Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIÐURSFÉLAGAR Heiðursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna Á síðasta ári voru útnefndir þrír heiðursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna, þeir Árni Kristinsson, Páll Ásmundsson og Tryggvi Ásmundsson. Áður höfðu aðeins tveir lyflæknar verið útnefndir heið- ursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna en þeir eru Ólafur Sigurðsson, læknir á Akureyri sem nú er látinn, og Sigurður P. Guðmundsson læknir. Þann 25. febrúar sl. voru heiðursfélögunum afhent heiðursskjöl. Ekki reyndist unnt að veita þeim formlega staðfestingu fyrr þareð félagið þurfti að skipta um lógó eða merki. Lyfjafyrirtækið MSD fór fram á þetta þar sem forráðamönnum fyrirtækisins þótti merki Félags íslenskra lyflækna líkjast sínu. Stjórn Félags íslenskra lyflækna leitaði til eins heiðursfélaganna, Páls Ásmundssonar, og óskaði eftir að hann hannaði nýtt merki. Hann brást skjótt við og hannaði merki sem stjórn félags- ins hefur samþykkt og getur það að líta á heiðurs- skjölunum sem afhent voru. Félag íslenskra lyflækna telur mikilvægt að gefa þeim læknum gaum sem sem hafa skarað fram úr á starfsferlinum og lagt mikið af mörkum til sérgreinar sinnar eða til félags- og trúnaðar- starfa í tengslum við fag sitt. Þetta er ekki síst til að vekja athygli annarra lækna á gildum sem við teljum þýðingarmikil fyrir lækna og endurspegla fagmennsku sem þeir eiga að hafa að leiðarljósi í störfum sínum. Ekkert er mikilvægara fyrir lækn- isefni og unga lækna sem eru að hefja sérfræðinám og leggja grunn að starfsferli sínum en góðar fyrir- myndir. Allir hafa heiðursfélagarnir verið frumkvöðlar í sérgreinum sínum hér á landi og einnig haldið merki almennra lyflækninga á lofti. Þá hafa þeir lagt ríkulega af mörkum til félagsstarfs innan sérgreina sinna eða Landspítalans sem var megin- starfsvettvangur þeirra allra. Þeir hafa verið ötulir þátttakendur í starfi Félags íslenskra lyflækna á liðnum árum. Þótt aðrir læknar hafi notið góðs af verkum þessara ágætu manna eru það fyrst og fremst sjúklingarnir og í raun íslenskt samfélag sem mestan ávinning hafa haft af störfum þeirra. Árni Kristinsson hefur verið frumkvöðull á sviði hjartalækninga á Islandi undanfarna fjóra ár- atugi. Störf hans hafa einkennst af fagmennsku og má segja að hann hafi verið fyrirmynd lyflækna hér hver sem sérgrein þeirra hefur verið. Páll Ásmundsson byggði upp nýrnalækningar og meðferð lokastigsnýrnabilunar á íslandi. Hann var formaður Félags íslenskra lyflækna 1973-74 og stóð að fyrsta vísindaþingi Félags íslenskra lyflækna 1973 í samvinnu við Sigurð Þ. Guðmundsson. Páll hefur verið í fararbroddi í félagslífi lyflækna og eins konar hirðskáld þeirra um árabil. Tryggvi Ásmundsson hefur verið í fararbroddi íslenskra lungnalækna allan sinn starfsferil og öðrum læknum góð fyrirmynd. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir samtök lækna og var ritari Félags íslenskra lyflækna 1974-76. Heiðursfélagar Félags íslenskra lyflœkna, talið frá vinstri: Tryggvi Ásmundsson, Páll Ásmundsson og Árni Kristjánsson. Merki Félags íslenskra lyflœkna sem Páll Ásmtmdsson hannaði. Runólfur Pálsson Læknablaðið 2005/91 367
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.