Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 79

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 79
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 53 Laugavegur hraðferð með ráðgjöf Laugavegur hraðferð Þrír kollegar á heilsugæslustöð sem er hvorki í Kópa- vogi né Hafnarfirði höfðu mjög góða reynslu af að fara saman til fjalla. Þeir bjuggu við gott hlutskipti á heils- ugæslustöðinni og voru einu karlmennirnir í 25 manna hópi starfsmanna. Sumarið 2003 gengu þeir Leggja- brjót og samheldni þeirra sem var mjög góð fyrir þá ferð varð eins og hjá fóstbræðrum. Nú var stefnan sett á að taka „Laugaveginn" frá Landmannalaugum til Þórsmerkur á tveimur dögum í stað hefðbundinna fjögurra daga. Læknarnir voru allir á besta aldri og vel á sig komnir, en þó var einn þeirra elstur. Það var haft á orði að hann væri meira upptekinn af starfsemi lík- amans en ferðafélagarnir og gekk meira að segja með púlsmæli í fjallaferðum. Nesti til ferðarinnar var valið af gaumgæfni, enda mjög mikilvægt að hafa það sem næringar- og áhrifaríkast. Þegar Útivistarhópurinn var að gera sig kiáran til að halda af stað frá Landmann- alaugum snemma morguns heyrðist sá elsti tuldra þar sem hann kom skokkandi frá snyrtingunni og orðinn nokkuð seinn fyrir: „Ég vissi að ég fengi það í hausinn að vera að borða allt þetta All-Bran, nú þegar búinn að fara tvisvar á kióið í morgun.“ Ráðgjöf í mataræði Sigurbjörg var komin fast að áttræðu og hafði verið einn tryggasti sjúklingurinn hjá Guttormi heimilis- lækni til margra ára. Hún hafði allþunga sjúkrasögu og var því tíður gestur á stofunni hjá lækninum. Eitt af því sem Sigurbjörg var óánægð með var hvernig hún væri í laginu. Hún var ekki sátt við að vera aðeins 153 cm á hæð og enn ósáttari við að vega rúmlega 80 kfló. Þegar Guttormur færði í tal við hana hvort hún vildi hitta Svövu hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöð- inni til að fara yfir mataræðið og styðja hana í því að léttast Ijómaði Sigurbjörg af ánægju og féllst strax á að panta sér tíma. Hún kvaddi lækninn, gekk fram til móttökuritarans og sagði: „Ég ætla að bóka tíma í ráðgjöf í mataræði. Nú ætla ég mér að verða bæði HÁ og GRÖNN.“ Fínt leikrit Geðlæknirinn: „Ég sé að þú ert að lesa símaskrána. Hvað færðu út úr því?“ Sjúklingurinn: „Leikfléttan er hálfléleg en leikara- hópurinn er stórkostlegur.“ Fleiri en einn? Á húð- og kynsjúkdómadeildinni var verið að taka sjúkrasögu hjá þrítugri konu til að hægt væri að meta hvort hún lifði áhættusömu kynlífi. „Hefur þú átt marga rekkjunauta síðustu misserin?” spurði lækn- irinn. „O, nei, læknir minn góður. Bara einn í einu,“ svaraði konan. Veistu svarið? Tíu ára gutti kom á slysadeild með heilahristing eftir að hafa dottið á hausinn á línuskautum. Læknirinn sem tók á móti drengnum spurði: „Veistu hvar þú ert staddur?“ „Já, en ert þú ekki viss?“ spurði strákur. Alltaf í boxinu Læknirinn var að ræða við manískan sjúkling inni á geðdeild. Aðaláhugamál mannsins voru hnefaleikar og fjálglegar lýsingar fylgdu á Iöngum keppnisferli. „Jamm,“ sagði maðurinn, „32 bardagar þar sem 28 lauk með rothöggi." „Það var sannarlega vel af sér vikið,“ sagði lækn- irinn. „Jæja, finnst þér ég geta verið ánægður með að hafa verið rotaður 28-sinnum?“ Friðþjófur í aðgerð Það var bráðakeisari á kvennadeildinni, búið að bj arga barninu og öllum á skurðstofunni var létt. Skyndilega fór píptæki sérfræðingsins á dagvaktinni í gang þar sem það hékk framan á buxnastreng karlmannsins sem átti vaktina. Það pípti án afláts. „Viltu vera svo góð og reyna að slökkva á tækinu mínu,“ sagði Iækn- irinn við hjúkrunarfræðing sem stóð álengdar og tók ekki beinan þátt í aðgerðinni. Hjúkrunarfræðingur- inn brást vel við beiðni læknisins, tyllti sér fyrir aftan hann og fór að fikra sig með höndunum undir aðgerð- arsloppinn í áttina að píptækinu. „Svona, svona, okk- ur liggur ekkert á,“ sagði læknirinn sposkur á svip. Man ekki neitt Sjúklingurinn: „Læknir, þú verður að hjálpa mér. Ég man ekki það sem ég er nýbúinn að segja.“ Læknirinn: „Hvenær tókstu fyrst eftir því?“ Sjúklingurinn: „Tók eftir hverju?" Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2004/90 807

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.