Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR KRANSÆÐAR Tafla II. Áhættuþættir. Fjöldi / heildarfjöldi Tíöni (%) Fjölskyldusaga1 47/66 71 Háþrýstingur2 46/69 67 Háar blóöfitur3 37 /69 54 Fyrrum reykingamenn4 32/67 48 Núverandi reykingamenn 15/67 22 Sykursýki5 8/69 12 ^Miðaö við 1° aattingja (foreldrar, systkini eóa börn). 2Blóóþrýstingur >140/90 mmHg eða á meðferð meö blóóþrýstingslaskkandi lyfjum. 3Heildarkólesteról >6,5 mmól/l eða á lyfjameóferó vió hækkuöu kólesteróli. 4Hættu að reykja fýrir meira en þremur mánuðum síöan. 5Fastandi blóösykur >7 mmól/l eöa sjúklingur með greinda sykursýki. Tafla III. Útreikningar til að meta greiningarhæfni 64 sneiða tölvusneiðmyndatækis í öllum æðahlutum. Hjartaþrceöing (viömiö) Jákvætt Neikvætt Alls Tölvu- Jákvætt 5 27 32 Jákvætt forspárgildi 16% (5/32) sneiömynd Neikvætt 20 390 410 Neikvætt forspárgildi 95% (390/410) Alls 25 417 442 Næmi Sértæki Nákvæmni 89% (395/442) 20% (5/25) 94% (390/417) Jákvætt >50% þrengsli. Neikvætt <50% þrengsli. forspárgildi, neikvætt forspárgildi og nákvæmni fyrir TS reiknuð. Hjartaþræðing var notuð sem viðmið og því gert ráð fyrir því að allar niðurstöð- ur hjartaþræðinga væru réttar. Spearman's rho fylgnistuðull var notaður til að meta fylgni milli greiningaraðferðanna tveggja á 6 stiga flokkunar- skala. Við mat á tölfræðilegri marktækni var stuðst við p<0,05. Niðurstöður Af 115 sjúklingum í upphaflega rannsóknarþýð- inu voru 46 útilokaðir. Helstu ástæður útilokunar voru að sjúklingar gáfu ekki samþykki fyrir TS, komust ekki í seinni rannsóknimar (þræðing og/ eða TS), ekki var hægt að framkvæma rannsókn- irnar eða myndgæði TS voru skert meðal annars vegna gáttaflökts eða ofþyngdar. Alls vom því til myndir úr bæði kransæðaþræðingu og TS af 69 sjúklingum. Þar af voru 13 konur (19%) og 56 karlar. Meðalaldur hópsins var 63 (SD 10) ár, hjá körlunum 63 (SD 10) ár (á bilinu 40 til 83 ára) og hjá konunum 64 (SD 11) ár (á bilinu 42 til 79 ára). Meðaltími milli hjartaþræðingar og TS var 6,3 (SD 12,1) dagar. Hjartsláttartíðni við sneiðmyndatöku var að meðaltali 56 (SD 8) slög/mín. (á bilinu 39 til 83 slög/mín.). Áhættuþættir þátttakenda voru skráðir. Fjölskyldusaga, saga um háþrýsting, háar blóðfit- ur, reykingar og sykursýki voru könnuð (sjá töflu II). Að jafnaði vom 2-3 áhættuþættir til staðar. Hjá einum sjúklingi vom engir áhættuþættir til staðar en 14 af 69 sjúklingum höfðu alla áhættuþættina fimm. Upplýsingar um fjölskyldusögu vantaði hjá þremur og upplýsingar um reykingar vantaði hjá tveimur. Samtals voru 663 æðahlutar rannsakaðir. Af þeim voru 221 (33%) útilokaðir: 103 (16%) vegna stoðneta, 48 (7%) vegna tmflana af völdum kalks, 41 (6%) vegna hreyfitruflana og 29 (4%) vegna þess að æðahluti var <1,5 mm í þvermál. Alls vom 442 æðahlutar bornir saman með báðum mynd- greiningaraðferðum. Hæfni 64 sneiða TS-tækis til greiningar marktækra þrengsla (>50%) í öllum æðahlutum kransæðanna er sýnd í töflu III. Greiningarhæfni 64 sneiða TS-tækis var borin saman milli kynja, aldurshópa, hægri og vinstri kransæða, nærliggjandi og fjarliggjandi æðahluta auk þess sem athugað var hvort mismunandi hjartsláttartíðni hefði áhrif. Lítill sem enginn munur reyndist vera á milli þessara hópa (sjá töflu IV). Hæfni 64 sneiða TS-tækis til greiningar mark- tækra þrengsla í kransæðum án stoðneta var borin saman við nýlega rannsókn úr sama þýði á hæfni 64-sneiða TS-tækis til greiningar endurþrengsla í stoðnetum (sjá töflu V). Veik en marktæk fylgni var milli TS og hjarta- þræðingarmynda á þrengslum samkvæmt sex stiga flokkuninni (Spearman's rho r=0,33, p < 0,01, vegið kappa gildi 0,12) (sjá töflu VI). Umræða I rannsókninni höfum við sýnt að TS-tækni hefur sterkt neikvætt forspárgildi (95%) og hátt sértæki (94%) við greiningu á >50% kransæðaþrengslum. Það bendir til þess að miklar líkur séu á því að sá æðahluti sem greinist neikvæður, það er heil- brigður eða án marktækrar (50%) þrengingar, á TS sé raunverulega neikvæður samkvæmt hjarta- þræðingu. Hlutfall rétt greindra neikvæðra æða- hluta með TS-tækni er einnig hátt ef miðað er við allar neikvæðar greiningar með hjartaþræðingu. Með þetta að leiðarljósi má draga þá ályktun að 64 sneiða TS-tækni sé gagnleg aðferð til útilok- unar kransæðasjúkdóms. Aðferðin hefur hins vegar fremur lágt næmi (20%) og lágt jákvætt forspárgildi (16%) til að greina marktæk þrengsli (>50%). Hlutfall æðahluta sem greinast réttilega með marktæka þrengingu (jákvæðir) er því ekki hátt og líkumar á því að æðahluti sem greinist með marktæka þrengingu á TS sé raunverulega jákvæður eru ekki miklar. Samkvæmt þessum 202 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.