Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 28

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 28
FRÆÐIGREINAR / SEGULÖRVUN HEILA Mynd 1. Mœlirafskaut liafa verið settyfir vöðva (m. abductur pollicic brevis) á vinstri hendi. Rafspólu er haldið yfir hreyfisvœðum heilabarkar hœgra megin. Vöðvasvar (skráning) birt- istsem línurit á tölvuskjá. Sjálfboðaliði er rannsókna- tœknir á taugarannsókna- stofu Landspítala. Mynd 2. Leiðslutími hreyfitaugaboða í miðtaugakerfi (cen- tral motor conduction time, CMCT) er áœtlaður útfrá skrán- ingu frá m. abductor pollicis brevis eftir segulörvun (tími - 0 ms) yfir aðal hreyfisvœðum heilabarkar (rauð skráning) og háislmænu (blá skráning). CMCT íþessu tilfelli er um það bil 8 ms. Skráningar voru gerðar á taugarannsókna- stofu Landspítala. stöðum og rafsvörun taugar eða vöðva skráð. Hrifrit kallast þær breytingar á heilariti sem tengjast áreiti, svo sem sjónáreiti (sjónhrifrit), heyrnaráreiti (heyrn- arhrifrit) og raförvun úttauga (líkamsskynhrifrit). Með hrifriti er hægt að meta starfsemi skynbrauta í miðtaugakerfinu (5). Með tilkomu segulörvunar er nú einnig hægt að meta ástand hreyfitaugabrauta miðtaugakerfisins. Með því að örva hreyfitaugafrumur í heilaberki og mæla svörun vöðvafrumna fæst samanlagður leiðslu- tími taugaboða í miðtaugakerfi og úttaugakerfi. Með segulörvun yfir hálsmænu eða lendarspjaldsmænu fæst leiðslutími taugaboða frá mænurótum til vöðva. Út frá ofangreindum mælingum er reiknaður leiðslu- tími hreyfitaugaboða miðtaugakerfisins (mynd 2). Á þennan hátt er hægt meta röskun í taugabrautum miðtaugakerfisins í sjúkdómum eins og heila- og mænusiggi, hreyfitaugungahrörnun og heilablóðfalli (6, 7). Sömuleiðis getur verið gagnlegt að nota segul- örvun þegar grunur er um skemmdir eða sjúkdóma við mænu (8). Það er einkum seinkun í leiðslu tauga- boða, stærð vöðvasvars og lögun svars sem gefur upp- lýsingar um ástand taugabrauta. Seinkun leiðslutíma taugaboða getur stafað af afmýlingu taugabrauta, Mynd 3. Þögla tímabil heilabarkar (cortical silent period, CSP) eftir seguiörvun hreyfisvœða kemurfram í vöðvariti sem bœling á vöðvavirkni strax eftir vöðvasvar. Vöðva- virkni hœttir í um 100 ms og er það talið vera vegna aukinn- ar virkni hamlandi taugafrumna. Skráningar voru gerðar á taugarannsóknastofu Landspítala. Mynd 4. Svörun við tvíáreiti (paired-pulse stimulation). Fyrra áreiti A geturýmist haft hamlandi eða hvetjandi áhrif á vöðvasvar eftir seinna áreiti B, það fer eftirþví hversu iangur tími líður á milli áreitanna. Með 100 ms millibili eins og notað er hér kemur fram bœling á seinna vöðvasvari. Skráningar voru gerðar á taugarannsóknaslofu Landspítala. eða fækkun stærri hreyfitaugaþráða. Minnkun í stærð vöðvasvars bendir til að hreyfitaugafrumum hafi fækkað, eða að dregið hafi úr örvunarástandi tauga- frumna. Með segulörvun er hægt að fá upplýsingar um ástand taugabrauta sem áður voru ekki auðveldlega aðgengilegar, og nú er hægt að gera samanburð á hreyfi- og skynbrautum miðtaugakerfisins. Taugarit hreyfibrauta miðtaugakerfisins eru víða enn á rann- sóknarstigi, en líklegt er að þau verði innan tíðar liður í klínískri raflífeðlisfræðilegri rannsóknarstarfsemi. Örvun og hömlun í heilaberki Hægt er að fá innsýn í eðlileg heilaferli og breytingar á heilastarfsemi vegna lyfja og sjúkdóma með skrán- ingum í kjölfar segulörvunar. Hreyfiþröskuldur (motor threshold), þögla tímabil heilabarkar (cortical silent period), og svörun við tvíáreiti (paired-pulse stimulation) eru skráningar sem sýna hver á sinn hátt örvunarástand heilabarkar. Hreyfiþröskuldur er lægsti áreitisstyrkur sem þarf til að skrá ákveðna stærð vöðvasvars með vöðvariti. Þögla tímabil heilabarkar 756 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.