Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 63
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR A F VETTVANGI WMA „Task shifting" - verkefnafærsla Jón Snædal jsn@mmedia.is Task shifting er það nefnt þegar verkefni eru færð til í heilbrigðisþjónustunni frá þeim sem eru meira menntaðir til þeirra sem eru minna menntaðir. Það þýðir því að verkefni eru færð frá læknum til annarra en aldrei í hina áttina en fleiri fagstéttir koma við sögu, ekki síst hjúkrunarfræðingar og lyfjafræðingar. Slík verkefnafærsla hefur í gegn- um tíðina átt sér stað á „náttúrulegan hátt" þegar fagfólkið sjálft endurskipuleggur verkefni sín. Mörg dæmi um það má finna fyrr og síðar, svo sem þegar stétt læknaritara var búin til í því skyni að rita sjúkragögn sem áður voru handskrifuð af læknum, þegar hjúkrunarfræðingar eða til þess þjálfað starfsfólk var fengið til að taka hjartarit sem í öndverðu var í höndum lækna. Dæmi um verkefni frá hjúkrunarfræðingum er stofnun starfsstétta sjúkraliða og deildarritara. Þannig eru ýmis verkefni sem eru stöðluð eða tiltölulega einföld færð frá sérhæfðu starfsfólki svo það geti einbeitt sér að sérhæfðari verkefnum. Heilbrigðisyfirvöld hafa yfirleitt verið jákvæð gagnvart slíkum breytingum enda er um hagræð- ingu að ræða og verkefni eru færð til starfsfólks með lægri laun. Það eru einnig dæmi um að yfir- völd taki frumkvæði í þessum efnum, oft í sam- vinnu við þá stétt sem tekur við verkefnum en í andstöðu við stéttina sem verkefnin eru tekin frá. Dæmi um þetta er löggilding sérstakra hjúkrunar- stétta (clinical nursing) sem finna má í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, í Bretlandi og í Svíþjóð. Nokkur munur er á útfærslunni en oftast er verið Stjórnarmenn WMA fagna nýkjömum formanni, Jóni Snædal, síðastliðið haust. Mynd VS að veita réttindi til að gefa út lyfseðla og jafnvel að greina sjúkdóma og hefja meðferð. Nú hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) komið auga á verkefnafærslu sem leið til að leysa skort á heilbrigðisstarfsfólki í löndum þar sem hann er verulegur en þau teljast að þeirra mati vera 52, um 30 þeirra í Afríku sunnan Sahara. í byrjun árs var haldinn fundur í Addis Ababa að frumkvæði WHO til að fjalla sérstaklega um þessa úrlausnarleið fyrir heimshlutann. Vandi Afríkulanda sunnan Sahara er svo mikill að erfitt er að sjá til sólar. Þau mennta of fáa lækna, margir þeirra sækja til annarra landa eftir betri aðstöðu og kjörum og útbruni og heilsubrestur eru því miður örlög margra þeirra sem eftir eru. Það sama gildir um hjúkrunarfræðinga. Tíðni HlV-smits og alnæmis er hærra meðal heilbrigðisstarfsfólks í þessum löndum en í samfélögunum sem þau þjóna. Ég hef átt þess kost að vinna með Alþjóðafélagi lækna (WMA) á þessu sviði en í því felst að fylgjast með framvindu þessa framtaks og koma á framfæri sjónarmiðum lækna. Það er vissulega til trafala að WMA hefur ekki opinbera stefnu í málefninu og hefur því byggt á hyggjuviti í sam- vinnu við stjóm WMA. Samtökin eru hins vegar að vinna að sameiginlegri stefnu en það er flókið viðfangsefni. Á fundinum í Addis Ababa tóku ráðherrar Afríkuríkjanna að okkar mati skynsamlega af- stöðu til verkefnafærslu sem lausn á skorti á heil- brigðisstarfsfólki. Þeir lögðu áherslu á að þetta mætti aðeins vera ein leið til úrlausnar, að miklu máli skipti að fjölga læknum og hjúkrunarfræð- ingum með hefðbundna menntun og að fjármögn- un verkefnisins kæmi að utan og yrði til viðbótar við fjármögnun heilbrigðiskerfis landanna. Hvemig kemur okkur þetta við? Annars vegar skiptir máli að vel sé staðið að heilbrigð- isþjónustu hvar sem er og því eru verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Islands meðal annars á þessu sviði. Hins vegar er það áhyggjuefni að sérfræðingar WHO sem mæla með verkefnafærslu telja að hún geti átt rétt á sér víða um heim og geti jafnvel verið ein lausn á sívaxandi heilbrigðis- kostnaði. Ef heilbrigðisyfirvöld sjá verkefnafærslu frá læknum til minna menntaðra heilbrigðisstarfs- manna sem leið til að minnka heilbrigðisútgjöld er hætta á að hefðbundin læknisþjónusta eins og við þekkjum hana muni eiga undir högg að sækja. Því kemur þetta okkur við. LÆKNAblaðið 2008/94 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.