Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 28

Læknablaðið - 15.11.2004, Síða 28
FRÆÐIGREINAR / SEGULÖRVUN HEILA Mynd 1. Mœlirafskaut liafa verið settyfir vöðva (m. abductur pollicic brevis) á vinstri hendi. Rafspólu er haldið yfir hreyfisvœðum heilabarkar hœgra megin. Vöðvasvar (skráning) birt- istsem línurit á tölvuskjá. Sjálfboðaliði er rannsókna- tœknir á taugarannsókna- stofu Landspítala. Mynd 2. Leiðslutími hreyfitaugaboða í miðtaugakerfi (cen- tral motor conduction time, CMCT) er áœtlaður útfrá skrán- ingu frá m. abductor pollicis brevis eftir segulörvun (tími - 0 ms) yfir aðal hreyfisvœðum heilabarkar (rauð skráning) og háislmænu (blá skráning). CMCT íþessu tilfelli er um það bil 8 ms. Skráningar voru gerðar á taugarannsókna- stofu Landspítala. stöðum og rafsvörun taugar eða vöðva skráð. Hrifrit kallast þær breytingar á heilariti sem tengjast áreiti, svo sem sjónáreiti (sjónhrifrit), heyrnaráreiti (heyrn- arhrifrit) og raförvun úttauga (líkamsskynhrifrit). Með hrifriti er hægt að meta starfsemi skynbrauta í miðtaugakerfinu (5). Með tilkomu segulörvunar er nú einnig hægt að meta ástand hreyfitaugabrauta miðtaugakerfisins. Með því að örva hreyfitaugafrumur í heilaberki og mæla svörun vöðvafrumna fæst samanlagður leiðslu- tími taugaboða í miðtaugakerfi og úttaugakerfi. Með segulörvun yfir hálsmænu eða lendarspjaldsmænu fæst leiðslutími taugaboða frá mænurótum til vöðva. Út frá ofangreindum mælingum er reiknaður leiðslu- tími hreyfitaugaboða miðtaugakerfisins (mynd 2). Á þennan hátt er hægt meta röskun í taugabrautum miðtaugakerfisins í sjúkdómum eins og heila- og mænusiggi, hreyfitaugungahrörnun og heilablóðfalli (6, 7). Sömuleiðis getur verið gagnlegt að nota segul- örvun þegar grunur er um skemmdir eða sjúkdóma við mænu (8). Það er einkum seinkun í leiðslu tauga- boða, stærð vöðvasvars og lögun svars sem gefur upp- lýsingar um ástand taugabrauta. Seinkun leiðslutíma taugaboða getur stafað af afmýlingu taugabrauta, Mynd 3. Þögla tímabil heilabarkar (cortical silent period, CSP) eftir seguiörvun hreyfisvœða kemurfram í vöðvariti sem bœling á vöðvavirkni strax eftir vöðvasvar. Vöðva- virkni hœttir í um 100 ms og er það talið vera vegna aukinn- ar virkni hamlandi taugafrumna. Skráningar voru gerðar á taugarannsóknastofu Landspítala. Mynd 4. Svörun við tvíáreiti (paired-pulse stimulation). Fyrra áreiti A geturýmist haft hamlandi eða hvetjandi áhrif á vöðvasvar eftir seinna áreiti B, það fer eftirþví hversu iangur tími líður á milli áreitanna. Með 100 ms millibili eins og notað er hér kemur fram bœling á seinna vöðvasvari. Skráningar voru gerðar á taugarannsóknaslofu Landspítala. eða fækkun stærri hreyfitaugaþráða. Minnkun í stærð vöðvasvars bendir til að hreyfitaugafrumum hafi fækkað, eða að dregið hafi úr örvunarástandi tauga- frumna. Með segulörvun er hægt að fá upplýsingar um ástand taugabrauta sem áður voru ekki auðveldlega aðgengilegar, og nú er hægt að gera samanburð á hreyfi- og skynbrautum miðtaugakerfisins. Taugarit hreyfibrauta miðtaugakerfisins eru víða enn á rann- sóknarstigi, en líklegt er að þau verði innan tíðar liður í klínískri raflífeðlisfræðilegri rannsóknarstarfsemi. Örvun og hömlun í heilaberki Hægt er að fá innsýn í eðlileg heilaferli og breytingar á heilastarfsemi vegna lyfja og sjúkdóma með skrán- ingum í kjölfar segulörvunar. Hreyfiþröskuldur (motor threshold), þögla tímabil heilabarkar (cortical silent period), og svörun við tvíáreiti (paired-pulse stimulation) eru skráningar sem sýna hver á sinn hátt örvunarástand heilabarkar. Hreyfiþröskuldur er lægsti áreitisstyrkur sem þarf til að skrá ákveðna stærð vöðvasvars með vöðvariti. Þögla tímabil heilabarkar 756 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.