Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR TVÖ SJÚKRATILFELLI (meðalaldur í kringum sjö ár) og eru endurteknar lungnasýkingar langalgengasta einkennið. Önnur einkenni, eins og hjartabilun og lost, eru einnig vel þekkt og sjást oftast í nýfæddum bömum (3). Meðferð aðskilins lungnahluta er yfirleitt fólgin í brjóstholsskurðaðgerð og var slíkri meðferð beitt í báðum tilfellum. í fyrra tilfellinu var lungna- hlutinn þakinn eigin fleiðru en þá er yfirleitt talið nægja að fjarlægja lungnahlutann eingöngu. Hins vegar er mælt með blaðnámi þegar lungnahlutinn er staðsettur innan blaðs, líkt og í síðara tilfellinu (3). Erfitt er að meta horfur sjúklinga með aðskil- irtn lungnahluta, enda skortir rannsóknir á stórum sjúklingaefnivið. Undantekning er þó rannsókn á 540 tilfellum frá 1980. í þeirri rannsókn létust 23 af 30 ungabörnum með aðskilinn lungnahluta skömmu eftir fæðingu (13). í nýrri rannsóknum er árangur mun betri og dánartíðni yfirleitt í kring- um 13-25%. í erlendum heimildum kemur fram að andlát tengd aðgerð eru sárasjaldgæf en dánar- orsakir eru oftast tengdar langvinnum lungnahá- þrýstingi og öðrum alvarlegum fæðingargöllum (5, 14, 15). í nýlegri sænskri rannsókn lést enginn af átta sjúklingum eftir blaðnám (3). Það sem gerir bæði tilfellin sem hér er lýst einstök eru tengslin við meltingarveg. Þetta á sérstaklega við um fyrirburann þar sem magi og lungnahluti reyndust samtengdir og skuggaefni barst greiðlega á milli. Hér er um afar sjaldgæft fyrirbæri að ræða og hefur aðeins nokkrum tilfell- um verið lýst áður í heiminum, þó engu þar sem meðfædd þrenging í skeifugörn er einnig til staðar (16, 17). Þrengingin stíflaði meltingarveginn og olli því að skuggaefni leitaði úr maga og upp í berkjutré lungnahlutans í brjóstholi. Kenningin um fósturfræðilegan uppruna að- skilins lungnahluta byggist á því að við þroskun fóstursins 3-4 vikum eftir getnað myndist óeðlilegt útskot úr forgirni, og er þetta kallað barkavélinda- rák (tracheoesophagal sulcus) (18). Þessi kenning samræmist því að aðskilinn lungnahluti getur haft tengsl við meltingarveg, líkt og í ofangreindum til- fellum, þar sem öndunarvegur og meltingarvegur eru báðir upprunnir frá forgirni. Tilurð þrengingar í skeifugörn er hins vegar talin tengjast galla í myndun holrýmis í görn á 7.-8. viku meðgöngu, en þekjufrumur fjölga sér þá óeðlilega og þrengja gömina (18). Við teljum að ofangreind tilfelli styðji þá kenn- ingu að orsök aðskilins lungnahluta sé meðfædd fremur en áunnin. Einnig er ljóst að greining getur verið vandasöm og að mörgu er að hyggja þegar kemur að meðferð. Þakkir Þakkir fá læknarnir Adolf Þráinsson fyrir aðstoð við gerð röntgenmynda, Vigdís Pétursdóttir fyrir gerð smásjármynda og Bjarni Torfason, Friðrik E. Yngvason og Þráinn Rósmundsson fyrir klínískar upplýsingar. Heimildir 1. Pryce D. Lower accessory pulmonary artery with intralobar sequestration of the lung: report of cases. J Pathology 1946: 457-67. 2. Gottrup F, Lund C. Intralobar pulmonary sequestration. A report of 12 cases. Scand J Respir Dis 1978; 59: 21-9. 3. Pikwer A, Gyllstedt E, Lillo-Gil R, Jonsson P, Guðbjartsson T. Pulmonary sequestration--a review of 8 cases treated with lobectomy. Scand J Surg 2004; 95:190-4. 4. Corbett HJ, Humphrey GM. Pulmonary sequestration. Paediatr Respir Rev 2004; 5: 59-68. 5. Stocker JT. Sequestrations of the lung. Semin Diagn Pathol 1986; 59: 6102-21. 6. Sade RM, Clouse M, Ellis FH Jr. The spectrum of pulmonary sequestration. Ann Thorac Surg 1974; 18: 644-58. 7. ClementsBS, WamerJO. Pulmonarysequestrationandrelated congenital bronchopulmonary-vascular malformations: nomenclature and classification based on anatomical and embryological considerations. Thorax 2004; 42: 401-8. 8. Nicolette LA, Kosloske AM, Bartow SA, Murphy S. Intralobar pulmonary sequestration: a clinical and pathological spectmm."' J Pediatr Surg 1993; 28: 802-5. 9. Langston C. New concepts in the pathology of congenital lung malformations. Semin Pediatr Surg 2003; 12:17-37. 10. Guðbjartsson T, Gyllsted E, Jönsson P. Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) - sjúkratilfelli. Læknablaðið 2003; 89: 949-52. 11. Singal AK, Kumar VR, Rao M, Matthai J. Bilateral communicating bronchopulmonary foregut malformations in a child. Ann Thorac Surg 2006; 82: 300-2. 12. Fowler CL, Pokomy WJ, Wagner ML, Kessler MS. Review of bronchopulmonary foregut malformations. J Pediatr Surg 1988; 23: 793-7. 13. Savic B, Birtel FJ, Tholen W, Funke HD, Knoche R. Lung sequestration: report of seven cases and review of 540 published cases. Thorax 1979; 34: 96-101. 14. Bratu I, Flageole H, Chen MF, Di Lorenzo M, Yazbeck S. Laberge JM. The multiple facets of pulmonary sequestration. J Pediatr Surg 2004; 36: 784-90. 15. Schwartz MZ, Ramachandran P. Congenital malformations of the lung and mediastinum~a quarter century of experience from a single institution. J Pediatr Surg 1997; 32: 44-7. 16. Haller JA Jr. et al. Surgical management of lung bud anomalies: lobar emphysema, bronchogenic cyst, cystic adenomatoid malformation, and intralobar pulmonary sequestration. Ann Thorac Surg 1979; 28: 33-43. 17. Leithiser RE Jr. et al. Communicating bronchopulmonary foregut malformations. AJR Am J Roentgenol 1986; 146: 227- 31. 18. Ando H, et al. Embryogenesis of pancreaticobiliary maljunction inferred from development of duodenal atresia. J Hepatobiliary Pancreat Surg 1999; 6:50-4. 210 LÆKNAblaðiö 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.