Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 13

Læknablaðið - 15.03.2008, Side 13
Beta-lactam ofnæmi-greining Böm og fullorðnir FRÆÐIGREINAR LYFJAOFNÆMI Mynd 2. Flæðirit yfir rann- sóknir á beta-Iactam ofnæmi. (33). Hjá þeim einstaklingum sem komu til rannsóknar innan þriggja ára frá því þeir fengu ofnæmiseinkenni og höfðu haft einkenni frá húð með kláða eða ofsabjúg var fyrst tekið CAP próf fyrir penisillíni. Væri CAP prófið jákvætt voru þeir ekki rannsakaðir frekar og fengu Medic Alert merki þar sem á stóð Allergic to penicillin. Aðrir fóru í húðpróf fyrir PPL og MDM. Var þá fyrst gert pikkpróf og þegar það var neikvætt var gert intradermai próf. Lesið var af prófinu eftir 20 mín- útur og síðan fylgst með seinsvörum næstu fjóra sólarhringa. Þegar húðprófið var neikvætt var gert þolpróf. Þeir sem höfðu sögu um lífshættulegt lost eða voru gnmaðir um annað lífshættulegt ofnæmi fóru ekki í nein próf og voru þess í stað merktir með Medic Alert merki. Aðurnefnd prófefni eru nú ófáanleg en í stað- inn er prófað með efnum frá Diater laboratories í Madrid (34). Samanburður á prófefnum frá Allergopharma og Diaeter laboratories með RAST-inhibition og með húðprófum á vel skil- greindum ofnæmissjúklingum bendir til þess að prófefnin séu mjög sambærileg hvað næmi og sértækni varðar (35, 36). Erfitt er að segja með nákvæmni fyrir um næmi og sértækni húðprófa, því jákvæð þolpróf, sem jafnan eru talin öruggasti mælikvarðinn, segja ekki til um eðli viðbragðanna, og þolpróf eru heldur ekki gerð ef búast má við lífshættu- legum viðbrögðum. í vel þekktri rannsókn var næmi um 21-43% fyrir PPL, MDM, amoxicillíni og ampicillíni hverju um sig en 70% þegar þessir ofnæmisvakar voru teknir saman. Sértækni var hins vegar um 97% þegar efnin eru öll tekin saman (37). í nýlegri grein frá European Network of Drug Allergy er mælt með því að prófað sé með PPL og MDM og síðan gert þolpróf fyrir benzýl-penicillíni (34). Sé það neikvætt sé einnig gert húðpróf með amoxicillín og því lyfi sem talið er að hafi valdið einkennunum. Sé það próf neikvætt sé einnig gert þolpróf fyrir því lyfi sem grunurinn beinist að. Þessi aðferð er afar tímafrek og kostnaðarsöm. Sem auðveldari valkost hefur göngudeildin í ofnæmissjúkdómum á Landspítala í Fossvogi valið að gera húðpróf með PPL, MDM og því lyfi sem grunurinn beinist að (mynd 2). Sé húðprófið neikvætt er gert þolpróf fyrir lyfinu sem grun- urinn beinist að. Rannsókninni má ljúka í tveimur heimsóknum þar sem húðpróf er gert í þeirri fyrri en þolpróf í hinni síðari. I millitíðinni gefst möguleiki á að fylgjast með seinsvörum og greina þannig síðbúin ofnæmisviðbrögð. Ef eingöngu er um að ræða mislingalík útbrot án nokkurs kláða er óþarfi að gera RAST próf eða húðpróf en þess í stað hægt að gera þolpróf strax með því lyfi sem grunurinn beinist að. LÆKNAblaðið 2008/94 1 89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.