Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPlTALI gerð var á vegum heilbrigðismálaráðuneytis og land- læknis hafi verið ánægðir með þjónustu spítalans. „I raun má segja að spítalinn fái þarna fyrstu einkunn,“ sagði forstjórinn (Morgunblaðið, 7. des. 2003). Litlu verður vöggur feginn. Aðeins í fáum tilvikum var Landspítalinn með hæstu einkunn en ekki var töl- fræðilegur munur á milli stofnana á neinum þátt- anna. (www.landlaeknir.is). Við svona könnun ber að athuga að langflestir sjúklingar eru þakklátir og ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá og þannig hefur það alltaf verið, meira að segja mundu sjúklingar sem voru á tólf manna stofunum í gamla daga hafa verið ánægðir og gefið fyrstu einkunn. Þó kom fram í könnuninni að sjúklingar sem voru við lakasta heilsu þegar spurt var gáfu að meðaltali lægri einkunnir en hinir. En hvað með ánægju starfsmanna. Gerðar hafa verið tvær athuganir á henni sem hafa birst með árs millibili. I skýrslu landlæknisembættisins um stöðu Land- spítala frá nóvember 2002 (www.landlaeknir.is) segir: „Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsfólks gáfu vísbendingu um aukið vinnuálag síðustu tvö ár, a.m.k. meðal ákveðinna hópa starfsmanna.... Tregðu gætir í upplýsingaflæði og margir telja skort á sam- ráði um stefnumótun. Almenn ánægja er með starf og starfsöryggi og starfsanda á eigin deildum. Hins vegar virðist skorta á starfsanda á sjúkrahúsinu í heild. Almenn starfsánægja er mest meðal lækna og meðal þeirra er einnig mest ánægja með starfsanda. Alíka fjölmennir hópar voru sammála og ósam- mála sameiningunni en meirihluti taldi markmið, stefnu og framtíðarsýn sjúkrahússins óskýr. Um helmingur svarenda í könnuninni taldi áherslu á kennslu og rannsóknir of litla og var meirihluti lækna á þeirri skoðun. Þau atriði sem ef til vill eru markverðust í þessum niðurstöðum og skjóta styrkum (sic) stoðum undir framhaldið eru: a) mikil starfsánægja og b) skortur á skýrri stefnumótun og framtíöarsýn." í samantekt skýrslunnar segir ennfremur að rúm- lega 80% lækna telji sig ekki hafða með í ráðum um stefnumótun og að fæstir (um 20-30%) telji sig fá nægar upplýsingar frá yfirstjórn og sviðsstjórum. Langflestir (85%) telja þjónustu góða. Flestir (60%) töldu að illa hafi verið staðið að sameiningu sjúkra- húsanna. Um 90% starfsfólks er ánægt með starf sitt, en aðeins 30% eru ánægðir með starfsanda almennt á spítalanum. Flestir eru sagðir ánægðir með starfs- og atvinnuöryggi sitt, en hvorki er hægt að sjá hve margir né hversu ánægðir þeir voru með starfsör- yggið. Varla er almenn ánægja með starfsöryggið um þessar mundir ef marka má fréttir af stjórnun og niðurskurði að undanförnu. í rannsókn læknaráðs Landspítala og Vinnueftir- litsins á vinnu og vinnumhverfi lækna, sem 59% lækna spítalans tóku þátt í, kom fram að tæplega þrír af hveijum fjórum töldu væntingar sínar til læknis- starfsins hafa gengið eftir í vinnu með sjúklingum og sjö af hverjum tíu töldu sig búa við mikið starfsör- yggi. Vinnuálagið var mikið og aðeins 2% fengu hálf- tíma matarhlé í hádeginu flesta daga. Tæpur helm- ingur læknanna fór með verkefni heim einu sinni eða oftar í viku og 78% sögðust hafa mætt veikir í vinnu á síðasta ári. Stór hópur lækna sem einungis vinnur á spítalanum skilar meira en 50 stundum á viku utan vakta. Langflestir voru að jafnaði sáttir við gæði þjónustunnar sem þeir veittu sjúklingum. Aðeins rúmur þriðjungur taldi sig geta haft áhrif á mikilvæg- ar ákvarðanir um starf sitt og starfsumhverfi. Rúmur helmingur læknahópsins hafði hugleitt að hætta í starfi vegna óánægju. Níu af hverjum tíu stunduðu einhverja kennslu innan spítalans, en helmingi þeirra fannst þeir hvorki fá tíma né aðstöðu til að sinna henni og langflestir sögðu að ekki væri gert ráð fyrir tíma til að sinna fræðilegum rannsóknum. Meirihluti læknanna (65%) var óánægður með stjóm spítalans og aðeins 13% voru ánægðir eða frekar ánægðir með hana; 54% voru sjaldan eða aldrei ánægðir með upplýsingaflæði frá stjórninni. Rúmlega 80% töldu þátttöku lækna í stjórn spítalans ónóga og að áhrif læknaráðsins á stjórnun væru of lítil (www.vinnu- eftirlit.is). Lokaorð Sameining spítalanna var knúin fram með sveltistefn- unni. Fjárveitingavaldið og margir sem ekki þekktu nægjanlega til starfsins inni á sjúkradeildunum héldu að hægt væri að spara útgjöld með sameiningunni. Ymsir læknar trúðu því að með sameiningu mætti bæta þjónustu við sjúklinga og nemendur og auka fræðilegar rannsóknir. Engin gögn sýna að þjónusta við sjúklinga hafi batnað eða faglegur styrkur aukist. Enn ætlar fjárveitingavaldið að nota sveltistefn- una til að knýja fram einhverjar breytingar í von um að spara útgjöld. Valdhafarnir hafa ekki sagt hveiju eigi að breyta eða hvernig og því ætlar stjórn spítal- ans að skera niður þjónustu og draga úr kennslu og rannsóknum. Núverandi landlæknir og ríkisendur- skoðandi voru talsmenn sameiningar og telja að ekki sé enn fullreynt, þrátt fyrir að niðurstöður úttektar beggja sýni að tilraunin með sameiningu sjúkrahús- anna hafi mistekist. Sagt hefur verið að erfitt sé að læra af eigin reynslu og vonlaust að læra af reynslu annarra. En er ekki kominn tími til að við lærum af eigin reynslu? Læknablaðið 2004/90 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.