Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR TVÖ SJÚKRATILFELLI briskirtilsensím og næring í æð, og eftir nokkurra vikna meðferð á vökudeild tók hún að braggast og þyngjast. Hún var útskrifuð tveimur mánuðum frá aðgerð. Rúmum þremur árum eftir aðgerð er hún við góða heilsu. Tilfelli B: Átján ára piltur greindist haustið 2005 með þéttingu og vökvafyllta fyrirferð miðlægt í hægra lunga (mynd 3). Hann var áður hraustur en níu mánuðum fyrir greiningu veiktist hann með endurtekinni lungnabólgu sem svaraði illa sýkla- lyfjameðferð. Framkvæmd var æðamyndataka með segulómun (MRI angiography) og reyndist ekki unnt að sýna fram á að um aðskilinn lungna- hluta væri að ræða. Engu að síður var ákveðið að framkvæma skurðaðgerð og fjarlægja fyrirferðina. Við aðgerðina kom í ljós 5 x 6 cm stór aðskilinn lungnahluti sem lá þétt upp að efra lungnablaði, þakinn eigin fleiðru. Lungnahlutinn tengdist 4 x 5 cm blöðru sem var full af greftri og lá þétt upp að vélindanu. Lungnahlutinn og blaðran voru fjarlægð ásamt efra lungnablaði. Smásjárskoðun sýndi berkju sem tengdi lungnahlutann og blöðr- una. Blaðran var klædd flöguþekju og í blöðru- veggnum mátti sjá greinileg vöðvalög (myndir 4 a, b), útlit sem samrýmist vefjagerð vélinda. Ekki sást op á milli vélindans og blöðrunnar. Rúmum tveimur árum frá aðgerð er pilturinn einkennalaus og við góða heilsu. Umræða Eftir því sem best er vitað er hér um að ræða fyrstu íslensku tilfellin sem lýst er af aðskildum lungna- hluta. Áður hefur birst í Læknablaðinu sjúkratilfelli um aðskilinn lungnahluta, en þar var um sænskan Mynd 3. Tölvusneiðmynd sem sýnir íferð í hægra lunga (ör). Milli íferðarinnar og vélindans er vökvafyllt blaðra. sjúkling að ræða (10). Aðskilinn lungnahluti er sjaldgæft fyrirbæri en erfitt er að meta nákvæm- lega nýgengi sjúkdómsins þar sem flestar rann- sóknir byggja á tiltölulega fáum sjúklingum. Auk þess er talið að stór hluti sjúklinga sé einkennalaus sem torveldar útreikninga á nýgengi, enda hlutfall einkennalausra sjúklinga ekki þekkt (11,12). Hins vegar er vel þekkt að aðskilinn lungnahluti getur greinst í fullorðnum, samanber tilfelli B. Sá sjúk- lingur var 18 ára þegar hann greindist og minnir um margt á áðurnefnt sjúkratilfelli í Læknablaðinu sem var 17 ára stúlka og hafði verið algjörlega einkennalaus frá lungum þar til stuttu fyrir grein- ingu (10). Flestir greinast þó mun fyrr á ævinni Mynd 4. Smásjármynd af vefjasýni úr aðskildum lungnahluta í tilfelli B. A) Vefur sem líkist berkju liggur nálægt blöðrunni og inniheldur öndunarfæraþekju. Veggurinn inniheldur hyalin-brjósk, fitukirtla og afbrigðilega slagæðlinga. B) Vefjafræði blöðruveggjarins svipar til vélinda. Innra byrðið er þakiðflöguþekju yfir þunnri vöðvahimnu. íþykka vöðvalaginu er aðfinna tvö lög afsléttum vöðva. LÆKNAblaðið 2008/94 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.