Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 7
S'-V Ástráður B. Hreiðarsson astradur@landspitali. is Höfundur er yfirlæknir göngudeildar sykursjúkra, Landspítala. Costly Diabetic Complications Ástrádur B Hreidarsson MD, PhD Clinical Professor Chief of Diabetes Clinic Landspítali University Hospital Reykjavík, lceland RITSTJÓRNARGREINAR Dýrir fylgikvillar sykursýki „Diabetic Complications Cost Billions." Þessa sláandi fyrirsögn gat nýlega að líta í bandarísku riti um heilbrigðismál. Árið 2002 fór 11% af öllu því fé sem Bandaríkjamenn nota í heilbrigðismál í kostnað vegna sykursýki og af því fór drjúgur hluti í fylgikvillana (1). Ef óbeinn kostnaður, til dæmis vegna vinnutaps og örorku, er talinn með hækkar þetta hlutfall upp í 15%. Enn alvarlegri en kostnaðurinn er þjáningin og sú skerðing á lífs- gæðum sem fylgikvillamir hafa í för með sér fyrir einstaklinginn og hans nánustu. Augnsjúkdómar af völdum sykursýki eru ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum. Sykursýki er jafnframt algengasta orsök endastigs nýmabilunar. Hjarta- og æðasjúkdómar em tvö til þrefalt algengari hjá sykursjúkum og eru langalgengasta dánarorsökin (80%). Sykursýki er einnig ein algengasta orsök aflimana ganglima. Sem betur fer sleppur þó fjöld- inn allur af sykursjúkum að mestu við fylgikvilla, en með markvissu eftirliti og meðferð er hægt að koma í veg fyrir, eða í það minnsta seinka fylgikvillunum. Á málþingi um fylgikvilla sykursýki sem hald- ið var á nýafstöðnum Læknadögum kom fram að blinda vegna sykursýki er miklum mun sjaldgæf- ari hér á landi en víðast annars staðar, með algengi um 0,5%. Hins vegar virðist tíðni augnbotnabreyt- inga hjá sykursjúkum hér á landi svipuð og annars staðar (2). Sama virðist vera uppi á teningnum hvað snertir nýmasjúkdóminn en fram kom á mál- þinginu að tíðni nýmameins meðal sykursjúkra hér á landi er sambærileg við það sem gerist annars staðar, en endastigs-nýrnabilun er mun sjaldgæfari (3). Það dylst víst engum að endastigs- nýrnabilun er gífurlega erfiður fylgikvilli - fyrir sjúklinginn og kostnaðarsamur fyrir heilbrigð- iskerfið. Víðast hvar í vestrænum löndum era um 25-40% þeirra sem þurfa á meðferð í gervinýra að halda fólk með nýrnabilun vegna sykursýki. Hér á landi er þessi tala enn undir 10%. Góð blóðsykursstjórnun og öflug blóðþrýst- ingsmeðferð geta komið í veg fyrir eða seinkað nýmafylgikvillunum við sykursýki. Sömuleiðis eru blóðfitulyf og aspirín ómissandi vopn í bar- áttunni gegn hjarta- og æðasjúkdómunum hjá sykursjúkum. Fjöltaugakvilli og æðaþrengsli geta hvort um sig eða í sameiningu valdið fótasárum sem svo geta leitt til dreps og aflimunar. Gott eftir- lit með fótum sykursjúkra getur sannarlega dregið úr hættu á sárum og aflimunum og um leið dregið úr þjáningum sjúklings og miklum kostnaði heil- brigðiskerfisins. Þessir fylgikvillar sykursýki hafa lítt verið rannsakaðir hér á landi til þessa, en í síðasta Læknablaði vom birtar niðurstöður úr rann- sókn á fótameinum hjá sykursjúkum. Þar kemur meðal annars fram að algengi taugakvilla hjá Islendingum með sykursýki af tegund 2 sé með því lægsta sem birt hefur verið (4). Skipulögð, sérhæfð þjónusta við sykursjúka hér á landi hófst árið 1974 fyrir forgöngu Þóris Helgasonar læknis og Samtaka sykursjúkra og að ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins með stofnun göngudeildar sykursjúkra við Landspítala. Eitt af yfirlýstum markmiðum deildarinnar var að stuðla að sem bestri líðan, lífsgæðum og heilsu fólks með sykursýki, ekki síst með því að bægja frá fylgikvillunum. Reglubundið augneftirlit hjá sykursjúkum hófst 1980 á Landakotsspítala að frumkvæði Þóris og Friðberts Jónassonar læknis en reglulegt eftirlit og leysimeðferð í tæka tíð em lykilatriði sjónverndar hjá sykursjúkum. Það er ljóst að fylgikvillar sykursýki eru dýrir heilbrigðiskerfinu og að mikill sparnaður er fólg- inn í því að koma í veg fyrir þá, að ekki sé talað um ávinninginn fyrir einstaklinginn. Mikil aukn- ing er á sykursýki víða um heim og fömm við íslendingar ekki varhluta af þeirri þróun, en á síð- astliðnum 30 ámm hefur sykursjúkum af tegund 2 á fslandi fjölgað um 50% (5). Vaxandi álag er á þá sem sinna sykursjúkum og biðlistar lengjast. Það þarf að efla þjónustuna við sykursjúka bæði á göngudeildum og í heilsugæslunni. Það þarf aukinn starfskraft og fé, ljóst er af framansögðu að þeim peningum yrði vel varið. Þann góða ár- angur sem hefur náðst hér á landi í baráttunni við fylgikvillana verður að varðveita og stefna að því að gera enn betur. Heimildir 1. Hogan P, Dall T, Nikolov P. Economic Costs of Diabetes in the U.S. in 2002. Diabetes Care 2003; 26: 917-32. 2. Stefánsson E, Bek T, Porta M, Larsen N, Kristinsson JK, Aagardh E. Screening and Prevention of Diabetic Blindness. Acta Ophthalmologica Scand 2000; 78:374-85. 3. Tryggvason G, Indriðason ÓS, Þórsson ÁV, Hreiðarsson ÁB, Pálsson R. Unchanged Incidence of Diabetic Nephropathy in Type 1 Diabetes: a Nation-Wide Study in Iceland. Diabet Med 2005; 22:182-7. 4. Heimisdóttir F, Guðnason V, Sigurðsson G, Benediktsson R. Einkenni og teikn fótameins hjá íslenskum sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Læknablaðið 2008; 94:109-14. 5. Bergsveinsson J, Aspelund T, Guðnason V, Benediktsson R. Algengi sykursýki af tegund tvö á íslandi 1967-2002. Læknablaðið 2007; 93:397-402. LÆKNAblaðið 2008/94 1 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.