Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 51

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIÐURSFÉLAGAR Heiðursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna Á síðasta ári voru útnefndir þrír heiðursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna, þeir Árni Kristinsson, Páll Ásmundsson og Tryggvi Ásmundsson. Áður höfðu aðeins tveir lyflæknar verið útnefndir heið- ursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna en þeir eru Ólafur Sigurðsson, læknir á Akureyri sem nú er látinn, og Sigurður P. Guðmundsson læknir. Þann 25. febrúar sl. voru heiðursfélögunum afhent heiðursskjöl. Ekki reyndist unnt að veita þeim formlega staðfestingu fyrr þareð félagið þurfti að skipta um lógó eða merki. Lyfjafyrirtækið MSD fór fram á þetta þar sem forráðamönnum fyrirtækisins þótti merki Félags íslenskra lyflækna líkjast sínu. Stjórn Félags íslenskra lyflækna leitaði til eins heiðursfélaganna, Páls Ásmundssonar, og óskaði eftir að hann hannaði nýtt merki. Hann brást skjótt við og hannaði merki sem stjórn félags- ins hefur samþykkt og getur það að líta á heiðurs- skjölunum sem afhent voru. Félag íslenskra lyflækna telur mikilvægt að gefa þeim læknum gaum sem sem hafa skarað fram úr á starfsferlinum og lagt mikið af mörkum til sérgreinar sinnar eða til félags- og trúnaðar- starfa í tengslum við fag sitt. Þetta er ekki síst til að vekja athygli annarra lækna á gildum sem við teljum þýðingarmikil fyrir lækna og endurspegla fagmennsku sem þeir eiga að hafa að leiðarljósi í störfum sínum. Ekkert er mikilvægara fyrir lækn- isefni og unga lækna sem eru að hefja sérfræðinám og leggja grunn að starfsferli sínum en góðar fyrir- myndir. Allir hafa heiðursfélagarnir verið frumkvöðlar í sérgreinum sínum hér á landi og einnig haldið merki almennra lyflækninga á lofti. Þá hafa þeir lagt ríkulega af mörkum til félagsstarfs innan sérgreina sinna eða Landspítalans sem var megin- starfsvettvangur þeirra allra. Þeir hafa verið ötulir þátttakendur í starfi Félags íslenskra lyflækna á liðnum árum. Þótt aðrir læknar hafi notið góðs af verkum þessara ágætu manna eru það fyrst og fremst sjúklingarnir og í raun íslenskt samfélag sem mestan ávinning hafa haft af störfum þeirra. Árni Kristinsson hefur verið frumkvöðull á sviði hjartalækninga á Islandi undanfarna fjóra ár- atugi. Störf hans hafa einkennst af fagmennsku og má segja að hann hafi verið fyrirmynd lyflækna hér hver sem sérgrein þeirra hefur verið. Páll Ásmundsson byggði upp nýrnalækningar og meðferð lokastigsnýrnabilunar á íslandi. Hann var formaður Félags íslenskra lyflækna 1973-74 og stóð að fyrsta vísindaþingi Félags íslenskra lyflækna 1973 í samvinnu við Sigurð Þ. Guðmundsson. Páll hefur verið í fararbroddi í félagslífi lyflækna og eins konar hirðskáld þeirra um árabil. Tryggvi Ásmundsson hefur verið í fararbroddi íslenskra lungnalækna allan sinn starfsferil og öðrum læknum góð fyrirmynd. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir samtök lækna og var ritari Félags íslenskra lyflækna 1974-76. Heiðursfélagar Félags íslenskra lyflœkna, talið frá vinstri: Tryggvi Ásmundsson, Páll Ásmundsson og Árni Kristjánsson. Merki Félags íslenskra lyflœkna sem Páll Ásmtmdsson hannaði. Runólfur Pálsson Læknablaðið 2005/91 367

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.