Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR / KÖNNUN Á MATARÆÐI Umræða Við mat á gildi Spurningalista Manneldisráðs Islands var notast við lífefnafræðilegar mælingar í blóði og þvagi. Sýndu þær að spurningalistinn metur réttilega C-vítamín-, kalíum- og grænmetisneyslu, og er einnig mælikvarði á próteinneyslu. Áður hefur verið sýnt að spurningalisti Manneldisráðs er góður mælikvarði á D-vítamínneyslu (19) og neyslu ýmissa fitusýra (20). í erlendum rannsóknum á gildi mismunandi spurn- ingalista lil að meta næringarinntöku hefur oftast verið stuðst við aðrar aðferðir, svo sem sjö daga skrán- ingu á mataræði (21), en sjaldnar lífefnafræðilegar mælingar á blóðvökva eða þvagi (14). Gallinn við að bera saman tvær mismunandi aðferðir til að kanna mataræði felst í því að þá er ekki unnt að komast hjá þeim möguleika að báðar aðferðir búi yfir sömu skekkjunni. í þessari rannsókn er stuðst við lífefna- fræðilegar mælingar í blóði og þvagi og er því óhætt að segja að vandað hafi verið til verksins og að niður- stöðurnar gefi góða mynd af gildi aðferðarinnar. í erlendum rannsóknum hefur sést góð fylgni milli C-vítamínstyrks í blóði og sjö daga skráningar á mat- aræði (14), en styrkur fylgninnar er minni ef borið er saman við spurningalista (22). Þeir fylgnistuðlar sem sáust í þessari rannsókn bæði milli C-vítamíninntöku og C-vítamínstyrks í blóði og neyslu á grænmeti og C- vítamínstyrks í blóði eru allgóðir, sérstaklega ef tekið er tillit til að spurningalistinn er hannaður til að meta tíðni á neyslu einstakra fæðutegunda, en það magn sem neytt er, er aðeins metið útfrá myndum. Niður- stöðurnar benda sterklega til þess að spumingalistinn sem þróaður var af Manneldisráði íslands sé góður mælikvarði á C-vítamínneyslu og grænmetisneyslu einstaklinga. Þátttakendum í rannsókninni voru ekki gefnar neinar leiðbeiningar um að hætta töku bætiefna með- an á rannsóknartímanum stóð. Sumir tóku inn bæti- efni en aðrir gerðu það ekki. Aðeins fékkst fylgni milli C-vítamínneyslu og C-vítamínstyrks í blóði ef tekið var tillit til bætiefnainntöku. Þetta kemur ekki á óvart þar sem C-vítamín er oft tekið í stórum skömmtum og hefur því auðsjáanlega áhrif á styrk C- vítamíns í blóði einstaklinga. Einn af styrkleikum spurningalista Manneldisráðs felst því í spurningum um töku bætiefna og fást því mjög góðar upplýsingar um heildarnæringarefnainntöku einstaklinga og þar með C-vítamínneyslu. Beta-karótín í blóði var ekki tengt neyslu á beta- karótíni, en fylgni sást milli neyslu á lauk, púrru og hvítlauk og styrks beta-karótíns í blóði. Hins vegar var þessi einstaki flokkur af grænmeti sterkt tengdur öðrum flokkum af grænmeti svo og ávöxtum sem bendir til þess að einstaklingar sem neyta mikils grænmetis neyti einnig ávaxta í talsverðu magni. í er- lendum rannsóknum hefur beta-karótínstyrkur í blóði ekki alltaf verið tengdur neyslu á beta-karótínríkum matvælum (23,24). Ástæðu þessa mætti rekja til þeirr- ar staðreyndar að margir þættir hafa áhrif á aðgengi- leika (,,bioavailability“) beta-karótíns (24). í erlend- um rannsóknum er fylgni milli beta-karótíns í fæði og blóði ekki eins sterk og fyrir C-vítamín (22) og reynd- ar hefur beta-karótín í fæðu meiri fylgni við alfa- karótínstyrk í blóði heldur en beta-karótínstyrk, en alfa-karótín var ekki mælt nú. Mælingar á natríum og kalíum í þvagi eru góðar aðferðir til að meta gildi aðferða þar sem úlskilnaður endurspeglar vel neysluna (25). í þessari rannsókn fékkst mjög góð fylgni milli kalíumneyslu og kalíum- útskilnaðar sem er merki um að spurningalistinn sé góður mælikvarði á kalíumneyslu. Hins vegar sýnir rannsóknin að spurningalistinn er ekki góður mæli- kvarði á natríum (salt) neyslu. Listinn metur ekki salt sem notað er við matargerð og út á mat eftir að hann er kominn á borð, en líklega er dreifingin í slíkri notkun mikil. í rannsóknum þar sem áhersla er lögð á saltneyslu ætti því að leitast við að nota annað tæki en spurningalista Manneldisráðs íslands. Sá hópur sem tók þátt í þessari rannsókn var fólk á aldrinum 23-47 ára (meðalaldur 36 ± 6 ár). Niður- stöðurnar ættu því að gefa góða mynd af gildi spurn- ingalistans til að meta mataræði fullorðinna einstak- linga á þessu aldursbili. Það má þó ætla að svipaðar niðurstöður hefðu fengist ef rannsóknin hefði verið framkvæmd í öðru þýði fullorðinna einstaklinga. Niðurstöðurnar sýndu að spurningalistinn er góð- ur mælikvarði á próteinneyslu hópa þar sem virkilega góð samsvörun fékkst milli köfnunarefnisneyslu og köfnunarefnisútskilnaðar. Niðurstöðumar eru ánægju- legar í ljósi þess að mikil próteinneysla er meðal sér- kenna íslensks mataræðis og hefur það mikið gildi að geta notað eins einfalda aðferð og spumingalistinn er til að meta próteininntöku. Ut frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að spurningalisti Manneldisráðs íslands sé góður mæli- kvarði á C-vítamín- og kalíuminntöku og neyslu á grænmeti. Það gefur einnig mynd af próteinneyslu, en ekki ætti að nota það til að meta neyslu á natríum (salti) í fæðu. Þakkir Höfundar þakka Margaret Ospina fyrir aðstoð við gagnasöfnun, Melkorku Árnýju Kvaran og Salome Elínu Ingólfsdóttur fyrir hjálp við mælingar á köfn- unarefni í þvagi og við undirbúning gagnavinnslu. Önnu Sigríði Ólafsdóttur og Hólmfríði Þorgeirsdótt- ur fyrir að skanna spurningalistann og að reikna út fæðuinntöku. Auk þess viljum við þakka starfsfólki rannsóknastofu Landspítala fyrir gott samstarf. Verkefnið var kostað af fjárveitingu og styrkjum til rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla ís- lands og Landspítala. Vísindasjóður Rannsóknarráðs íslands og Nýsköpunarsjóður námsmanna styrktu verkefnið, auk landbúnaðarráðuneytis, Markaðs- 40 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.