Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALI Tómas Helgason Nýlega birtist skýrsla Ríkisendurskoðunar, „Samein- ing sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mat á árangri“ (www. rikisendurskodun.is/files/skyrslur2002). I fréttatilkynn- ingu Ríkisendurskoðunar segir: „I skýrslunni kemur fram að erfitt sé að gefa afdráttarlaus svör við því hvort sameininginn hafi skilað tilætluðum árangri þar sem ekki voru sett fram mælanleg markmið fyrir sam- eininguna. Ljóst sé þó að kostnaðarlega hefur sam- einingin ekki skilað ávinningi en faglega séð hefur hún styrkt spítalann“. Engin gögn koma fram í skýrsl- unni sem styðja fullyrðinguna um aukinn faglegan styrk. I skýrslunni segir: „Þrátt fyrir að markmið samein- ingarinnar hafi ekki verið sett fram með skýrum hætti má lesa eftirfarandi fyrirætlanir úr gögnum sem unn- in voru meðan á aðdraganda hennar stóð: • Gera átti starfsemina skilvirkari og ódýrari. • Auka átti gæði þjónustunnar og ánægju með hana. • Styrkja átti rannsóknir og kennslu innan sjúkrahússins." Þetta er væntanlega úr skýrslu ráðgjafafyrirtækis sem kom á árinu 1997 þar sem m.a. kom fram að hugsanlega væri hægt að fækka um 500 störf og að nýta mætti þá fjármuni sem spöruðust til þróunar og bættrar þjónustu. Hver hefur svo árangurinn orðið? 1) Fagleg áhrif. „Til lengri tíma litið gefur sameining sérgreina kost á markvissari og betri þjónustu við sjúklinga og meiri möguleikum á kennslu og vís- indastörfum“. Engin gögn eru í skýrslunni sem benda til að þetta hafi orðið enn, enda segir á öðr- Höfundur er geölæknir. um stað í skýrslunni: „Breytingar tengdar samein- Breytingar á sjúkrahússþjónustu í Reykjavík 1996-2003 og fjölda koma til sérfræðinga á lækningastofur utan sjúkrahúsa. 1996 2003 (áætlun frá 10 mánuóa uppgjöri) Meðalfjöldi sjúklinga í sólarhringsvist 1.104 775 Legur 36.710 32.300 Legudagafjöldi 408.079 282.000 Dagvistardagar/dagdeildarkomur* 105.152 102.000 Göngudeildaviðtöl 126.000** 200.000 Starfsmenn 4.006 3.891 Rekstrarkostnaður (m.kr.) 21.730*** 26.340 Komurtil sérfræðilækna á læknastofur 398.510 468.153 *Skráningin er ekki sambærileg milli ára, þannig að líklegt er aó komufjöldinn sé svipaóur bæói árin. **Göngudeildaviötöl Landspítala áastluó miöaö vió upplýsingar frá 1989. ***Rekstrarkostnaóur uppreiknaóur meö launavísitölu júnímánaðar 2003. Heimildir: Ársskýrslur Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur 1996. Stjórnunarupplýsingar Landspítala jan.-okt. 2003 (www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/fíles/stju_okt_03/$file/stju_okt_03.pdf). Staðtölur almannatrygginga 2002 (www.tr.is Staðtölur 2002, tafla 2.06). ingunni hafa enn ekki skilað áþreifanlegum um- bótum á kennslu- og rannsóknarþættinum." 2) Afköst fyrir og eftir sameiningu. Ekki hefur enn tekist að auka umfang þjónustu. Legum og legu- dögum hefur fækkað, dag- og göngudeildarþjón- usta hefur aukist lítillega og fjöldi skurðaðgerða er svipaður og fyrir sameiningu. 3) Skilvirkni og kostnaður. „Þrátt fyrir nokkra fækk- un starfsfólks er umfang þeirrar þjónustu sem það skilar svipað“, það er „framleiðni á hvert stöðu- gildi hefur aukist lítillega“. „Hins vegar hefur allur tilkostnaður hækkað svo mikið að minni þjónusta fæst fyrir hverja krónu en áður var“. 4) Gœði þjónustunnar fyrir og eftir sameiningu. „Fyrirliggjandi upplýsingar gefa ekki til kynna að bið eftir þjónustu hafi almennt styst.“ Sjúkrahúsið hefur þó upplýst að staðan hafi batnað á árinu 2003. Lesendum til frekari glöggvunar hef ég tekið sam- an meðfylgjandi töflu sem nær yfir lengra tímabil en skýrsla Ríkisendurskoðunar. Minni sjúklingafjöldi og fækkun legudaga 2003 skýrist að mestu leyti af lokun Vífilsstaða, verulegs hluta Kópavogshælis og öldrunardeildar í Hátúni, auk fækkunar um 70 rúm á geðsviði. Fækkun starfs- manna er ekki eins mikil og taflan gefur til kynna vegna þess að ákveðin verk hafa verið færð í útboð, svarandi til 67 starfsmanna (skv. skýrslu Ríkisendur- skoðunar). Þrátt fyrir 30% fækkun legudaga hefur kostnaður aukist um um rúm 20% á föstu verðlagi og e.t.v. meira vegna þess að launakostnaður er ekki nema um 65% af útgjöldum eins og verið hefur. Á móti kemur að göngudeildaþjónusta virðist hafa auk- ist um nærri 60% og komum til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa hefur fjölgað um 17%. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar hefur orðið óveruleg breyting á fjölda göngudeildarkoma eftir sameininguna, svo að sú aukning sem hér kemur fram hefur orðið áður en sameiningin varð. íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um ca. 10% á þessum árum og öldruðum hefur fjölgað um 12% á landinu. Sigri hrósað þrátt fyrir misheppnaða tilraun Spítalaforstjórinn fullyrðir að vandinn væri meiri án sameiningar og hefur þá eflaust í huga sveltistefnuna, sem rekin var í hans tíð í fjármálaráðuneytinu og virðist nú blómstra á nýjan leik. Líklegra er þó að vandinn væri minni og þjónustan betri ef spítalarnir væru tveir og veittu hvor öðrum aðhald, en hefðu hæfilega samvinnu. Forstjórinn og fjárreiðustjórinn tala bæði um að sjúklingar sem svöruðu könnun sem 54 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.