Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 23

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / ÞROSKI FIMM ÁRA FYRIRBURA 8,19, 66). Þessi íslenska fyrirburarannsókn sýndi að fjórðungur lítilla fyrirbura hefur þroskast vel og er óaðgreinanlegur frá jafnöldrum sínum. Hins vegar er frammistaða hópsins í heild slakari en fullburða samanburðarbarna á helstu þroskaprófum rann- sóknarinnar, WPPSI-R, TOLD-2P og MAP. Mun- urinn á hópunum var mestur í skynhreyfiþroska og verklegum vitsmunaþroska, en minni í málþroska. Ekki var hægt að greina ákveðið þroskamynstur hjá fyrirburunum á WPPSI-R og TOLD-2P. Hins vegar kom fram sérstakt þroskamynstur á MAP sem var frábrugðið mynstri samanburðarhópsins. Það fólst í miklum veikleikum í skynjun og samhæfingu hreyf- inga. Tölfræðilegt samband niðurstaðna þessara helstu þroskaprófa var í samræmi við það sem búast mátti við. Meðalfylgni var milli frammistöðu á mál- hluta WPPSI-R og TOLD-2P og milli verklegs hluta WPPSI-R og MAP. Fylgni milli málhluta WPPSI-R og MAP og milli TOLD-2P og MAP var hins vegar veik. A CBCL spurningalistanum náði hvorugur hóp- urinn viðmiðunarmörkum matstækisins um frávik, en munur kom fram milli hópanna, fyrirburum í óhag. Við fyrstu sýn kom ekki fram það þroskamynstur á WPPSI-R sem búast mátti við hjá fyrirburum í ljósi annarra rannsókna, það er að frammistaða á verklega hluta prófsins væri slakari en á málhlutanum (V<M) (20,21,28). Hins vegar var frammistaða samanburð- arhópsins mun betri á verklega hluta WPPSI-R en þeim mállega, eða tæplega 116 á móti 103. Þetta mis- vægi bendir til þess að þroskamynstrið V<M í fyrir- burahópnum sé til staðar en falið bak við almennt betri frammistöðu íslenskra barna á verklegum hluta WPPSI-R. Til að athuga hvort tilgátan V<M ætti við rök að styðjast var reiknuð út mismunartala milli prófhluta fyrir öll börnin og misvægi milli fyrirbura og samanburðarbarna skoðað. Skýr munur (p=0,004) kom fram þegar hóparnir voru bornir sarnan sem rennir stoðum undir ofangreinda tilgátu. Frávik í málþroska lítilla fyrirbura mældust væg. Fram komu vísbendingar um að fyrirburar standi að baki j afnöldrum, einkum á þeim prófhlutum sem reyna á heyrnrænan skilning og ályktunarhæfni. Hvergi var þó um marktækan mun að ræða milli frammistöðu fyrirbura og samanburðarbarna samkvæmt tölfræði- legum viðmiðum TOLD-2P (31). Rannsóknir erlend- is frá benda til að frávik á þessum sviðum aukist með aldri þegar reynir á flóknari málfarslega færni við bóklegt nám (3,4,19, 67, 68). Sérstakt þroskamynstur kom fram hjá fyrirburum á MAP þroskaprófi. Tölfræðileg greining leiddi í ljós mesta veikleika á þeim prófþáttum sem meta samhæfingu sjónar og hreyfinga, hreyfi- og stöðuskyn, skynúrvinnslu og verklega framkvæmd. Minni munur reyndist milli hópanna tveggja á undirprófum sem reyna á einfaldari skynhreyfiþætti og sjónúrvinnslu (69). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra Table III. Performance on the The Miller Assessment for Preschoolers (MAP). Mean Per- centile Scores, Standard Deviation and Range for ELBW Children and Reference Group. ELBW Reference Group Mean (SD) Range Mean (SD) Range P Total Score 14(13.78) 1-47 45 (22.10) 1-92 <0.001 Foundations Index 12 (15.23) 1-63 39 (22.04) 3-99 <0.001 Coordiantion Index 20 (22.95) 1-99 40(27.12) 1-99 <0.001 Verbal Index 46 (33.71) 7-99 65 (33.90) 7-99 0.011 Non-Verbal Index 52 (33.89) 7-99 67 (29.40) 7-99 0.028 Complex Tasks Index 21 (18.81) 1-50 59 (33.52) 1-99 <0.001 Table IV. Child Behavior Checklist (CBCL). Mean Problem Behavior Score, Standard Deviation and Range for ELBW Children and Reference Group. ELBW Reference Group Mean (SD) Range Mean (SD) Range P Total PB Score 25.06(15.48) 2-62 14.13 (9.08) 0-35 0,001 Withdrawn 1.80 (1.69) 0-6 0.75(1.07) 0-5 0.001 Somatic Complaints 1.11 (1.49) 0-5 0.65 (0.98) 0-5 0.255 Anxious/Depressed 2.20 (2.34) 0-10 1.49(1.94) 0-8 0.094 Social Problems 2.23 (2.05) 0-7 0.69 (0.94) 0-3 <0.001 Thought Problems 0.63(1.19) 0-6 0.22 (0.46) 0-2 0.052 Attention Problems 3.46 (2.64) 0-10 1.47 (1.63) 0-6 <0.001 Delinquent Behavior 0.94 (1.37) 0-6 0.56 (0.89) 0-3 0.177 Aggressive Behavior 8.57 (6.76) 0-22 5.36 (3.80) 0-15 0.053 Total PB Score = Total Problem Behavior Score Table V. Clinical Significance of the Comparison of Per- formance ofELBW Children with the Reference Group Assessment Cohen‘s d WPPSI-R Performance IQ 1.5 WPPSI-R Verbal IQ 0.8 WPPSI-R Total IQ 1.3 T0LD-2P Spoken Language Quotient 0.5 MAP Total Score 1.7 CBCL Total Behavior Problem Score 0.9 IQ = Intelligence Quotient rannsókna um að slök hreyfifærni kunni að eiga stærri þátt í erfiðleikum fyrirbura við samhæfingu sjónar og fínhreyfinga heldur en sjónræn úrvinnsla (26, 28). Niðurstöður á FU fínhreyfikvarða gáfu ennfremur til kynna að handbeiting barna í fyrirburahópi væri töluvert slakari en hjá samanburðarbörnum. Klínísk skoðun sýndi að fjölmargir fyrirburar voru með lága grunnvöðvaspennu sem lýsti sér meðal annars í erfiðleikum við að halda góðri setstöðu og minna úthaldi við prófanir. Auk þess var gæðum við framkvæmd hreyfiathafna ábótavant. Þroskamynstur fyrirburanna samkvæmt MAP prófinu minnir um margt á „Developmental Coordination Disorder" (DCD), sem meðal annars felur í sér frávik í hreyfi- og Læknablaðið 2004/90 751
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.