Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / KÖNNUN Á MATARÆÐI
Tafia 1. Styrkur C-vítamíns og beta-karótíns í blóði og 24 klukkustunda útskilnaöur natríums (Na) og kalíums (K) ásamt neyslu ákveöinna vítamína og matvæla.
N Meóaltal Staöal- frávik % 10 25 50 75 90
Aldur 92 35,9 5,6 28,0 32,0 36,0 39,8 44,0
LÞS* (kg/mJ) 92 25,4 4,3 20,8 22,3 24,7 27,6 31,0
C-vítamín í blóði, mmól/L 89 52,52 19,37 28,40 37,45 51,30 67,95 75,40
Beta-karótín í blóði, mmól/L 91 0,34 0,26 0,15 0,19 0,29 0,39 0,56
Na í þvagi, mmól/24 klst. 88 157,3 61,1 82,9 114,25 147,5 192,75 242,3
KI þvagi, mmól/24 klst. 88 59,8 22,1 35,9 46,0 56,0 69,0 96,0
Neysla samkvæmt tíóniskema
Beta karótíninntaka (án bætiefna), mcg 84 936 548 397 546 825 1122 1623
Beta-karótín inntaka (meö beetiefnum), mcg 84 985 696 397 546 840 1146 1839
C-vítamín inntaka (án bætiefna), mg 84 89 50 30 46 83 117 156
C-vítamín inntaka (með bætiefnum), mg 84 189 167 47 87 129 224 507
Hreinn ávaxtasafi, g/dag 84 96 105 2 22 36 179 250
Ferskir ávextir, g/dag 84 122 101 31 52 84 163 286
Kartöflur (soðnar/bakaöar), g/dag 84 79 76 13 20 50 100 150
Gulrætur og rófur, g/dag 84 14 19 1 3 9 17 43
Kál, g/dag 84 11 14 1 3 5 17 25
Laukur, púrra og hvítlaukur, g/dag 84 8 6 2 3 9 9 18
Tómatar, gúrka, paprika og salat, g/dag 84 35 30 6 10 29 57 80
* LÞS - Líkamsþyngdarstuöull.
Niðurstöður
I töflu I má sjá meðaltöl fyrir blóð- og þvagmælingar
auk meðalneyslu næringarefna og fæðutegunda sam-
kvæmt spurningalistanum. Meðalneysla af ávöxtum
og grænmeti (ávaxtasafi og kartöflur meðtaldar) var
365 ± 185 g/dag. Konur neyttu meira af C-vítamíni en
karlar ef bætiefni voru reiknuð með (224 ± 188 mg/
dag á móti 125 ± 90 mg/dag hjá körlunum, P=0,010),
en annar kynjamunur sást ekki.
Fylgni var milli C-vítamínstyrks í blóði og C-víta-
mínneyslu ef tekið var tillit til bætiefnainntöku (r=
0,294, P=0,008). Þar sem kyn, aldur og líkamsþyngd-
arstuðull getur haft áhrif á C-vítamínstyrk í blóði var
sambandið milli neyslu og styrks í blóði einnig kann-
að með línulegri aðhvarfsgreininu þar sem leiðrétt var
fyrir ofangreindum þáttum. Leiðrétting hafði ekki
áhrif á sambandið. Ekki var fylgni milli C-vítamín-
styrks í blóði og C-vítamínneyslu ef ekki var reiknað
með því C-vítamíni sem kom úr bætiefnum. Fylgni
var milli C-vítamínstyrks í blóði og neyslu af tóm-
ötum, gúrkum, papriku og salati (r=0,231, P=0,039),
og einnig ef allt grænmeti var sett saman í einn flokk
(r=0,291, P=0,009). Neysla grænmetis og ávaxta-
flokkanna var mjög sterkt tengd innbyrðis (P<0,001).
Ekki var fylgni milli beta-karótíns í blóði og beta-
karótínneyslu, hvort heldur sem var með bætiefnum
eður ei. Hins vegar sást fylgni milli beta-karótíns í
blóði og neyslu á lauk, púrru og hvítlauk (r=0,240,
P=0,032) sem aftur var mjög sterkt tengd neyslu á
ferskum ávöxtum, gulrótum og rófum, káli og tómöt-
um, gúrku, papriku og salati (P<0,005).
19 af 88 þátttakendum höfðu PABA útskilnað
sem var <85% af því sem tekið var inn og voru þeir
K úts 140 - kilnaður (mmól á sólarhring) ♦
♦ ♦ ^ ♦♦
♦ ♦ ♦ ♦*
60 ^ % - * * ♦ ♦ ♦ 9 . Æ ♦♦ 4
•• r? í a ^
♦ T • “
i i i i i i i ) 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 K inntaka (mg á dag)
útilokaðir við úrvinnslu á þvaggildum (natríum, kalí-
um og köfnunarefni). Mynd 1 sýnir samband milli kal-
íuminntöku og kalíumútskilnaðar (r=0,452, P<0,001).
Ekki var samband milli natríumneyslu og natríumút-
skilnaðar. Meðalneysla af köfnunarefni (N) sam-
kvæmt spurningalistanum var 13,7 g N/dag, sem sam-
svarar 86 g af próteinum á dag. Meðalútskilnaður af
köfnunarefni var 13,9 g N/24 tíma sem er ekki mark-
tækt frábrugðið inntökunni.
Mynd 1. Fylgni (Pearson
Correlation) milli
kalíuminntöku og
kalíumútskilnaðar
(r=0,452, P<0,001).
Læknablaðið 2004/90 39