Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.11.2004, Qupperneq 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Ofeldi er málefni alls samfélagsins Setníngarræða Sigurbjörns Sveinssonar formanns á aðalfundi Læknafélags íslands í Nesi við Seltjörn 1. október síðastliðinn Ráðherra, landlæknir, aðrir virðulegir gestir og góð- ir félagar. Verið öll hjartanlega velkomin til setningar þessa aðalfundar Læknafélags íslands. Það er vel við hæfi að læknafélagið haldi aðalfund sinn á þessum stað, þar sem fyrsta íslenska embættislækninum var sköpuð aðstaða til að rækja embætti sitt árið 1763. I fyrra vorum við á Hólum þar sem hann bjó sig undir háskólanám í Kaupmannahöfn og nú erum við á þeim stað þar sem hann stundaði lækningar sínar, rak lyfja- búð samkvæmt konungsbréfi, tók til sín sjúklinga um lengri eða skemmri tíma ef svo bar undir og kenndi læknisefnum. Hér var því Landspítali - háskólasjúkr- ahús þeirra tíma enda var Bjarni Pálsson kjarkmikill læknir sem bryddaði upp á nýmælum við lækningar. Voru sumar aðferðir hans ekki á færi annarra lækna hér um langan aldur. Allar götur síðan hafa íslenskir læknar reynt að halda á loft merki hans með lækning- um eftir kunnáttu sinni og fræðslu almenningi til handa um góða heilbrigðishætti. Með þessum þræði er eðlilegt að víkja að þeirri viðleitni lækna að rækta heilbrigði þjóðarinnar með þekkingu á hollum lífsháttum og einföldustu grund- vallaratriðum um skynsamlega heilsurækt. Vilmund- ur landlæknir sagði að þessi barátta væri engan veg- inn eins óbrotin í eðli og einföld í framkvæmd og hún virtist í fljótu bragði. Lægi það fremur í eðli okkar allra en fyrir skilningsskort og tómlæti heilbrigðisyfir- valda, fjárveitingavaldsins og lækna, að heilsuvernd- arstarfsemin væri víðast hvar hornreka rúmfrekra lækninga. Pó hefur nokkuð áunnist og dæmi síðari tíma sanna að heilsuræktarviðleitni lækna með þekk- inguna að vopni miðar nokkuð á leið. Það eru nú rétt 20 ár síðan aðalfundur LI samþykkti á Isafirði 1984 að þaðan í frá myndi ekki vera reykt á fundum eða öðrum samkomum félagsins. Þetta var tímamótasam- þykkt á þeim tíma og þótti byltingarkennd og nokk- uð langt gengið með henni af félagsins hálfu. Samt sem áður liðu ekki mörg ár þar til fyrsta löggjöfin leit dagsins ljós sem tók á reykingavörnum með alvarleg- um takmörkunum á rétti fólks til að reykja hvar sem það lysti. Með því hófst nútímaleg barátta fyrir reyk- ingavörnum og er ekki séð fyrir enda hennar. Dregið hefur úr reykingum ákveðinna þjóðfélagshópa, sumir sjúkdómar sem reykingar eiga þátt í að þróa eru með vissu á undanhaldi. Umburðarlyndi við opinberum skorðum við reykingum fer vaxandi. Nú hefur heil- brigðisráðherra boðað nýtt frumvarp um enn frekari takmarkanir við reykingum á almannafæri og veit ég að þorri læknastéttarinnar fagnar þessari viðleitni ríkisstjórnarinnar og styður hana. En það eru fleiri verkefnin í þessum víngarði. Við setningu aðalfundar LÍ fyrir tveimur árum gerði ég að umtalsefni mikilvægi þess að ofeldi þjóðarinn- ar yrði gert að sérstöku viðfangsefni með samstilltu átaki allra þeirra sem málið kynni að snerta og gætu haft áhrif til umbóta. í framhaldi þess var tillaga um fyrstu skref ásamt ítarlegum rökstuðningi lögð fyrir heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Var þar í öllu fylgt staðreyndum og grundvallarþekkingu um lýð- heilsu, en ekki reynt að kveikja sérstakan áhuga á tilteknum sjúkdómum. Var erindi læknafélagsins vel tekið en umræðan greinilega ekki það þroskuð eða sá áhugi fyrir hendi að nefndin sæi ástæðu til að taka það upp á arma sína. Það þýðir þó ekki að Læknafélag íslands hafi lagt árar í bát. Verkefnið er brýnna en svo. Og ekki rek- ið í þágu lækna heldur þjóðarinnar. Á dögunum kom til mín ungur maður á fertugsaldri, maður í blóma lífsins. Hann kom vegna brjóstþyngsla við áreynslu. Hann hafði haft hækkaðan blóðþrýsting um árabil. Hann reyndist hafa hækkaðan blóðsykur og alltof mikið insúlín í blóði. Þetta kom heim og saman við þyngdina, því hann reyndist vera 125 kg, en aðeins rúmur meðalmaður að hæð. Öll vitum við hve bágar horfur eru á því að þessi maður lifi við góða heilsu fram á efri ár eins og alla unga menn dreymir um. Öll vitum við líka að verulegar líkur eru á því að þetta heilkenni hefði ekki komið fram ef hann hefði haldið eðlilegum holdum frá táningsaldri. Öll vitum við að enn hefði hann verulegt gagn af því að snúa við blað- inu og fresta síðkomnum sjúkdómum eða koma með öllu í veg fyrir þá án lyfjameðferðar. En best af öllu hefði verið að þessi staða hefði aldrei komið upp. Ég gæti nefnt mörg fleiri dæmi af þessu tagi úr mínum praxís og við þekkjum þetta öll alltof vel. Til umræðu er á þessum aðalfundi tillaga um að þjóðin en ekki læknar taki að sér það verkefni að snúa hér málum til betri vegar. Læknafélag íslands telur að um verkefni sé að ræða sem er samfélags- legt í eðli sínu, ekki málefni lækna, ekki málefni sjúk- linga heldur málefni allra, málefni hinna heilbrigðu fyrst og fremst til að auka við heilbrigði sína. Og til þess að ná árangri þarf að útbreiða þekkingu. Ekki með bægslagangi yfir hverja vaðleysu og aðrar tor- færur, eins og Vilmundur landlæknir orðaði það svo vel, heldur öruggri leiðsögn eftir fyrirfram könnuð- 778 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.