Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / D - V ÍTA M f N B Ú S K A P U R
lengd 290-315 nm) og er sólarljós því langmikilvæg-
asta uppspretta D-vítamíns. Húðin getur undir viss-
um kringumstæðum séð okkur fyrir 80-100% af D-
vítamínþörfum okkar (1, 4) en einnig fáum við D-
vítamín úr fæðu. D-vítamínþörf úr fæðu er mismun-
andi eftir löndum og legu á jarðkringlunni og því nauð-
synlegt að rannsaka D-vítamínbúskap í hverju landi
fyrir sig. Núgildandi ráðlögð neysla D-vítamíns á Is-
landi er 10 míkrógrömm (pg) á dag fyrir börn, ung-
linga og fólk eldra en 60 ára en 7 pg fyrir fólk á miðj-
um aldri (5).
Algengustu orsakir D-vítamínskorts eru skortur á
sólarljósi og/eða skortur á D-vítamíni í fæðu en það
er helst að finna í sjávarfangi, eggjum og lifur en einn-
ig þar sem því er bætt út í fæðu en hér á íslandi er það
til dæmis smjörlíki, Dreitill, Fjörmjólk og ýmsar teg-
undir morgunkorns (6). Beinkröm (rickets) í börnum
og beinmeyra (osteomalacia) í fullorðnum eru alvar-
legustu afleiðingar D-vítamínskorts (7). Afleiðingar
truflunar á D-vítamínbúskap geta komið fram löngu
áður en bein merki um áðurnefnda sjúkdóma koma
fram (7, 8). Þetta hefur almennt verið viðurkennt og
hefur styrkur 25(OH)D í sermi verið notaður sem
mælikvarði á eðlilegan D-vítamínbúskap (9,10). Til
að verða virkt þarf D-vítamín að gangast undir tvö
efnahvörf. í lifur myndast 25(OH)D (calcidiol) og í
nýrum myndast l,25(OH)D sem er hið virka form D-
vítamíns.
Á síðustu árum hefur þannig verið sýnt fram á
tengsl vægari D-vítamínskorts við beinþynningu hjá
eldra fólki valdandi hækkun á kalkhormóni og auknu
beinniðurbroti (2, 7, 11, 12). Pá hefur verið bent á
tengsl D-vítamínskorts við minnkaðan vöðvakraft og
auknar líkur á byltum (13). Einnig er líklegt að verk-
un D-vítamíns skipti máli fyrir ýmsa aðra líkamsstarf-
semi, meðal annars ónæmiskerfið (14-16).
Skilgreining á eðlilegum neðri mörkum á styrk
25(OH)D í sermi eru nokkuð mismunandi eftir rann-
sakendum og löndum en hafa verið talin vera á bilinu
20-37,5 nmól/1 (10). Styrkur PTH (primary hyper-
parathyroidism hefur nýlega einnig verið notaður sem
mælikvarði á D-vítamínskort þar sem miðað er við
að seyting PTH sé í lágmarki við æskilegan styrk
25(OH)D (17,18).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árstíða-
bundnar sveiflur á D-vítamínbúskap Islendinga á aldr-
inum 30-85 ára og meta með mælingum á D-vítamín-
inntöku, hversu miklu máli mataræði skipti í D-vítamín-
búskapnum. Með því að skoða samband 25(OH)D og
PTH var ætlunin að finna æskilegan styrk 25(OH)D í
sermi og áætla æskilega D-vítamínneyslu út frá því.
Rannsóknarhópur og aðferðir
Úrtak
Slembiúrtak var tekið úr íbúaskrám Reykjavíkur og
nágrannasveitarfélaga og þátttakendur valdir úr ár-
göngum fæddum árin 1916-1961 með fimm ára milli-
bili, alls 10 árgangar. Upprunalega endurspeglaði úr-
takið því aldurinn 40-85 ára, 144 konur í hverjum ár-
gangi og 96 karlar. Ári síðar var bætt við 144 körlum
og 96 konum sem fædd voru árið 1972 og var þeim
skipt niður á þá 12 mánuði rannsóknarinnar sem eftir
voru. Heildarúrtak var því 2640 einstaklingar á ald-
ursbilinu 30-85 ára. Ástæða þess að fleiri konur en
karlar voru í úrtakinu var sú að gert var ráð fyrir því
að fleiri konur yrðu útilokaðar frá öðrum hlutum rann-
sóknarinnar, til dæmis vegna notkunar hormónalyfja
sem áhrif gætu haft á sumar niðurstöður en í þessari
rannsókn voru allir teknir með. Rannsóknin stóð frá
byrjun febrúar 2001 til loka janúar 2003 og spannar
því samtals tveggja ára tímabil. Þeir einstaklingar
sem voru útilokaðir frá þátttöku í rannsókninni voru
barnshafandi konur, konur með barn á brjósti og út-
lendingar með skammtímadvöl á Islandi, en jafn-
framt þeir sem reyndust brottfluttir (alls 330). Einnig
voru þátttakendur með kalkvakaóhóf (PTH >65
pmól/1 og jónað kalsíum >1,30 mmól/1) útilokaðir þar
sem sá sjúkdómur raskar eðlilegum tengslum
25(OH)D og PTH (alls 21 einstaklingur). Rannsókn-
in var framkvæmd með samþykki Persónuverndar og
Vísindasiðanefndar.
Almennur spurningalisti
Send var út skrifleg þátttökubeiðni með reglubundnu
millibili (mánaðarlega) og þeir sem svöruðu játandi
varðandi þátttöku fengu sent annað bréf ásamt
spurningalista þar sem rneðal annars var spurt um
heilsufarssögu, notkun lyfja og bætiefna. Við komu
var farið í gegnum spurningalistann og aðstoð veitt
við útfyllingu þar sem þess var þörf.
Könnun á kalk- og D-vítamínneyslu
Stuðst var við staðlaðan spurningalista frá Manneld-
isráði um mataræði sem hannaður var með það að
markmiði að meta neyslu valinna næringarefna,
meðal annars D-vítamíns og kalks. Listinn tekur því
nákvæmar til þeirra fæðutegunda sem vega þyngst í
neyslu Islendinga á þessum næringarefnum, til dæmis
mjólkurvara, fisks og lýsis (12). Islenski gagnagrunn-
urinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) (19) var
lagður til grundvallar við útreikninga ásamt upp-
skriftagrunni Manneldisráðs. Svör þátttakenda voru
skönnuð inn á tölvu og reikniforrit Manneldisráðs
ICEFOOD var notað til útreikninga á fæðu og nær-
ingarefnum. Síðustu þrír mánuðir eru hafðir í huga
við útfyllingu listans og niðurstöður eru birtar sem
meðaltalstölur yfir neyslu næringarefna dag hvern á
því tímabili.
Sólskinsstundir
Fjöldi sólskinsstunda var fenginn frá Veðurstofu ís-
lands fyrir rannsóknartímabilið til að gefa mynd af
áhrifum sólarljóss á D-vítamínbúskap.
30 Læknablaðið 2004/90