Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 43
Vald eða frelsi Birna Jónsdóttir Stjórn LÍ Bima Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritarí Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Sigurdís Haraldsdóttir Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. UMRÆÐUR OG FRÉTTIR Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Vald er vandmeðfarið. Þrískipting ríkisvalds í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald er homsteinn lýðræðis eins og við þekkjum það. Reyndar er einnig talað um fjórða valdið: „fjölmiðlavaldið" eða upplýsingavaldið. Ég fór að hugleiða þessa hefðbundnu - og eldgömlu - þrí- skiptingu valdsins þegar Læknafélag íslands (LÍ) fékk til umsagnar breytingar á lögum um land- lækni sem miða að því meðal annars að útgáfa starfsleyfa til heilbrigðisstétta, ásamt ýmiss konar vottorðaútgáfu sem þeim fylgir, verði flutt frá heil- brigðisráðuneyti til landlæknis. í athugasemdum við lagafrumvarpið kemur fram að annars staðar á Norðurlöndum sjái ýmsar undirstofnanir ráðu- neyta um útgáfu starfsleyfa og vottorða vegna þeirra en samning frumvarpa og reglugerða er varða starfsleyfi séu hjá ráðuneytum. Breytingin er jafnframt talin ákjósanleg út frá sjónarmiðum um réttaröryggi. Umsækjandi um starfsleyfi getur borið ákvörðun landlæknis undir ráðuneytið og þannig látið fjalla um mál sitt á tveimur stjórn- sýslustigum. Það var þegar hér kom í lestrinum sem þrískipt- ingin kom upp í hugann. Kemur til greina að LI gefi út lækningaleyfi? Bæði almennt og sérfræð- ingsleyfi? Víðast hvar í Evrópu eru það læknafélög viðkomandi landa sem gefa út lækningaleyfi. Við sem alist höfum upp í norrænu umhverfi höfum ekki þessar væntingar sem í Bandaríkjum Norður- Ameríku eru viðteknar. Símenntun er sums staðar skilyrði til viðhalds lækningaréttinda, jafnvel með endurtekningu prófa. Mat á endurmenntun er gjarnan í höndum læknafélaga. Námskeið og fundir eru metnir, sem og önnur framlegð lækna og þátttaka í vísindastörfum. Víða gefa lækna- félög félagsmönnum sínum upp æskileg viðmið, til dæmis telur Evrópska röntgenlæknafélagið lágmark að afla sér 250 punkta á fimm ára tímabili. Þó gerir félagið sér grein fyrir að hér er um ábend- ingar að ræða og einstakir félagsmenn einungis beittir siðferðilegum hópþrýstingi. Enginn vafi er á því að hér liggja fyrst og fremst hagsmunir sjúk- linga til grundvallar. Fræðslustofnun LÍ hefur hug á að koma upp skráningarkerfi fyrir sína félags- menn þar sem þeir geta haldið utan um eigin skrá á heimasíðu félagsins. Ef LÍ setur viðmið og er með ramma sem auðveldar okkur skráningu, höfum við gengið til góðs. Við getum svo tekið til umfjöllunar hvort við viljum stíga skrefi lengra og setja útgáfu lækningaleyfa í hendur félaginu okkar. Landlæknir getur í kjölfarið metið í hvaða tilvikun leyfissviptingar er þörf og þannig er vald- inu dreift frekar. Grundvallarmannréttindi fela í sér rétt hvers manns til sjálfræðis og frelsi er því nátengt. Er ég ekki þess umkomin að meta sjálf hvenær og hvort ég læri aftur og eða meira? Vissulega kann svo að vera en engu að síður teljum við læknar ástæðu til hvatningar eins og fram kemur í lögum félagsins þar sem tilgangur félagsins er meðal annars að stuðla að aukinni menntun lækna. Frelsishugleiðingar í tengslum við sjálfræði flytur mig svo yfir í fjórða valdið, vald fjölmiðla og upplýsinga. Til að taka ákvarðanir sem ein- staklingur í þjóðfélaginu og sem fagmaður þarf óhlutdrægar upplýsingar. Til þess að geta sinnt skyldu okkar sem fagfólk verðum við látlaust að innbyrða ógrynni upplýsinga. Nýlega hóf Islensk erfðagreining sölu til manna á upplýsingum um erfðamengi og fær fólk í leiðinni upplýsingar um tiltekna tengingu við hátt í annan tug sjúkdóma. Aristóteles skipti vísindum eða vísindalegri þekk- ingu í þrennt: þekking þekkingarinnar vegna skip- ar fyrsta flokk, vísindi sem hafa markmið annan flokk og þriðja flokk skipa vísindi þau sem beinast að breytni manna og líferni og má nefna siðvísindi. Læknisfræðin hefur þá stöðu til dæmis að mati Páls Skúlasonar heimspekings að falla í alla flokk- ana þrjá. Siðfræðiráð LI hefur nýlega sent stjórn álit sitt á sölu á erfðaupplýsingum. Þar er vitnað í yfirlýsingu frá „The American Society of Human Genetics" sem meðal annars hvetur fagfélög til að upplýsa félagsmenn um hvers konar prófanir það eru sem einstaklingum stendur til boða að kaupa beint frá framleiðendum, hvaða upplýs- ingar prófanimar gefi og hverjar séu takmarkanir þeirra. í tilfelli íslenskrar erfðagreiningar eru það ekki heilbrigðisstarfsmenn sem sjá um sýnatöku og ákvörðun um framkvæmd prófsins er án þeirra milligöngu. Engum blöðum er um það að fletta að upplýsingamar sem hægt er að fá frá IE em læknisfræði, eining ríkir ekki um hvort hér sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Ég vil eindregið hvetja félagsmenn til að kynna sér álit Siðfræðiráðs sem birt er á heimasíðu LI, www.lis.is LÆKNAblaðið 2008/94 21 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.