Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 61
Katrín Fjeldsted katrinf@simnet.is UMRÆÐUR O G FRÉTTIR E P F ísland er ekki með . . . í EPF sem er samstarfsvettvangur fyrir evrópska sjúklinga Hvað er EPF? Haustið 2007 fór ég sem stjórnarmaður og varaforseti CPME á fund með stjórn EPF, en það er skammstöfun á European Patients' Forum og mætti kalla vettvang fyrir landssamtök sjúklinga í álfunni. Núverandi forseti þeirra er Svíinn Anders Olauson. EPF var stofnað árið 2003 til þess að sjúklingar gætu talað einum rómi á vettvangi Evrópu og sýnt fram á samstöðu, styrk og einingu sín á meðal, eins og segir á upplýsingasíðu samtakanna. EPF er rekið fyrir styrki og beitir sér fyrir því meðal ann- ars að miðla þekkingu milli landanna um það sem vel er gert hvað réttindi sjúklinga áhrærir og vinna gegn því sem verra reynist. Samtökin vilja jafnan rétt fólks til meðferðar og umsinnu. Þau sinna með samskiptum milli sjúklingasamtaka ýmsu því sem lýtur að lífsgæðum og heilsu, bæði heima fyrir og í Evrópu. Framtíðarsýn EPF er sjúklingamiðuð heil- brigðisþjónusta með aðgengi fyrir alla, alls staðar í ESB. í EPF eru nú samtök frá 23 löndum Evrópu þátttakendur, en ísland er ekki þar á meðal. Til samanburðar má geta þess að innan CPME eru nú 30 Evrópulönd. Á árinu 2006 var opnuð vefsíða á vegum EPF, slóðin er www.eu-patient.eu en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu þeirra í Brussel gegn- um info@eu-patient.eu. Rödd sjúklinga Rödd sjúklinga þarf að heyrast í umræðum á vett- vangi Evrópustofnana. Þeir þurfa að kynna sér lög og regluverk þaðan, hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum Evrópu og koma upplýsingum til annarra sjúklinga í aðildarlöndunum. Fimm ára áætlun EPF var samþykkt í júní 2007 og þar eru sett fram fimm markmið: 1. Jafn aðgangur fyrir sjúklinga (equal access for patients) 2. Virk þátttaka sjúklings (patient involvement) 3. Leitað sé eftir áliti sjúklings (patient's per- spective) 4. Sjálfbær sjúklingasamtök (sustainable patient organisations) 5. Samstaða meðal sjúklinga (patient solidarity). Fundur CPME og EPF Skemmst er frá því að segja að 13. september 2007 héldu stjórnir EPF og CPME afar fróðlegan heils- dagsfund og veltu fyrir sér spumingum á borð við: 1. Hvemig bæta megi samvinnu milli EPF og CPME? 2. Hvemig við í sameiningu gætum bætt heil- brigðisþjónustu? 3. Hvort gefa ætti út sameiginlega yfirlýsingu? 4. Hvemig við gætum rannsakað/kannað sam- band milli sjúklings og læknis í ljósi nýrra að- stæðna? 5. Hvemig læknar gætu stutt við sjúklinga og sjúklingar við lækna? Réttindi sjúklinga Með lögum sem sett hafa verið í mörgum Evrópu- löndum um réttindi sjúklinga hafa stjómmála- menn ætlað sér að tryggja betur hag þeirra, en víða strandar á því að nægu fé sé veitt inn í heilbrigð- isgeirann eða að fjármagn sé nýtt sem skyldi. Val sjúklinga á því hvar meðferð skal veitt strandar þó gjarnan á deilum um það hver eigi að borga brúsann, heimaland sjúklings eða landið sem hann leitar til. Er slíkt val þó byggt á ákvæð- um um frjálsa för, einu af grundvallaratriðum ESB samningsins. Um þetta hefur Evrópudómstóllinn úrskurðað eins og alkunna er. Það eru réttindi sjúklinga að velja sér lækni og hið einstaka samband sem skapast milli læknis og sjúklings skiptir oft miklu fyrir farsæla meðferð. Með lagasetningu er shmdum reynt að hafa áhrif á þetta mikilvæga samband. Það eru hagsmunir sjúklinga ekki síður en lækna að ekki sé vegið að faglegu sjálfstæði lækna. Læknar og sjúklingar eiga því samleið, bæði á hinum evrópska pólitíska vettvangi og heima fyrir. Ég skora á þau ágætu sjúklingasamtök sem fyrir- finnast hér á íslandi að snúa nú bökum saman og mynda regnhlífarsamtök sem fengju í framhald- inu aðild að EPF, en ynnu líka ásamt Læknafélagi íslands að því sem til framfara má telja í hérlendri heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru næg. LÆKNAblaðið 2008/94 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.