Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR
efs'ti lihiti (1) |
Ósæð
liöftiðstofii (5) lihðaiaeiii (9)
I. . efeti lihiti (6)
^ 2. bliðargieiu (10)
yfii lihiti (8)
miðliliib (2)
Hægri kransæð
bakvegsskvisl (15)
Vinstri kransæð
KRANSÆÐAR
-
Mynd 1. Skematísk æða-
mynd. Númemðir æðahlutar
kransæða sem voru skoðaðir.
Mynd 1 var unnin í tölvu-
forritinu Microsoft Paint
fyrir Windows XP.
isgjöf í bláæð í olnbogabót. Gefnir voru 90 ml
af skuggaefni (Omnipaque 300 mg I/ml), með
vélsprautu sem dælir 4 ml/sek. Til að tryggja
þéttleika skuggaefnisins í kransæðunum var
seinni myndrunan tekin þegar skuggaefnið náði
ákveðnum þröskuldi í ósæðinni (> 110 Hounsfield
Units). Notuð var afturvirk EKG-lyklun og las sér-
fræðingur í geislagreiningu úr sneiðmyndunum í
sértækum þrívíddar-tölvuvinnustöðvum.
Hjartaþræðingar
Hjartaþræðingarnar voru framkvæmdar á æða-
rannsóknarstofu Landspítala og kransæðarn-
ar myndaðar í tvívídd með stafrænni tækni.
Kransæðaleggur var þræddur í upptök krans-
æða og skuggaefnisdæling gerð í gegnum hann.
Hjartalæknir framkvæmdi hjartaþræðinguna og
var hver æðahluti skoðaður frá nokkrum mis-
munandi sjónarhornum. Gögnin voru vistuð á
stafrænu formi. Sérfræðingur í hjartalækningum
las því næst úr myndum allra sjúklinganna í
tvívíddar-tölvuvinnustöð.
Úrvinnsla
Kransæðatrénu var skipt niður í 15 hluta sam-
kvæmt alþjóðlegum staðli (16) (sjá mynd 1).
Algengur breytileiki í kransæðatrénu er að til stað-
ar sé milligrein vinstri kransæðar (intermedius
branch). Þegar hún var til staðar var hún einnig
metin. Sú grein er þá staðsett á milli umfeðmings-
kvíslar og framveggskvíslar vinstri kransæðar.
Niðurstöður úr aflestri mynda voru skráðar í
tölfræðiforritið Statistical Package for the Social
Sciences (SPSS) 14.0 fyrir Windows stýrikerfi.
Hjartalæknir og röntgenlæknir lásu úr mynd-
unum hvor í sínu lagi og án innbyrðis samráðs
milli greiningaraðferða. Þrengsli í hverjum æða-
hluta voru metin sjónrænt sem hlutfall þvermáls
æðarhols. Þrenging í hverjum æðahluta fyrir sig
var skráð með sex stiga flokkun á eftirfarandi
hátt: 1. Eðlilegt
2. <30% þrenging
3. 30-49% þrenging
4. 50-69% þrenging
5. >70% þrenging
6. Lokun
Þrengslin voru einnig flokkuð eftir því hvort
um marktæk þrengsli (>50% þrenging) væri að
ræða eða ekki. Upphaflega var endurþræðingin
framkvæmd til að meta endurþrengsli í stoðnetum
og TS-rannsókn framkvæmd til að meta gagnsemi
TS til greiningar endurþrengsla í stoðnetum. Því
voru myndirnar í einstaka tilfellum ekki teknar
með tilliti til beggja æða og voru þeir æðahlutar
sem ekki var unnt að meta vegna þessa útilokaðir
sjálfkrafa úr rannsókninni. Þeir æðahlutar sem
höfðu stoðnet eða ef myndgæði einhverra æða-
hluta voru ekki nægjanlega góð á TS voru þeir
æðahlutar einnig útilokaðir við mat á greining-
arhæfni TS-tækninnar. Sérstaklega var tekið fram
hver orsökin var fyrir útilokuninni, það er stoðnet,
of mikið kalk, hreyfitruflanir eða of lítill æðahluti
(<1,5 mm í þvermál). Kyn sjúklinganna var skráð
og aldur þeirra á endurþræðingardegi. Einnig var
tími á milli rannsókna reiknaður. Hjartsláttartíðni
við sneiðmyndatöku var skráð.
Lýsandi tölfræði var beitt við úrvinnslu á nið-
urstöðunum. Við samanburð á úrlestri TS og
hjartaþræðingarmyndanna með tilliti til mark-
tækra þrenginga voru notaðar venslatöflur (cross-
tabs). Út frá þeim voru næmi, sértæki, jákvætt
LÆKNAblaðið 2008/94 201