Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR O G FRETTIR F í H 3 0 Á R A Árið 1989 var gerður enn einn fastlaunasamn- ingurinn við ríkið. I þeim samningi földu menn hluta kauphækkunar til háskólamenntaðra starfs- manna hjá ríkinu með því að bjóða upp á 1,5% af föstum launum til reglubundinnar greiðslu í rann- sóknar- og þróunarsjóð viðkomandi aðildarfélags BHMR. Öfugt við önnur aðildarfélög BHMR tóku heilsugæslulæknar Ólaf Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra á orðinu og gerðu alvöru úr því að stofna Vísinda- og þróunarsjóð fastráðinna lækna. Þessi sjóður varð undanfari Vísindasjóðs FÍH. 1,5% af föstum launum lækna árið 1989 þótti ekki stór upphæð á sínum tíma, en með launaþróun hefur prósentutalan skilað miklu og ákvörðrm um að gera alvöru úr 1,5 prósentinu reyndist happadrjúg. Vísindasjóði FIH hefur sannarlega vaxið fiskur um hrygg eins og sést af því að nú hefur verið ákveðið, í tilefni þrjátíu ára afmælisins, að veita úr sjóðnum tugmilljóna styrkjum næstu fimm ár. Læknaskortur í dreifbýli Á árinu 1990 var afar slæm staða í heilsugæslunni víða á landinu. Norðausturhornið var löngum læknislaust og einnig áttu menn í miklum erf- iðleikum með að manna heilsugæslustöðvar á Vestfjörðum. Guðmundur Bjamason, þáverandi heilbrigðisráðherra, bað mig að fara á norðaust- urhornið, kanna stöðuna og koma helst með hugmyndir um úrbætur. Þetta ferðalag leiddi til svokallaðra staðarsamninga fyrir einstaka svæði. Staðarsamningurinn sem síðar gilti fyrir Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker gekk út á það að þrír læknar þessa svæðis þyrftu ekki að skila meiru en átta mánaða vinnu hver á ári. Þannig var svæðið ávallt mannað tveimur læknum, en einn alltaf í fríi. Aðalástæða mönnunarvanda á norðaust- urhorninu var sambland af félagslegri einangrun, miklu vaktaálagi og lágu kaupi. Sumt af þessu er enn óleyst. Prófessoratið Árið 1991 ákvað fjármálaráðuneytið að fallast á skipun Jóhanns Ágústs Sigurðssonar í 100% starf sem forstöðumaður kennslu á heilsugæslustöðv- um, gegn 50% fastra launa. Seinna meir var það fyrir tilstilli heilsugæslulækna sjálfra að samþykkt var prófessorsstaða í heimilislækningum. Sú sam- þykkt kom til fyrir þær sakir, fyrst og fremst, að FÍH bauð menntamálaráðuneytinu að borga prófessorsstöðuna í tvö ár að því tilskildu að ríkið tæki við eftir það. Fyrrnefndur 1,5%-sjóður FIH tók hér þátt í að gera prófessorat í heimilislækn- ingum að veruleika. Læknastríðið 1996 Árið 1995 var gerð könnun á högum íslenskra heimilislækna. Alls var könnunin lögð fyrir 178 lækna og af þeim svöruðu 139. Á höfuð- borgarsvæðinu var 47,5% af hópnum en utan af landi voru 52,5%. Á þessum tíma voru 71,2% af hópnum sérfræðingar í heimilislækningum. Það kom fram í þessari könnun að 41,6% af læknunum höfðu aldrei tekið sér samfelldar sex vikur í orlof á árunum þremur þar á undan. Á tímabilinu frá 1990 til 1995 höfðu starfskjör heilsugæslulækna versn- að verulega. Auðvelt var að sýna, svart á hvítu, að starfskjör hefðu ekki haldið í við starfskjaraþróun margra annarra hópa. Meðal annars kom í ljós við könnun sem gerð var á vegum BHMR í febrúar 1995 að heilsugæslulæknar hefðu dregist verulega aftur úr prestum og öðrum stéttum starfandi fyrir ríkið. Á þessu tímabili varð mönnum það enn ljós- ara en áður að áhugi ríkisvaldsins á uppbyggingu heilsugæslunnar var afar lítill. Þetta varð til þess að heilsugæslulæknar söfnuðu liði, réðu ráðum sínum og lögðu fram kröfur. Kröfurnar voru kynntar heilsugæslulæknum með heimsóknum á heilsugæslustöðvar um mestallt land. Áform heilsugæslulækna voru þessi: • I fyrsta lagi var ætlunin að gera samkomu- lag við heilbrigðisráðherra um uppbyggingu heilsugæslunnar í nútíð og framtíð. Móta heilsugæslunni klára framtíðarsýn og styrkja hana faglega. • í öðru lagi var ætlunin að snúa sér að því loknu að starfskjörum heimilislækna á landinu. Árið 1996 náðist samkomulag við heilbrigð- isráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, um aðgerðir til styrktar heilsugæslunni á landsvísu. Við það samkomulag var ekki staðið - því miður. Það varð læknum ljóst hægt og bítandi. I kjölfar samkomulagsins sneru menn sér að kjaramálum. Menn sættu sig ekki við óbreytt kjör og vildu róttækar breytingar. Stefnt skyldi að því að ná sömu kjörum og aðrir sérfræðingar í lækna- stétt. Ekkert minna væri viðunandi. Og samn- ingaviðræður hófust. Nú var Gunnar Björnsson tekinn við af Indriða. Heilsugæslulæknum varð ljóst að menn myndu aldrei ná saman í viðræðum við samningaborð. Til þess hafði samninganefnd ríkisins ekki umboð. Ríkissáttasemjari vissi þetta líka. Heilsugæslulæknar voru því neyddir í kjara- stríð við stjórnvöld. Þann 1. febrúar höfðu allflestir heilsugæslulæknar landsins sagt upp störfum. Kjarasamningar tókust ekki og uppsagnirnar tóku gildi í ágúst. Það var skollið á allsherjarstríð. LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.