Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRAMHALDSNÁM HEIMILISLÆKNA Fundur í heilsugœslustöð- inni í Efstaleiti. Fjœrsl stendur Elín Fanney Hjaltalín námslœknir sem var að flytja fyrirlestur en við borðið sitja, talið frá vinstri: Jörundur Krist- insson, Alma Eir Svavars- dóttir kennslustjóri fram- lialdsnáms, Einar Þór Þórarinsson námslœknir, Gunnar Helgi Guðmunds- son yfirlœknir, Katrín Fjeldsted og Elínborg Bárðardóttir. Þau eru öll þátttakendur í kennslu námslœknanna. forstöðu og mun þessi nefnd hefja störf eftir áramót og vinna markvisst að þessari endurskoðun. Auk starfsþjálfunar eru haldnir fyrirlestrar, Bal- int-fundir og ýmsir aðrir fræðslufundir meðan á nám- inu stendur. Þau læra líka að lesa fræðigreinar og undirbúa fyrirlestra. Það eru teymisfundir með hjúkrunarfræðingum og fundir um stjórnun. Þau hafa einnig fengið þjálfun með heimilislæknum við krabba- meinsskoðanir hjá Krabbameinsfélaginu. Einnig læra þau að kenna, hingað koma fyrirlesarar frá út- löndum og það er farið í námsferðir til annarra landa. í starfsnáminu hér í Efstaleiti fylgjast þau með okkur læknunum og við fylgjumst með þeim. Ef það kemur til dæmis sjúklingur til mín sem þarf að fara í smáaðgerð, setja upp lykkju eða fjarlægja blett, þá fylgist námslæknirinn með mér gera það en næsti sjúklingur sem kemur með sama vanda er skráður á námslækninn og þá fylgist ég með honum. Einu sinni í mánuði eru viðtöl þeirra við sjúklinga eru tekin upp á myndbönd með samþykki sjúklings en sérfræðing- ur fylgist með upptökunni í öðru herbergi. Síðan eru viðtölin rædd. Með þessu reynum við að kenna náms- læknunum að öðlast þetta sérstaka heildræna innsæi sem hverjum heimilislækni er nauðsynlegt að hafa. Við lesum einnig yfir samskiptaseðla sem námslækn- arnir fylla út eftir hvert viðtal, spyrjum af hverju þeir gerðu þetta en ekki hitt, hrósunr eða komum með athugasemdir um það sem betur mætti fara. Tvisvar á ári gerum við hér á þessari stöð heildarmat sem allir samstarfsmenn námslæknisins eiga þátt í, ekki bara læknarnir heldur einnig hjúkrunarfræðingar, ritarar og aðrir á stöðinni. Þetta mat er nauðsynlegt bæði fyrir námslækninn og okkur sem erum að kenna hon- um því við verðum að vita hvar hann stendur til þess að geta kennt honum. En það er ekki bara mikilvægt að meta samskipta- hæfni námslæknanna heldur þurfa þeir einnig að öðl- ast vissa færni, svo sem að gera ýmsar aðgerðir, setja upp lykkju, sauma sár og þess háttar eins og fram er komið. Við viljum einnig að þeir kunni gagnreynda læknisfræði, meðferð við háþrýstingi, hvaða lyf á að velja og svo framvegis. En mikilvægast er að þeir öðl- ist rétta viðhorfið sem er að heimilislæknar eru sér- fræðingar í einstaklingnum, ekki í einstökum líffær- um, sjúkdómum eða aldursskeiðum heldur í sjúk- lingnum sjálfum. Þau þurfa að læra að nota tímann sem greiningartæki en panta ekki alltaf rannsóknir strax, þau læra að líta á einstaklinginn heildrænt sem hluta af fjölskyldu og samfélagi." Kennt á mörgum stöðum Námið fer ekki bara fram á stöðinni í Efstaleiti þar sem Alma Eir starfar. Þar eru tveir námslæknar í námi og aðrir tveir sem hafa verið þar í námi en eru nú að taka spítalahlutann og koma því tvisvar í mán- uði í Efstaleitið. Hinir námslæknarnir eru á heilsu- gæslustöðvum í Hafnarfirði, Kópavogi, á Seltjarnar- nesi og við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Nýlega lauk einn námi við heilsugæslustöðina í Garðabæ. A næstunni bætast við stöðvarnar í Árbæ, Efra-Breið- holti, Grafarvogi, Hlíðasvæði, Miðbæ, Mjódd og Lág- múla en mikill áhugi er á kennslu á þessum stöðvum líka og taka þær allar þátt í kennslu kandídata. Þetta kallar á náið samráð kennaranna. „Já, námið er ekki eins alls staðar en við kennararn- ir höfum haldið fundi til að reyna að samræma námið upp að vissu marki. Það mun alltaf verða einhver mun- ur á kennslunni milli stöðva og viljum við gjarnan halda í vissa fjölbreytni. I haust héldum við ráðstefnu með öllum sem hafa áhuga á kennslu í heimilislækn- ingum og var sá fundur mjög gagnlegur. Ég er í hálfu starfi sem kennslustjóri framhaldsnáms í heimilislækn- ingum og hef fengið því framgengt að kennslustjórar hinna stöðvanna geta sinnt námsmatinu í vinnutíman- um og einnig skipulagningu námsins. Menn verða að hafa tíma til að sinna þessum mjög svo mikilvæga þætti og sá tími mun koma margfalt til baka. Mig langar einnig til þess að fara með kennarahópinn til útlanda og læra af því sem þar er gert. Það er vel þekkt í öllum svona prógrömmum erlendis að kennarar fari í þjálfun í tvo til þrjá daga á ári (faculty development). Markmið okkar Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors er að þetta nám fái þá stöðu að enginn geti fengið sérfræðingsviðurkenningu sem heimilislæknir nema að fara í gegnum prógrammið. Að menn þurfi að hafa leiðbeinanda og fái möppu þar sem safnað er saman öllum umsögnum og mati á hæfni hans meðan á náminu stendur. Loks vil ég koma því á að náms- læknar gangast undir próf að loknu náminu." Greinilegt er að áhugi hefur aukist á námi í heim- ilislækningum frá því könnun var gerð meðal lækna- nema fyrir fimm eða sex árum en þá var hann enginn. Nú eru níu stöður námslækna og 10-12 bíða eftir stöðu. Aðsóknin hefur hingað til skipst nokkuð jafnt eftir kynjum þar til núna en það eru mun fleiri karl- kyns umsækjendur um þessar síðustu tvær stöður sem voru auglýstar í desember. 64 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.