var sparnaður en hin faglegu markmið voru óljós. Það er Ijóst að svona stórt verkefni kallar á ákveðinn stofn- eða fórnarkostnað. Það má því segja að þeir sem fengu þetta stóra verkefni höfðu léleg spil á hendi. Það vekur furðu að bresk sjúkrahús skuli valin til samanburðar. Breska heilbrigðiskerfið er í molum eftir langvarandi fjársvelti. Læknasamtökin áætla að þar vanti 7000 sérfræðinga til starfa við sjúkrahúsin og Bretar eru að senda sjúklinga til meðferðar í ná- grannalöndunum. Það er því verið að bera okkur saman við breska kerfið sem er í lægð. Auk þess er samanburðurinn ekki sanngjarn. Breska ráðgjafa- fyrirtækið hafði ekki tölur um einkarekstur lækna utan sjúkrahúsa en hann er umtalsverður, einkum í Lundúnum þar sem helmingur samanburðarsjúkra- húsanna er. í skýrslunni er ekki minnst á hann. Spurningin er því hvort við viljum bera okkur saman við ófullnægjandi þjónustu. Ég hefði kosið saman- burð við sjúkrahús á Norðurlöndum og Hollandi. í skýrslunni er rætt um að afköst lækna séu ekki nógu góð. Ég held að þau séu nógu góð. Við sem starfað höfum á erlendum sjúkrahúsum vitum að læknar hér vinna miklu meira af almennum verkum en þar tíðkast. Þar er víðast miklu öflugra stoðkerfi, fleiri tækni- og rannsóknarmenn en hér. Þetta verður að hafa í huga. Við þurfum hins vegar að skoða hvort stjórnendur eru of margir hjá okkur. I því sambandi hefur verið bent á tvískipt stjórnunarlag - lækningar og hjúkrun - sem gæti haft áhrif. Þessi skýrsla er ágætis jólahugvekja en ekki afger- andi plagg. Hún vekur fleiri spurningar en hún svarar. Það þarf að fara gætilega í ályktanir. En markverð- astar eru ábendingar Ríkisendurskoðunar um það hvernig vinnubrögð hins opinbera eiga ekki að vera. Þeir sem að sameiningunni hafa starfað eiga því hrós skilið fyrir að bjarga því sem bjargað varð. Nú erum við í miðri sameiningu og stærsta vandamálið er að starfsemin fer fram á tveimur stöðum. Þetta er óþolandi ástand sem við getum ekki sætt okkur við til lengri tíma. Sérgreinarnar eru tvístraðar og það kemur daglega niður á sjúklingum. Til að veita sjúk- lingi fullnægjandi þjónustu þarf að senda hann nokkrum sinnum í sjúkrabíl yfir Öskjuhlíðina. Það er fyrir neðan allar hellur. 46 Læknabi.aðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.