Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 4
Frágangur
fræðilegra greina
EFNISYFIRLIT
Höfundar sendi tvær gerðir handrita
til ritstjórnar Læknablaðsins,
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.
Annað án nafna höfunda, stofnana
og án þakka sé um þær að ræða.
Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis
að allir höfundar séu samþykkir
lokaformi greinar og þeir afsali sér
birtingarrétti til blaðsins.
Handriti skal skilað með tvöföldu
linubili á A-4 blöðum. Hver hluti
skal byrja á nýrri blaðsíðu í
eftirtalinni röð:
• Titilsíða: höfundar, stofnanir,
lykilorð á ensku og íslensku
• Ágrip og heiti greinar á
ensku
• Ágrip á íslensku
• Meginmál
• Þakkir
• Heimildir
Töflur og myndir skulu vera bæði
á ensku eða íslensku.
Tölvuunnar myndir og gröf komi
á rafrænu formi ásamt útprenti.
Tölvugögn (data) að baki gröfum
fylgi með, ekki er hægt að nýta
myndir úr PowerPoint eða af
netinu.
Eftir lokafrágang berist allar greinar
á tölvutæku formi með útprenti.
Sjá upplýsingar um frágang
fræðilegra greina:
www.laeknabladid.is/fragangur-
greina
Umræðuhluti
Skilafrestur efnis I næsta blað
er 20. hvers mánaðar nema
annað sé tekið fram.
RITSTJÓRNARGREINAR
Ástráður B. Hreiðarsson 183
Dýrir fylgikvillar sykursýki
Fylgikvillar sykursýki eru dýrkeyptir og mikill sparnaður
felst I því að koma I veg fyrir þá, að ekki sé talað um
ávinninginn fyrir einstaklinginn. Mikii aukning er á syk-
ursýki víða um heim, á síðustu 30 árum hefur sykursjúk-
um af tegund 2 á íslandi fjölgað um 50%.
■ FRÆÐIGREINAR
Davíð Gíslason, Sigurður Kristjánsson, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir
Ofnæmi fyrir betalactam-lyfjum og greining þess - yfirlitsgrein
Tilgangur greinarinnar er að vekja athygli íslenskra lækna á lyfjaofnæmi með sérstakri áherslu á
beta-lactam ofnæmi, greiningu þess og skráningu I sjúkraskýrslur. Gerð er grein fyrir faraldsfræði og
einkennum, lýst er aðferðum við að greina beta-lactam ofnæmi hér á landi og ferlið sett í flæðirit.
Sigurður Thorlacius, Stefán Ólafsson
Sveiflur í atvinnuleysi og örorku á íslandi 1992-2006
Nýskráning öryrkja ræðst af heilsufari umsækjenda. Nýr örorkumatsstaðall gæti haft einhver áhrif og
aukin sókn fólks með geðræna kvilla inn í örorkulífeyriskerfið virðist hafa haft talsverð áhrif á fjölgun
örorkulífeyrisþega.
Inga Rós Valgeirsdóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Sigurpáll S. Scheving,
Jónína Guðjónsdóttir, Axel F. Sigurðsson, Þórarinn Guðnason,
Kristján Eyjólfsson, Birna Jónsdóttir, Karl Andersen
Greiningarhæfni 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni til samanburðar við
hefðbundna kransæðaþræðingu
Markmið rannsóknarinnar var að meta hæfni (næmi, sértæki, jákvætt forspárgildi, neikvætt forspárgildi
og nákvæmni, sjá töflu I) 64 sneiða TS-tækni til greiningar kransæðasjúkdóma með hjartaþræðingu
sem viðmið.
Sæmundur Jón Oddsson, Tómas Guðbjartsson 207
Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) með tengsl við melt-
ingarveg. Tvö sjúkratilfelli sem rökstyðja að um meðfæddan galla sé
að ræða
Aðskilinn lungnahluti getur tengst meltingarvegi, jafnvel strax við fæðingu. Tengslin styrkja þá kenn-
ingu að gallinn sé meðfæddur frekar en áunninn, og kemur ekki á óvart þar eð lungu og efri melting-
arfæri eru upprunnin frá forgirni á fósturskeiði.
213
180 LÆKNAblaðið 2007/93
Davíð O. Arnar, Barbara Holzknecht
Tilfelli mánaðarins
Takttruflun með gleiðum QRS samstæðum