Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 90
|hugleiðing höfundar
|af sársauka og hugarvíli
Af sársauka og hugarvíli
éÆ
Eitt af því sem höfundar veigra sér mest við að
skrifa um eru vísindi. Þar er Michel Houellebecq,
höfundur Öreindanna, kannski mest áberandi und-
antekningin en hann er líka landbúnaðarfræðing-
ur og því með meira sjálfstraust og eðlilega fimari
á svelli vísindanna en við hin. Sci-fi höfundar
teljast ekki með, enda eru þeirra vísindi eins konar
fantasíuvísindi sem hvorki er hægt að sanna né
afsanna.
Flestir höfundar fagurbókmennta eiga það sam-
eiginlegt að vera hálf talnablindir - áhugasamari
um mannlegar tilfinningar, goðsagnir og hug-
myndir sem dregnar eru grófum dráttum en
miskunnarlausa nákvæmni raunvísindanna.
Þar er ég engin undantekning, þótt annað
hafi verið uppi á teningunum á mínum yngri
árum þegar ég var með þeim hæstu í mínum
árgangi í samræmdu stærðfræðiprófi og
var í kjölfarið send í Stærðfræðikeppni
framhaldsskólanna. En eins og ég ýjaði að
hér á undan virðist eitthvert dularfullt,
öfugsnúið samband vera milli bókmennta
annars vegar og stærðfræði og raungreina
hins vegar, því eftir því sem heimur bók-
menntanna opnaðist mér betur lokaðist
staðreyndaheimurinn að sama skapi þar
til ekki var eftir nema svolítil glufa sem
ég rétt slapp gegnum á síðasta misseri
mínu í menntaskóla, skíthrædd við að falla
Guðrún Eva
Mínervudóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir
fæddist í Reykjavík 1976.
Fyrsta bók hennar kom
út árið 1998 og síðan
hefur hún sent frá sér
smásagnasafnið Á meðan
I hann horfir á þig ertu Maria
mey, sem vakti mikla
athygli, skáldsögurnar
Ljúlí Ijúlí (1999), Fyrirlestur
um hamingjuna (2000,
tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna),
Albúm (2002) og Sagan
af sjóreknu píanóunum
(2002). Nýjasta skáldsaga
Guðrúnar Evu Yosoy: Af
sársauka og hugarvíli í
hryllingsleikhúsinu við
Álafoss sem kom út árið
2005 er nýútgefin í ítalskri
þýðingu og væntanleg í
Danmörku.
bæði í stærðfræði og eðlisfræði.
Að loknum þessum inngangi er skemmtilega
ævintýralegt að segja frá því að ég skuli hafa ráðist
í einmitt þetta með síðustu skáldsögu minni: Að
skrifa um vísindi, nánar tiltekið sársauka og það
hvemig hann birtist í líkamanum og í huganum.
Það var ef til vill meira af fífldirfsku en hugrekki,
enda sést maður ekki alltaf fyrir í því sem maður
tekur sér fyrir hendur. Engin skáldsaga yrði
nokkru sinni skrifuð ef höfundar tækju upp á því
að leggja niður fyrir sér allt streðið framundan
áður en þeir hæfu verkið.
Þegar ég ákvað að aðalpersónan, Ólafur
Benediktsson, skyldi vera taugalífeðlisfræðingur
og sérfræðingur í sársauka vissi ég að ekki yrði hjá
því komist að kynna sér fræðin til að geta komist
inn í hugarheim hans. En ég forðaðist að sjá fyrir
mér hvað það nákvæmlega fæli í sér: Eilíft hangs á
internetinu. Þrjá hillumetra af bókum um ýmis efm
- til að mynda hið eilífa vandamál heimspekinnar
um það hvernig hugurinn tengist líkamanum og
er oftast nefnt „mind-body problem", stærðfræði
sem kennd er við „fussy logic" og svo auðvitað
um sjálft sársaukaskynið. Auk þess sem ég þurfti
að temja mér nýja tegund samskiptatækni sem
fólst í að spyrja glæsta fulltrúa vísindanna réttu
spuminganna og mjólka úr þeim vitneskjuna a
sæmilega tæm mannamáli.
Það var einkum tvennt sem gerði að verkum að
ég treysti mér svo langt að heiman, í vitsmunaleg'
um skilningi. Annars vegar kom þar til kunnings-
skapur minn við doktor Jóhann Axelsson sem er
sennilega manna fróðastur á Islandi um þetta fýr'
irbæri, sársaukann. Því þótt við ynnum ekki náið
saman á meðan á sjálfum bókarskrifunum stóð
var það mér eins og fínasti göngustafur að vita
til þess að bókin færi ekki í prentun án blessunar
sársaukapáfans. Og hins vegar var það bók sem
ég rakst á fyrir tilviljun eftir geðþekkan snilling að
nafni Patrick Wall og nefnist „Pain: The Science of
Suffering".
Bók Walls var biblían sem ég ríghélt mér í gegn'
um 400 síður af skáldskap um sársaukann í öllum
sínum myndum og víkur ekki langt frá mér enn
þann dag í dag - útkrotuð með asnaeyru og gu'n'
aðar síður af legu í gluggakistum.
Eftir þessa reynslu hef ég hallast æ meir að þvl
að skáldsagnagerð sé ekki einstaklingsíþrótt sem
fram fer í fílabeinsturnum heldur hópíþrótt, alveg
eins og hin göfugu vísindi, sama þótt þörf okkar
fyrir glamúr krefjist þess að einn höfundur/vlS'
indamaður hjóti allan heiðurinn fyrir verkið/upp'
götvunina.
Vísindin eru okkur höfundum síðan endalaus
uppspretta hugmynda og vonandi að skáldskap'
urinn geti orðið vísindamönnum innblástur n|
að fara ótroðnar slóðir. Eins og doktor Jóhanm
Axelssyni varð að orði þegar ég setti skömmustu
lega fyrirvara við ímyndunarafl mitt og bað hanu
að muna að hér væri um skáldskap að ræða. Ham1
leit ábúðarfullur upp úr handritinu og sagði: Það
er rétt að sumt sem þú lýsir er ekki hægt, í þellTI
skilningi að við kunnum það ekki. En við verðum
að geta hugsað það.
266 LÆKNAblaðið 2008/94