Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 28
FRÆÐIGREINAR KRANSÆÐAR vera á milli æðahluta í einstaklingum með háan og lágan púls né heldur á milli æðahluta ein- staklinga 70 ára og eldri miðað við einstaklinga yngri en 70 ára. Aðrar rannsóknir hafa meðal annars gefið til kynna að hár púls og hækkandi aldur dragi úr myndgæðum, sökum hreyfitrufl- ana og kalkana (23, 27). í rannsókn okkar útilok- uðum við æðahluta sem voru mjög kalkaðir eða með hreyfitruflanir og gæti það skýrt hvers vegna greiningarhæfnin var svipuð á æðahlutum þess- ara sjúklingahópa því kalkanir eru algengari eftir 70 ára aldur. Enginn munur reyndist heldur vera á milli nærliggjandi og fjarliggjandi æðahluta. Mögulegt er að það stafi af útilokun æðahluta sem voru of grannir (<1,5 mm í þvermál) til að hægt væri að meta þá með fullri vissu á TS. Niðurstöðurnar voru bornar saman við rann- sókn Sigurdísar Haraldsdóttur sem gerð var nýlega hér á Islandi úr sama þýði og sýndi fram á nokkuð hátt sértæki og neikvætt forspárgildi við greiningu endurþrengsla í stoðnetum krans- æða með 64 sneiða TS-tækni (28). Stoðnet virðast því hafa lítil áhrif á hæfni TS til greiningar end- urþrengsla en þó á þann veg að nákvæmni rann- sóknaraðferðarinnar er minni þegar stoðnet eru skoðuð. Veikt en tölfræðilega marktækt samband var milli þess hversu mikil þrengsli greindust með sneiðmynd og hjartaþræðingu. Á töflu VI sést glöggt að TS metur þrengslin í æðahlutunum ívíð meiri en hjartaþræðingarmyndimar gefa til kynna. Það gefur því tilefni til að íliuga hvort breyta skuli viðmiðunarmörkum fyrir marktæk þrengsli í TS rannsóknum. Þannig gæti til dæmis 50% þrenging á TS jafngilt 40% þrengingu á hjartaþræðingarmynd. Aðferðimar mæla þó ekki sömu hluti. Hjartaþræðingin leggur mat á þreng- ingar í holrými sem geta haft áhrif á blóðflæði um kransæðamar. TS sýnir aftur á móti betur ástand æðaveggjarins og því er hægt að bera kennsl á breytingar og kalkanir í æðaveggnum þó þær hafi engin áhrif á blóðflæði. Slíkar breytingar eru hluti af sjúkdómnum og vitað er að skellurof verður í um helmingi tilfella í æðakölkunarskellum sem valda minna en 50% þrengingum í æðaholinu. Því má deila um það hvort réttmætt sé að nota hjarta- þræðingu sem viðmiðunarstaðal (29). Næstu skref Stöðugar breytingar og framfarir eiga sér stað á sviði TS-tækninnar. Nú er algengt að taka allt að 64 sneiðar í hverjum snúningi sem röntgengeislinn fer í kringum sjúklinginn og 256 sneiða tæki eru að koma á almennan markað. Snúningshraðinn er að auki meiri en áður var. Enn er verið að þróa betri tæki með betri upplausn, fleiri sneiðum, aukn- um snúningshraða og meiri nákvæmni auk þess sem dregið hefur úr áhættu og óþægindum fyrir sjúklinginn. Kerfisbundin leit að forstigsbreyt- ingum kransæðasjúkdóms hjá einkennalausum einstaklingum í áhættuhópum myndi veita okkur möguleika á að grípa inn í sjúkdómsferlið áður en óafturkræfur skaði hefur orðið í kjölfar krans- æðastíflu og draga þannig úr líkum á að slíkt ger- ist (4,5,12, 30). Mikilvægt er að halda áfram rannsóknum á greiningarhæfni TS til að átta sig á þeim möguleik- um sem tæknin hefur upp á að bjóða. Rannsóknin sýnir fram á lágt næmi og lágt jákvætt forspárgildi og því ljóst að enn er hægt að bæta upplausn og myndgæði. Það myndi auðvelda greiningu æða- kölkunarskella sem valda <50% þrengingu og er ekki hægt að greina út frá klínískum einkennum, þræðingu eða öðrum einfaldari aðferðum. Takmarkanir á rannsókninni Eins og áður hefur komið fram voru þátttakendur allir með kransæðasjúkdóm. Fyrir vikið eru miklar líkur á því að greina þrengsli í kransæðum þessara sjúklinga þar sem áður eru komnar fram sjúklegar breytingar. Urtak rannsóknarinnar endurspeglar því ekki almennt þýði brjóstverkjasjúklinga og varhugavert að yfirfæra þær á almenna notkun tækninnar (31). Sömuleiðis var búið að gera við verstu þrengingarnar (víkkun og stoðnet) og því voru ekki margir æðahlutar sem greindust með marktæka þrengingu, í hlutfalli við þá æðahluta sem greindust heilbrigðir eða með þrengingu <50%. Um þriðjungur æðahlutanna var útilokaður, ýmist vegna stoðneta, of mikils kalks, hreyfitrufl- ana eða vegna þess að æðahlutinn var of lítill. Það er því Ijóst að þeim æðahlutum sem ella hefðu greinst með þrengingar fækkaði töluvert og dreg- ur það úr tölfræðilegum krafti rannsóknarinnar. Lokaorð TS af kransæðum er gagnleg aðferð til útilokunar kransæðasjúkdóms. Aftur á móti verður að vega og meta kosti og galla hverrar greiningaraðferðar fyrir sig með tilliti til klínískra einkenna sjúklings- ins og áreiðanleika prófsins. Ábendingar fyrir TS annars vegar og hjartaþræðingu hins vegar eru mismunandi og mikilvægt að gera sér grein fyrir að ein aðferð kemur ekki í staðinn fyrir aðra auk þess sem þær geta í sumum tilvikum bætt hvor aðra upp. 204 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.