Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKA Table VI. Standardized risk ratio (SRR) and 95% confidence intervals (Cl) for full dis- ability pension (assessed disability at least 75%) in 1996 and 2002 accor- ding to selected main groups of diseases (ICD)' Groups of diseases Females Males SRR 95% Cl SRR 95% Cl Infections 1.48 (0.93 to 2.33) 1.66 (1.00 to 2.74) Malignant neoplasms 0.74 (0.58 to0.93) 0.67 (0.51 to 0.88) Endocrine, nutritional and metabolic diseases 1.04 (0.82 to 1.31) 0.70 (0.52 to 0.94) Mental and behavioural disorders 1.62 (1.51 to 1.74) 1.87 (1.73 to 2.02) Diseases of the nervous system and sense organs 1.28 (1.13 to 1.46) 1.59 (1.38 to 1.84) Diseases of the circulatory system 0.74 (0.64 to0.86) 1.41 (1.21 to 1.64) Diseases of the respiratory system 1.00 (0.82 to 1.23) 0.48 (0.37 to 0.63) Diseases of the digestive system 1.49 (1.01 to 2.19) 0.52 (0.29 to 0.94) Diseases of the skin and subcutaneous tissue 0.68 (0.50 to 0.91) 0.22 (0.14 to 0.35) Diseases of the musculoskeletal system and connective tissue 2.10 (1.94 to 2.26) 1.16 (1.04 to 1.30) Congenital mal/deformations and chromosomal abnormalitites 0.79 (0.63 to 0.98) 1.07 (0.85 to 1.34) Injuries 1.37 (1.15 to 1.64) 2.59 (2.11 to 3.18) Other diagnoses 0.99 (0.79 to 1.25) 0.88 (0.63 to 1.25) All diseases 1.44 (1.39 to 1.50) 1.39 (1.33 to 1.46) * International Classification of Diseases (7). körlum hjá þeim sem metnir voru annaðhvort til hærra eða lægra örorkustigsins). Tafla VI sýnir aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir þá sem metnir hafa verið til hærra örorkustigsins (að minnsta kosti 75% örorku) milli áranna 1996 og 2002 vegna allra sjúkdómsgreininga og vegna nokkurra aðalgreiningarflokka samkvæmt Hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá (7). Pegar litið er á alla sem metnir hafa verið til hærra örorkustigsins varð aukning hjá báðum kynjum, þar sem aldursstaðlaða áhættuhlutfallið er 1,44 fyrir konur og 1,39 fyrir karla og 95% öryggismörkin innihalda ekki einn heilan, þannig að um er að ræða tölfræðilega marktækar niðurstöður á fimm prósent stigi. Marktæk aukning varð hjá báðum kynjum á örorku vegna geðraskana, stoðkerfisraskana, sjúkdóma í taugakerfi og skynfær- um og slysa og hjá körlum vegna hjartasjúkdóma. Marktæk minnkun varð á örorku hjá báðum kynjum vegna krabbameins og húðsjúkdóma, hjá körlum vegna innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma og sjúkdóma í öndunarfærum og meltingarfærum og hjá konum vegna hjartasjúkdóma og meðfæddra vandamála. Þegar skoðað er aldursstaðlað áhættuhlutfall fyrir alla öryrkja (metna til 50%, 65% eða að minnsta kosti 75% örorku) milli áranna 1996 og 2002 kemur í ljós marktæk aukning á algengi örorku, þar sem ald- ursstaðlaða áhættuhlutfallið er 1,27 fyrir bæði konur og karla og 95% öryggismörkin innihalda ekki einn heilan (eru 1,23 til 1,32 fyrir konur og 1,22 til 1,33 fyrir karla). Breytingar fyrir einstaka sjúkdóma- flokka eru hliðstæðar þeim breytingum sem sjást þegar einungis er horft á þá sem metnir hafa verið til að minnsta kosti 75% örorku, en hér eru áhættuhlut- föllin lægri. Umræða Frá 1. desember 1996 til 1. desember 2002 jókst al- gengi örorku á íslandi úr 4,8% í 6,2%, þar af hærra örorkustigsins úr 4,0% í 5,8%. Aldursstöðlun er hefðbundin grundvallaraðferð til þess að leiðrétta skekkjur við samanburð þegar aldursdreifing er ekki eins í samanburðarhópum (10). Pcgar tekið hefur verið tillit til fólksfjölda og breyttrar aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar með aldursstöðlun reynist hafa orðið marktæk aukning á örorku hjá bæði konum og körlum á þessum sex árum, hvort heldur litið er til hærra örorkustigsins eins eða beggja örorkustiganna samanlagt. Líklegt er að þessa aukningu megi eink- um rekja til breyttra forsendna örorkumats með til- komu örorkumatsstaðals og breyttra aðstæðna á vinnumarkaði. Örorkumatsstaðallinn er sóttur til Stóra-Bret- lands. Við samanburð á niðurstöðum örorkumats fyrir og eftir gildistöku staðalsins hér á landi kom í ljós að martæk fjölgun hafði orðið á konum sem metnar höfðu verið til hærra örorkustigsins eftir til- komu örorkumatsstaðalsins (4). Fjölgunin varð hjá konum eldri en 30 ára með stoðkerfisraskanir (eink- um mjúkvefjaraskanir). Ekki varð hins vegar mark- tæk breyting á heildarfjölda nýrra öryrkja (þeim sem fengu metið annaðhvort hærra eða lægra örorkustig- ið). Þessi rannsókn á nýgengi örorku náði aðeins fram til loka árs 2000, en núverandi rannsókn á al- gengi örorku allt til desember 2002. Nú er komin fram marktæk aukning hjá báðum kynjum á bæði hærra örorkustiginu og báðum stigunum samanlagt. Þessi aukning er mun meiri en gert var ráð fyrir að kæmi fram eftir gildistöku örorkumatsstaðalsins. Aukninguna má sennilega að einhverju leyti rekja til mismunandi beitingar staðalsins hér og í Stóra-Bret- landi. Þar hefur mun stærri hluti umsækjanda verið boðaður í viðtal og skoðun hjá lækni á vegum trygg- ingastofnunarinnar heldur en hér, þannig að mats- ferlið hefur þar verið hlutlægara. Frá og með mars 2003 hefur hins vegar verið mun algengara en áður hér á Islandi að umsækjendur um örorkubætur séu boðaðir í viðtal og skoðun hjá lækni. Forvitnilegt verður að sjá hvort það kemur til með að hafa áhrif á tíðni örorku hér. Þegar kreppir að á vinnumarkaði með aukinni samkeppni, auknum kröfum um vinnuafköst og auknu atvinnuleysi má búast við að þeir sem hafa skerta vinnufærni vegna afleiðinga sjúkdóma og fötlunar detti fyrr út af vinnumarkaðnum en aðrir og sæki þá um örorkubætur (6,13,14). Auk þess ýtir atvinnuleysi undir heilsubrest, sérstaklega andlegan heilsubrest (14-16). í Svíþjóð hefur vaxandi tíðni örorkulífeyris meðal annars verið tengd vaxandi tíðni atvinnuleysis 24 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.