Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 77
Súr og sýring Acidemia Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Læknisfræðilegur þýðandi sendi tölvupóst yfir út- höfin og bað um aðstoð við að aðgreina fyrirbærin acidemia og acidosis með íslenskum heitum. I íðorðasafni lækna er heitið acidemia er notað um tiltekna breytingu á sýrustigi (pH) í blóði, það er að segja lækkun pH niður fyrir eðlileg mörk, og hefur þar fengið íslenska heitið blóðsúr. Erlendar læknisfræðiorðabækur upplýsa að heitið sé einnig notað £ samsetningum þegar um er að ræða aukna þéttni á sérstökum sýrum í blóði, svo sem am- inoacidemia. Samkvæmt íslenskri orðabók Eddu merkir nafnorðið súr: 1. ástand, það að vera súr; 2. sýra; 3. súr mysa; 4. súr drykkur; 5. súrt skyr. Acidosis íðorðasafn lækna birtir eftirfarandi: acidosis ft. acidoses, no. blóðsýring. Almenn blóðsýringseitrun blóðs og vessa sem einkennist af aukningu vetnisjóna og lúttapi. Erlendar læknisfræðiorðabækur leggja áherslu á að acidosis sé ástand þar sem sýru- og basajafnvægi líkamans sé truflað, þannig að sýrujónir (H+) hafi safnast fyrir eða basískar jónir (HC03-) tapast. Gert er ráð fyrir lækkun pH-gildis, en þó ekki endilega fyrr en mótvægisaðgerðir hafa brugðist. Af þessu má ráða að heitið acidosis sé talið lýsa ástandi sem ríkir, einhverju sem orðið er, en ekki ferli eða umbreytingu sem er að verða. Kvenkynsnafnorðið sýring finnst í íslenskri orða- bók Eddu með skýringunni: það að sýra,fækkun raf- einda í sameind. Undirritaður skilur þetta þannig að fremur sé verið að lýsa ferli sýringar en ástandinu sem er afleiðing hennar. Súr og sýring Þó undirritaður feginn vildi getur hann ekki full- yrt að framangreindar útskýringar kveði upp úr um rökrétta aðgreiningu á acidemia og acidosis með íslensku heitunum súr og sýring. Blóðsúr er vissulega ágætis heiti, sem getur lýst því ástandi að súr (sýra) í blóði sé aukinn og sýrustig (pH) þar með lækkað. Undirrituðum finnst það heiti þó allt eins geta átt við um acidosis. Með því væri hægt að setja saman ágætlega lipur heiti til að tákna tilteknar raskanir í sýrujafnvægi líkamans: efnaskiptasúr (metabolic acidosis) og öndunarsúr (respiratory acidosis). Hugsanlega þarf að fella niður heitið acidemia og hætta alveg notkun þess, eins og virðist hafa verið gert í Handbók í lyflæknisfræði (bls. 46-52) eftir lyflæknana Ara J. Jóhannesson og Runólf Pálsson. Áður en lengra er haldið á þessari braut væri gaman að heyra frá þeim sem skoðanir hafa á þessu viðfangsefni. U M R Æ Ð U R 0 G í F R É T T I R Ð O R Ð 2 0 7 Líffæraflutningur Blaðamaður einn bað um íslenskt heiti á xeno- transplantation, en slíkt er ekki að finna í íðorðasafni lækna. Þar má þó finna að forliðurinn xen- eða xeno- merkir: a) frábrugðinn, framandi, b) utanaðkomandi, íþrengjandi, og að íslensku heitin á transplantation eru ágræðsla, tgræðsla. Gríska nafn- orðið xenos er notað um þann sem ókunnur er eða útlendur, samanber xenophopbia, útlendingafælni. Með leit á netinu mátti finna að xenotranspl- antation vísar í flutning líffæra, vefja eða frumna milli dýrategunda. Blaðamaðurinn fékk því send- ar samsetningarnar: líffæraflutningur milli teg- unda eða ígræðsla milli tegunda. Auscultatory gap Reynir Tómas Geirsson, prófessor, sendi uppá- stungu að íslensku heiti á auscultatory gap. Slíkt heiti er ekki að finna í íðorðasafni lækna, aðeins spurningarmerki (?). Um er að ræða tímabil þar sem hlé verður á högghljóðunum (Korotkoff sounds) sem heyrast þegar blóðþrýstingur er mældur með hlustunaraðferð. Þetta tímabil vildi Reynir nefna hljóðmarkabil. Tillagan er allrar athygli verð og bíður athugasemda þeirra sem fást við blóðþrýstingsmælingar. Meta-analysis Reynir bað einnig um heiti á meta-analysis, kerf- isbundinni, tölfræðilegri greiningu og samantekt á gögnum úr nokkrum mismunandi rannsóknum á sama fyrirbæri. Þessu var svarað með tilvísun í íðorðapistla 124 og 127 (Læknablaðið 2000; 86: 533 og 711). Þar kom fram tillaga að íslensku heiti: safngreining, sem á við um greiningu á safni margra rannsókna. Skeiðarsviði Þorkell Jóhannesson, professor emeritus, sendi tölvupóst í tilefni af 202. pistli og vildi minna á heitið skeið í stað leggöng fyrir vagina. í pistlinum var meðal annars fjallað um vulvodynia og vag- inodynia, sársaukafullt ástand sem einkennist af ertingu með sviða- eða brunatilfinningu á viðkom- andi líkamssvæði. Niðurstaðan í pistlinum var sú að nota heitin skapasviði og leggangasviði. Þorkell sagðist hafa haldið heitinu skeið til streitu í ýmsum samsetningum og benti á að heitin skeiðarbólga, skeiðarkrem og skeiðarstílar nytu fullrar viðurkenningar. Þess vegna væri eðlilegt að nota heitið skeiðarsviði um vaginodynia. LÆKNAblaðið 2008/94 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.