Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.03.2008, Qupperneq 54
IUMRÆÐUR O G FRÉTTIR F í H 3 0 Á R A Ríkisvaldið hafði þannig neytt heilsugæslulækna landsins í áður óþekkt átök. Enn hafði stefnuleysið í kjaramálum opinberra starfsmanna verið afhjúp- að. Ríkisvaldið treysti sér ekki til að leiðrétta hróp- legt ósamræmi í starfskjörum íslenskra lækna við samningaborðið. Ríkisvaldið kaus stríð - og fékk það. Og stríðinu lauk ekki fyrr en 11. september sama ár. Þá var gerður nýr fastlaunasamningur. En hann var aukaatriði. Aðalatriðið var samkomulag um að heilsugæslulæknar færu undir kjaranefnd. Losnuðu undan samningaviðræðum sem gætu aldrei leyst vandann. Þetta samkomulagsatriði varð lykill að lausn þessarar erfiðu deilu. Og tím- inn leið. Þann 3. mars 1998 kom svo fyrsti úrskurður kjaranefndar. Úrskurðurinn olli vonbrigðum. Mönnum fannst hann ganga of skammt. En við sem þekktum betur til vorum hins vegar viss um að það tæki kjaranefnd lengri tíma að ná markmiði sínu - og langþráðu markmiði okkar allra - að gera starfskjör heilsugæslulækna sambærileg við starfskjör annarra sérmenntaðra lækna á Islandi. Væntingar mínar voru alla tíð þær að kjaranefnd yrði að úrskurða okkur sömu launakjör og aðrir sérfræðingar í læknisfræði hér á landi búa við. Síðan væri sjálfsagt að yfirgefa kjaranefnd og leggja kjarabaráttu okkar í hendur Læknafélags íslands, þannig að frá þeim tíma yrði sameig- inlegur kjarasamningur gerður fyrir alla lækna á íslandi. Finale Árið 1998 birti ég grein í Fréttabréfi FÍH undir fyr- irsögninni „Finale". í þeirri grein kveð ég endanlega kjaramál heilsugæslulækna sem virkur þátttakandi. Þá fannst mér nóg komið - kominn tími til að kveðja. í upphafi greinarinnar skrifa ég eftirfarandi: „Tryggvi Ásmundsson, okkar ágæti kollega, hefur sagt eitthvað á þá leið, að væri maður ekki þegar létt patólógískur, áður en maður álpaðist til að taka að sér formennsku í hvers konar samn- inganefnd fyrir íslenska lækna yrði maður það eftir örskamman tíma. Auðvitað vissi ég vel hvað Tryggvi var að fara þegar ég heyrði hann segja þetta, enda þurfti ég ekki annað en að gerast svo- lítið intróvert til að kannast við tilfinninguna". Eg vissi þegar ég tók að mér forystu í kjara- málum heimilislækna að slíkt hlutverk væri afar vanþakklátt og að vissu leyti niðurdrepandi. En þetta er bara eitt af því sem einhver verður að taka að sér. Það var auðvitað fyrst og fremst vegna löngunar til þess að fá að starfa við mannsæmandi kjör sem heimilislæknir á Islandi að ég tók hlut- verkið að mér. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég fyrir mér næstum 30 ára tímabil - tímabil sveiflna upp og niður - en þó á leiðinni upp. í dag er ég frekar sáttur. Starfskjör heilsugæslulækna eru við- unandi að því leyti að þau eru nú svipuð kjörum annarra sérfræðinga í læknastétt hér á landi. Það var markmiðið. En málið á sér fleiri - og nýrri - hliðar. Kjör lækna á íslandi hafa alls ekki haldið í við launaþróun fjölda háskólamenntaðra manna á einkamarkaði. Þetta þekkja flestir. Status praesens er því sá að þótt ég sé ánægður með það, per se, að heilsugæslulæknum hafi loks tekist að ná sínu gamla markmiði, að búa við sömu starfs- kjör og aðrir kollegar á landinu, hef ég vaxandi áhyggjur af því að nú sé svo komið að íslenskir læknar skuli ekki einu sinni vera hálfdrættingar í launum í samanburði við hratt stækkandi hóp ungra háskólamanna sem starfa í fyrirtækjum íslenska fjármálageirans og ýmsum öðrum útrás- arfyrirtækjum. Það er að mínu mati eðlislæg og innbyggð krafa hágæðalæknisstarfs að vera ávallt með hæst laim- uðu störfum sérhvers þjóðfélags. Læknisfræðin verður því ætíð að standast alla samkeppni um besta fólk virtnumarkaðarins. Ef læknisstarfið tapar samkeppnisstöðu sinni til lengdar á vinnu- markaði íslenskra háskólamanna er vá fyrir dyrum. Það má alls ekki gerast. En hvernig geta ís- lenskir læknar náð aftur sínum launastatus? Varla fyrir tilstilli íslenska ríkisvaldsins, stjómsýslu sem virðist enn stefnulaus í kjaramálum háskóla- manna í ríkisþjónustu - já reyndar í kjaramálum allra opinberra starfsmanna. Það gerist því ekki við borð samninganefndar ríkisins. Og ekki fara læknar enn og aftur í stríð við íslenska þjóð. Það er liðin tíð. Þá virðist mér aðeins ein leið fær. Útrás íslenskrar læknisþjónustu. Útrás hágæðaþjónustu íslenskra lækna. Á forsendum lækna. Heimildir 1. Læknar á íslandi, fyrra bindi, útg. 1970. 2. Ferðir um ísland á fyrri tíð - Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, 1981. 3. Morgunblaðið í janúar, 1985. 230 LÆKNAblaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.