Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA (17). í könnun á högum þeirra sem urðu öryrkjar á íslandi árið 1997 reyndust 45,1% þátttakenda ein- hvern tíma hafa verið atvinnulausir, þar af 35,2% á undanfömum fimm árum (18). I Svíþjóð hefur stór hluti öryrkja einnig verið atvinnulaus áður en sótt var um örorkubætur (14). Atvinnuleysi hefur verið um- talsvert á Islandi undanfarinn áratug og mun meira en næstu fjóra áratugi þar á undan (8,19). Þetta ýtir stoð- um undir þá ályktun að breyttar aðstæður á vinnu- markaðnum eigi þátt í auknu algengi örorku. Almannatryggingakerfið á Islandi er einna líkast kerfunum á hinum Norðurlöndunum. Því er eðlilegt að bera tíðni örorku hér saman við tölur þaðan. Þótt algengi örorku hafi aukist mikið á íslandi á undan- förnum sex árum þá er það enn talsvert lægra en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en nokkru hærra en í Danmörku (20-22). Vaxandi tíðni örorku í Noregi og Svíþjóð hefur kallað á sérstakar aðgerðir í þessum löndum, meðal annars með aukinni áherslu á starfs- endurhæfingu og samvinnu almannatryggingakerfis- ins við atvinnulífið (22, 23). Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða slíkar lausnir hér á landi. Örorka á íslandi var í desember 2002 talsvert al- gengari hjá konum en körlum. Þetta er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á íslandi (6, 24, 25) og tölur frá hinum Norðurlöndunum (20). Mesti munur- inn á milli kynjanna var í Bolungarvík, þar sem ör- orka var þrefalt algengari hjá konum en körlum, en munurinn var einnig mikill í Sandgerði, Grindavík, Reykjanesbæ og á Siglufirði. Þörf er á að kanna hvers vegna örorka er algengari hjá konum en körlum. í desember 1996 var örorka marktækt algengari hjá báðum kynjum á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. I desember 2002 var algengi örorku hins vegar orðið hærra á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæð- inu hjá konum. Við nánari skoðun á örorku í einstök- um byggðarlögum reyndist örorka í desember 2002 algengust í þremur sveitarfélögum á Norðurlandi, það er Akureyri, Siglufirði og Ólafsfirði. Þetta má sennilega rekja til þess að á þessu landssvæði hefur atvinnuleysi verið tiltölulega mikið (8,19). Fyrir gild- istöku örorkumatsstaðals haustið 1999 átti að taka tillit til félagslegra aðstæðna umsækjenda við örorku- mat, þar á meðal aðstæðna í heimabyggð, en eftir gildistöku staðalsins hefur einungis átt að taka tillit til skertrar færni af völdum sjúkdóma eða fötlunar. Því kemur á óvart að á milli áranna 1996 og 2002 hefur orðið hlutfallsleg aukning á örorku á landsbyggðinni, miðað við höfuðborgarsvæðið. Aukið atvinnuleysi undanfarin ár á væntanlega sinn þátt í aukinni örorku utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfsgetu eru ekki eins fjöl- breytt á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega meira er af yngri öryrkjum (yngri en 40 ára) og minna af eldri öryrkjum á Islandi en á hin- um Norðurlöndunum (20-22). Þetta má rekja til þess að í þessum löndum hafa örorkubætur beinlínis verið notaðar til að rýma til á vinnumarkaði, en á íslandi hefur atvinnuþátttaka í eldri aldurshópum verið hærri en í þessum löndum (13). Á hinum Norður- löndunum er nú verið að reyna að snúa þessari þróun við og auka atvinnuþátttöku eldri aldurshópanna (20). Ef horft er til fyrstu sjúkdómsgreiningar á örorku- mati sem meginforsendu örorku, þá eru algengustu forsendur örorku á íslandi í desember 2002 geðrask- anir og stoðkerfisraskanir. Niðurstöður frá Noregi, Svíþjóð og Stóra-Bretlandi eru sambærilegar (21,22, 26). Á Islandi hefur algengi örorku vegna geðraskana aukist verulega hjá báðum kynjum frá því árið 1996 og geðraskanir eru algengasta orsök örorku. Því væri vert að skoða örorku vegna geðraskana nánar. Heimildir 1. Lög um almannatryggingar nr. 117/1993. 2. Baldursson H, Jóhannsson H. Nýr staðall fyrir örorkumat á fslandi. Læknablaðið 1999; 85; 480-1. 3. Thorlacius S. Breytt fyrirkomulag örorkumats á fslandi og starfræn endurhæfing á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Læknablaðið 1999; 85: 481-3. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H. Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals. Læknablaðið 2001; 87:721-3. 5. Staðtölur almannatrygginga 2002. Tryggingastofnun ríkisins 2003: 47-8. 6. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 7. Intemational Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems. Tenth revision. World Health Organization, Geneva, 1994. 8. Heimasíða Hagstofu íslands www.hagstofa.is 9. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford Uni- versity Press, 1995. 10. Anders Ahlbom. Biostatistik för epidemiologer. Lund. Studentlitteraturen, 1990. 11. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S, Rafnsson V. Breytingar á algengi örorku á íslandi 1976-1996. Læknablaðið 2001; 87: 205-9. 12. Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S, Rafnsson V. Changes in the prevalence of disability pension in lceland 1976-1996. Scand J Public Health 2002; 30:244-8. 13. Ólafsson S. íslenska leiðin. Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum samanburði. Reykjavík: Tryggingastofnun rtkis- ins - Háskólaútgáfan. 1999. 14. Selander J, Marnetoft SU, Ekholm J, Bergroth A. Unemploy- ment among the long-term sick. Eur J Phys Med Rehabil 1996; 6:150-3. 15. Jónsdóttir GA, Ólafsson S. Atvinnulausir á íslandi 1993. Fé- lagsvísindastofnun Háskóla íslands, 1993. 16. Marnetoft SU, Selander J, Bergroth A, Ekholm J. Unem- ployed long-term sicklisted people in rural Jamtland com- pared with circumstances in the city of Stockholm, Sweden. Work 1998; 10:3-8. 17. Lidwall U, Thoursie PS. Sjukfránvaro och förtidspension - en beskrivning och analys av utvecklingen under de senasta de- cennierne. Riksförsákringsverket, Stokkhólmi, febrúar 2000. 18. Thorlacius S, Stefánsson SB, Jónsson FH, Ólafsson S. Social circumstances of recipients of disability pension in Iceland. Disability Medicine 2002; 2:141-6. 19. Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Hagstofa íslands 1997. 20. Social Protection in the Nordic Countries 2000. Scope, expen- diture and financing. Nordic Social-Statistical Committee, 8, Copenhagen 2002. 21. Folketrygden - Nokkeltall 2002. Rikstrygdeverket, Ósló janú- ar 2003. 22. Heimasíða Riksförsákringsverket, Stokkhólmi www.rfv.se 23. Heimasíða Tryggingastofnunar Noregs www.trygdeetaten.no 24. Guðnason S. Disability in Iceland. Reykjavík 1969. 25. Sæmundsson J. Orsakir örorku á íslandi. Árbók Trygginga- stofnunar ríkisins 1943-1946. Reykjavík 1951. 26. Incapacity Benefit and Severe Disablement Allowance. Quar- terly Summary Statistics. Department for Work and Pensions, London nóvember 2002. Læknablaðið 2004/90 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.