Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 56

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 56
 UMRÆÐUR 0 G F R É T T 1 R LÆKNADAGAR 2 0 0 8 Byggjum brýr milli heilsugæslu og meðferðar Hávar Sigurjónsson „Mér hefur fundist vanta nokkuð á samvinnu milli heilsugæslunnar og meðferðastofnana þegar kemur að ineðhöndlun fíknsjúkdóma," segir Eyjólfur Guðmundsson heimilislæknir en hann flutti erindi á Læknadögum í málstofunni Sprautufíkn á íslandi. Erindi Eyjólfs nefndist Fíknsjúkdómar frá sjónarhóli heilsugæslunnar og segist hann hafa valið að taka víðara sjón- arhorn en yfirskrift málstofunnar gefur til kynna þar sem heimilislæknar komast í kynni við allar tegundir fíknsjúkdóma í starfi sínu. Eyjólfur segir að aðalvandinn sé skortur á sam- starfi milli heilsugæslunnar og sjúkrastöðvar SÁÁ. „Landspítalinn hefur staðið sig ágætlega og þaðan fáum við læknabréf með sjúklingum en þegar kemur að SÁÁ vitum við heimilislæknar í raun- inni ekkert hvort eða hvaða meðferð sjúklingar okkar hafa fengið þar. Hjá SÁÁ fer fram heilmikil greiningar- og meðferðarvinna sem nýtist ekki inn í heilsugæsluna." Af orðum Eyjólfs er ljóst að þarna er greinilegur þröskuldur og hann segir að sjúklingarnir séu í flestum tilfellum jákvæðir fyrir upplýsinga- streymi þama á milli enda hafi það ekki nema gott eitt í för með sér að heimilislæknirinn sé upp- lýstur um vanda þeirra. Sjálfur starfaði Eyjólfur á Sjúkrastöðinni Vogi um tíma á 10. áratugnum. „Eg hef fengið þær skýringar hjá stjómendum SÁÁ að þetta kalli á aukna vinnu og kostnað af þeirra hálfu og fyrir því séu ekki til fjármunir. Eflaust er það rétt en læknabréf þarf í sjálfu sér hvorki að vera langt né flókið." Eyjólfur nefnir einnig að áfengismeðferð sjúk- linga fari oftar en ekki framhjá heimilislækninum og án hans vitundar þar sem innlagnarkerfi SÁÁ sé algerlega ótengt heilsugæslunni. „Sjúklingar hringja sjálfir í innlagnasíma SÁÁ og panta inn- lögn í stað þess að leita til heimilislæknisins sem er þá upplýstur um vandann og inni í ferlinu frá upphafi. Við erum síðan að fást við sjúklinginn án þess jafnvel að vita af fíknsjúkdómnum og meðferðarsögu þar á bakvið; vandinn er dulinn fyrir okkur og það er algerlega undir sjúklingnum komið hvort við fáum upplýsingarnar eða ekki." Eyjólfur bendir á að heilsugæslan gegni lyk- ilhlutverki í forvörnum. „Vímuefnasjúklingar eru talsvert stór hluti af sjúklingahópi okkar, allt að 15%, og vímuefnaneysla veldur öðrum sjúkdóm- um og gerir marga sjúkdóma verri. Orsök vand- ans er hins vegar oft okkur heimilislæknum dulin þótt hún birtist oft sem ásókn sjúklings í lyfseðils- skyld ávanabindandi lyf." Enginn efast í rauninni um að upplýsingar séu af hinu góða og Eyjólfur telur upp langan lista við kosti þess að góð samvinna sé á milli heilsugæslu og meðferðarstofnana. „í fyrsta lagi eykur það þekkingu heimilislækna á fíknsjúkdómum og veitir ekki af þar sem lítið fer fyrir kennslu í þeim efnum í læknanáminu. Heimilislæknarnir verða einnig virkari í meðhöndlun sjúklingsins og sjá betur mikilvægi meðferðarinnar. Stuðningur við sjúklinginn verður meiri og betri fyrir vikið og þetta myndi tvímælalaust draga úr ávísunum á lyfseðilsskyld ávanalyf." Og Eyjólfur heldur áfram. „ Tilvísun frá heimilislækni myndi gagnast meðferðaraðilum þar sem þá kæmu fram upplýs- ingar um sjúklinginn sem gætu orðið til þess að forgangsröðun biðlista yrði markvissari og með- ferðin yrði í betri tengslum við heilbrigðiskerfið. Þetta myndi eflaust auka áhuga unglækna á sérnámi í fíknsjúkdómum og bæta kennslu í fíkn- sjúkdómum í heilbrigðisgreinum almennt." Rimlar hugans Á það hefur verið bent að tilvísanakerfið sé þungt í vöfum og myndi jafnvel hindra áfengissjúklinga í að leita í meðferð ef þeir þyrftu að fara í gegnum heilsugæslima í stað þess að geta leitað beint til meðferðarstofnanna. „Ég er ekki sammála þessu," segir Eyjólfur. „Heilsugæslan er ekki hindrun. Mesta hindrnn á innlögn í meðferð er hjá sjúklingnum sjálfum, rimlum hugans, en ákvörðunin byggist á að viðkomandi er kominn í þrot í erfiðu viðurkenn- ingarferli. Ef heimilislæknirinn er upplýstur um vandann er líklegra að sjúklingurinn komist fyrr að þeirri niðurstöðu að hann þurfi á meðferð að halda." Eyjólfur bendir á að kennslu í fíknsjúkdómum sé lítið sinnt í læknanámi „og þá sérstaklega það sem snýr að fíkn sem heilasjúkdómi. Hjá SÁÁ hefur byggst upp mikil og góð þekking á áfengis- sýki og sýn þjóðarinnar á áfengissýki hefur breyst 232 LÆKNAblaéið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.