Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA Table I. Percentage of age group of individuals with disability grade assessed as being at least 75% in lceland on December lst 2002 according to gender and place of residence. Place of residence Both genders Females Males Female:male ratio Akureyri 7.8 9.7 5.9 1.64 Siglufjörður 7.4 10.4 4.6 2.26 Ólafsfjörður 7.1 8.3 6.1 1.36 Vestmannaeyjar 7.0 9.2 4.9 1.88 Grindavík 6.8 9.6 4.2 2.29 Reykjanesbær 6.6 9.1 4.3 2.12 Árborg 6.6 8.3 5.1 1.63 Sandgerði 6.4 9.7 3.5 2.77 Gerðahreppur 6.4 8.5 4.3 1.98 Reykjavík 6.4 7.2 5.6 1.29 Vatnsleysustrandarhreppur 6.1 7.5 4.9 1.53 Seyðisfjörður 6.1 5.3 6.9 0.77 Skagafjörður 5.7 7.3 4.2 1.74 Húsavík 5.7 6.3 5.2 1.21 Dalvík 5.4 6.0 4.9 1.22 Akranes 5.3 7.0 3.8 1.84 Hafnarfjörður 5.2 6.6 3.8 1.74 Snæfellsbær 5.0 6.2 3.9 1.59 Mosfellsbær 5.0 5.8 4.1 1.41 Kópavogur 4.8 6.0 3.6 1.67 ísafjarðarbær 4.6 5.4 3.8 1.42 Fjarðabyggð 4.3 5.4 3.4 1.59 Bolungarvík 4.2 6.4 2.1 3.05 Bessastaðahreppur 3.2 3.1 3.3 0.94 Garðabær 3.1 4.0 2.1 1.90 Seltjarnarnes 3.1 3.2 2.9 1.10 Other places 5.4 6.6 4.3 1.53 The whole country 5.8 7.0 4.7 1.49 Table II. Distribution of individuais with disability grade assessed as being at least 75% in lceland on December lst 1996 and December lst 2002 according to gender and residence. Females Males 1996 2002 1996 2002 The capital region' 2598(63.4%) 3924(60.4%) 1916 (66.0%) 2831 (63.5%) Other regions 1503 (36.6%) 2576 (39.6%) 988(34.0%) 1629 (36.5%) The whole country 4101 (100%) 6500 (100%) 2904 (100%) 4460 (100%) ‘Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Bessastaöahreppur, Garóabær, Hafnarfjöröur, Mosfellsbær, Kjósar- hreppur. fyrir umtalsverðum aukakostnaði vegna örorku sinn- ar. Fram til 1. september 1999 var hærra örorkustigið metið á grundvelli læknisfræðilegra, fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna, en eftir það einungis á læknis- fræðilegum forsendum, samkvæmt sérstökum ör- orkumatsstaðli (2-4). Fjöldi öryrkja á íslandi hefur farið vaxandi á undanförnum árum (5). Ástæða var til að skoða hvort sú aukning væri umfram það sem búast má við út frá breytingum á fjölda og aldurssam- setningu þjóðarinnar. í þessari rannsókn er unnið úr upplýsingum um þá einstaklinga sem áttu í gildi örorkumat vegna lífeyris- trygginga almannatrygginga og voru búsettir á ís- landi 1. desember 2002. Skoðað er hvort hlutfallsleg- ur mismunur sé á örorku eftir kyni, aldri og búsetu. Niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður frá árinu 1996 (6). Efniviður og aðferðir Unnar voru úr örorkuskrá Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR) upplýsingar um aldur, kyn, búsetu, örorku- mat og fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningu samkvæmt ICD flokkunarskránni (7) þeirra einstaklinga sem áttu í gildi örorkumat vegna lífeyristrygginga og voru búsettir á Islandi 1. desember 2002 og 1. desember 1996. Um 60% af þeim sem metnir höfðu verið til ör- orku vegna lífeyristrygginga þann 1. desember 2002 voru metnir samkvæmt eldra lagaákvæðinu, en um 40% samkvæmt lagaákvæðinu sem gilti eftir 1. sept- ember 1999. Aflað var upplýsinga frá Hagstofu ís- lands um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma og aldursdreifingu þeirra eftir kyni og bú- setu (8). Þessar upplýsingar voru notaðar til að reikna hundraðshlutfall öryrkja af jafngömlum ís- lendingum. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí- kvaðrat marktæknipróf (9). Niðurstöðurnar frá 1. desember 2002 voru bornar saman við sambærilegar niðurstöður frá 1. desember 1996 úr örorkuskrá TR og frá Hagstofu íslands (8). Á þeim tíma voru allir öryrkjarnir metnir samkvæmt eldra lagaákvæðinu. Til þess að taka tillit til breytinga sem orðið hafa á aldursdreifingu þjóðarinnar á þessu sex ára tímabili var gerð aldursstöðlun og reiknað aldursstaðlað áhættuhlutfall (standardized risk ratio, SRR) fyrir konur og karla (10-12). Ef staðlaða áhættuhlutfallið er jafnt og einn var algengi örorku það sama árið 2002 og árið 1996. Ef staðlaða áhættu- hlutfallið er stærra en einn var örorka tíðari árið 2002 en árið 1996, en fátíðari ef áhættuhlutfallið er minna en einn. Af 95% öryggismörkunum má lesa hvort áhættuhlutfallið er tölfræðilega marktækt á svoköll- uðu fimm prósent stigi. Ef bæði efri og neðri mörkin falla sömu megin við töluna einn er áhættuhlutfallið tölfræðilega marktækt á fimm prósent stigi. I örorkuskránni sem gögnin voru unnin úr eru upplýsingar um kyn, aldur, búsetu, örorkumat og sjúkdómsgreiningar, en hvorki nöfn né kennitölur viðkomandi einstaklinga. Niðurstöður Þann 1. desember 2002 hafði 11.791 einstaklingi bú- settum á Islandi verið metin örorka vegna lífeyris- trygginga almannatrygginga, 7044 konum (59,7%) og 4747 körlum (40,3%). Þar afhafði 10.960 verið metið hærra örorkustigið (að minnsta kosti 75% örorka), 6500 konum (59,3%) og 4460 körlum (40,7%). Hjá 831 hafði verið metið lægra örorkustigið (50% eða 65% örorka), 544 konum (65,5%) og 287 körlum (34,5%). Örorka var marktækt algengari hjá konum en körlum (p<0,0001), bæði hvað varðar hærra og 22 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.