Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 56
 UMRÆÐUR 0 G F R É T T 1 R LÆKNADAGAR 2 0 0 8 Byggjum brýr milli heilsugæslu og meðferðar Hávar Sigurjónsson „Mér hefur fundist vanta nokkuð á samvinnu milli heilsugæslunnar og meðferðastofnana þegar kemur að ineðhöndlun fíknsjúkdóma," segir Eyjólfur Guðmundsson heimilislæknir en hann flutti erindi á Læknadögum í málstofunni Sprautufíkn á íslandi. Erindi Eyjólfs nefndist Fíknsjúkdómar frá sjónarhóli heilsugæslunnar og segist hann hafa valið að taka víðara sjón- arhorn en yfirskrift málstofunnar gefur til kynna þar sem heimilislæknar komast í kynni við allar tegundir fíknsjúkdóma í starfi sínu. Eyjólfur segir að aðalvandinn sé skortur á sam- starfi milli heilsugæslunnar og sjúkrastöðvar SÁÁ. „Landspítalinn hefur staðið sig ágætlega og þaðan fáum við læknabréf með sjúklingum en þegar kemur að SÁÁ vitum við heimilislæknar í raun- inni ekkert hvort eða hvaða meðferð sjúklingar okkar hafa fengið þar. Hjá SÁÁ fer fram heilmikil greiningar- og meðferðarvinna sem nýtist ekki inn í heilsugæsluna." Af orðum Eyjólfs er ljóst að þarna er greinilegur þröskuldur og hann segir að sjúklingarnir séu í flestum tilfellum jákvæðir fyrir upplýsinga- streymi þama á milli enda hafi það ekki nema gott eitt í för með sér að heimilislæknirinn sé upp- lýstur um vanda þeirra. Sjálfur starfaði Eyjólfur á Sjúkrastöðinni Vogi um tíma á 10. áratugnum. „Eg hef fengið þær skýringar hjá stjómendum SÁÁ að þetta kalli á aukna vinnu og kostnað af þeirra hálfu og fyrir því séu ekki til fjármunir. Eflaust er það rétt en læknabréf þarf í sjálfu sér hvorki að vera langt né flókið." Eyjólfur nefnir einnig að áfengismeðferð sjúk- linga fari oftar en ekki framhjá heimilislækninum og án hans vitundar þar sem innlagnarkerfi SÁÁ sé algerlega ótengt heilsugæslunni. „Sjúklingar hringja sjálfir í innlagnasíma SÁÁ og panta inn- lögn í stað þess að leita til heimilislæknisins sem er þá upplýstur um vandann og inni í ferlinu frá upphafi. Við erum síðan að fást við sjúklinginn án þess jafnvel að vita af fíknsjúkdómnum og meðferðarsögu þar á bakvið; vandinn er dulinn fyrir okkur og það er algerlega undir sjúklingnum komið hvort við fáum upplýsingarnar eða ekki." Eyjólfur bendir á að heilsugæslan gegni lyk- ilhlutverki í forvörnum. „Vímuefnasjúklingar eru talsvert stór hluti af sjúklingahópi okkar, allt að 15%, og vímuefnaneysla veldur öðrum sjúkdóm- um og gerir marga sjúkdóma verri. Orsök vand- ans er hins vegar oft okkur heimilislæknum dulin þótt hún birtist oft sem ásókn sjúklings í lyfseðils- skyld ávanabindandi lyf." Enginn efast í rauninni um að upplýsingar séu af hinu góða og Eyjólfur telur upp langan lista við kosti þess að góð samvinna sé á milli heilsugæslu og meðferðarstofnana. „í fyrsta lagi eykur það þekkingu heimilislækna á fíknsjúkdómum og veitir ekki af þar sem lítið fer fyrir kennslu í þeim efnum í læknanáminu. Heimilislæknarnir verða einnig virkari í meðhöndlun sjúklingsins og sjá betur mikilvægi meðferðarinnar. Stuðningur við sjúklinginn verður meiri og betri fyrir vikið og þetta myndi tvímælalaust draga úr ávísunum á lyfseðilsskyld ávanalyf." Og Eyjólfur heldur áfram. „ Tilvísun frá heimilislækni myndi gagnast meðferðaraðilum þar sem þá kæmu fram upplýs- ingar um sjúklinginn sem gætu orðið til þess að forgangsröðun biðlista yrði markvissari og með- ferðin yrði í betri tengslum við heilbrigðiskerfið. Þetta myndi eflaust auka áhuga unglækna á sérnámi í fíknsjúkdómum og bæta kennslu í fíkn- sjúkdómum í heilbrigðisgreinum almennt." Rimlar hugans Á það hefur verið bent að tilvísanakerfið sé þungt í vöfum og myndi jafnvel hindra áfengissjúklinga í að leita í meðferð ef þeir þyrftu að fara í gegnum heilsugæslima í stað þess að geta leitað beint til meðferðarstofnanna. „Ég er ekki sammála þessu," segir Eyjólfur. „Heilsugæslan er ekki hindrun. Mesta hindrnn á innlögn í meðferð er hjá sjúklingnum sjálfum, rimlum hugans, en ákvörðunin byggist á að viðkomandi er kominn í þrot í erfiðu viðurkenn- ingarferli. Ef heimilislæknirinn er upplýstur um vandann er líklegra að sjúklingurinn komist fyrr að þeirri niðurstöðu að hann þurfi á meðferð að halda." Eyjólfur bendir á að kennslu í fíknsjúkdómum sé lítið sinnt í læknanámi „og þá sérstaklega það sem snýr að fíkn sem heilasjúkdómi. Hjá SÁÁ hefur byggst upp mikil og góð þekking á áfengis- sýki og sýn þjóðarinnar á áfengissýki hefur breyst 232 LÆKNAblaéið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.