Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PÓLITÍK OG HEILBRIGÐI skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum við ræðu Össurar. í stuttu máli sagt upphófst sandkassaleikur stjórnmálamanna sem allir voru á harðahlaupum frá því að ræða kjarna málsins. Sjálfstæðismenn sögðu það vissulega fagnaðarefni að Össur hefði séð ljósið og tekið upp stefnu þeirra. Það kom reyndar ýmsum á óvart því stefna Sjálf- stæðisflokksins í heilbrigðismálum hefur af einhverj- um ástæðum ekki farið hátt þau rúmlega þrjú kjör- tímabil sem flokkurinn hefur verið við völd. Flokk- urinn hefur gætt þess afar vandlega að þegja þunnu hljóði um þennan málaflokk og láta samstarfsflokka sína eina um hann, fyrst Alþýðuflokkinn og síðan Framsókn. Það örlaði heldur ekki á neinum áhuga á því að ræða hugmyndir Össurar í alvöru, skætingur- inn virtist alveg nægja flokksmönnum. Sama máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Jón Kristjánsson vísaði hugmyndum Össurar á bug með þeim orðum að þær væru bara eins og hver önnur kanína sem töframenn kipptu upp úr hatti sínum. Sá frasi hefur síðan endurómað í allri umfjöllun flokks- systkina hans. Frjálslyndir blönduðu sér ekki í þessar umræður með áberandi hætti en Vinstrigrænir töldu hugmynd- ir Össurar bera þess glöggan vott að Samfylkingin væri á hraðri leið til hægri. Þeir ætluðu hins vegar að halda sínu striki og standa vörð um velferðarkerfið. Engin skýring fylgdi á því hvernig sú varðstaða ætti að fara fram né um hvað ætti að standa vörð. Auglýst eftir stefnu Það er nefnilega alls ekki ljóst hvað stjórnmálamenn eiga við þegar þeir tala um heilbrigðiskerfið. Þetta kerfi hefur verið í örri þróun þótt stefnuna vanti æði oft. Ffvað svo sem líður yfirlýsingum Framsóknar- flokksins, Vinstrigrænna og annarra þá hefur einka- rekstur vaxið hröðum skrefum í kerfinu. Er það sú þróun sem þeir vilja standa vörð um? Sá flokkur sem mesta ábyrgð ber á heilbrigðismál- um er að sjálfsögðu Framsóknarflokkurinn sem hef- ur farið með málaflokkinn í ríkisstjórn undanfarin átta ár og hálfu betur. Á þeim tíma hefur í raun harla lítið gerst sem rekja má til frumkvæðis ráðuneytisins. Flokkurinn (les: ráðuneytið) hefur reynt að standa á bremsunni gegn öllum breytingum en látið undan þegar þrýstingurinn hefur verið orðinn óbærilegur. Raunveruleg stefna flokksins - og þar með ríkis- stjórnarinnar - vefst hins vegar fyrir mörgum. Meðal þeirra sem ekki koma auga á hana er Ríkisendur- skoðun sem hefur í þrígang á rúmu ári auglýst eftir stefnu stjórnvalda á þremur mikilvægum sviðum heil- brigðismála. Sumarið 2002 birti stofnunin tvær skýrslur, annars vegar um heilsugæsluna og hins vegar um þjónustu sérfræðilækna, og í þeim báðum var kallað eftir stefnumótun stjórnarinnar hvað varð- ar verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Því var beint til stjórnvalda að þau settu sér markmið, reikn- uðu út hvað þau kosta og framfylgdu þeim svo en hættu að láta reka á reiðanum. Þriðja skýrslan birtist nú í nóvember og fjallaði um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Það kveður við sama tón: „Við upphaf sameiningar lá ekki fyrir nein heildarstefnumörkun fyrir hið nýja sjúkrahús ... Sú framtíðarsýn sem sjúkrahúsinu var mörkuð var of óljós til að geta verið sá leiðarvísir sem þurfti til að byggja upp svo margbrotna stofnun sem LSH er. Engin skýr eða mælanleg markmið voru sett fram um þann árangur sem ná átti fram með sameiningunni,“ segir á bls. 20 í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Upp úr sandkassanum! Væri nú ekki ráð fyrir stjórnmálamenn að láta af þessum stefnulausa sandkassaleik? Mikið væri gam- an ef þeir sýndu þann kjark að horfast í augu við veruleikann í heilbrigðiskerfinu, legðu gömlu frasana til hliðar og einhentu sér í að móta alvörustefnu í heilbrigðismálum í stað þess að hnotabítast um hvað er hvurs og hvort einhver hafi drýgt þá höfuðsynd að skipta um skoðun frá því á öldinni sem leið. Þeir þyrftu að hætta að ástunda viðbragðspólitík en taka í þess stað frumkvæði og móta stefnu sem gagnast til að byggja upp og bæta kerfið sem allir eru í orði kveðnu sammála um að eigi að vera það besta í heimi. Fyrir rúmu ári skoraði Morgunblaðið á stjórn- málaflokkana að taka höndum saman um að móta framtíðarstefnu í heilbrigðismálum. Hér skal enn tekið undir þá áskorun. Vonandi sýna stjórnmála- menn þann siðferðisþroska að rísa upp úr sandkass- anum og ræða málin af heilindum og ábyrgð. Þegar til lengdar lætur hlýtur það að gagnast bæði þeim og okkur hinum betur en hinn þreytandi jólasveinaleik- ur sem virðist njóta mestra vinsælda við Austurvöll- inn. Læknablaðið 2004/90 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.