Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 57
UMRÆÐUR OG FRÉTTIR LÆKNADAGAR 2008 Eyjólfiir Guðmundsson heimilislæknir á Heilsugæslustöðinni í Hlíðum. á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá því SÁÁ var stofnað. Þessi hugarfarsbreyting er fyrst og fremst SÁÁ að þakka en sérfræðiþekkingin hefur ekki skilað sér eins og skyldi út í aðra þætti heilbrigð- iskerfisins. Þetta á ekki að vera sjúkdómur þagn- arinnar í heilsugæslunni þar sem ekki er tekið á vandanum og tilviljanakennt hvort og hvemig sjúklingar eru meðhöndlaðir. Þegar um er að ræða sjúklinga sem farið hafa í meðferð og hafa hlotið fræðslu um sjúkdóm sinn þá getur heimilislæknir- inn tekið upp þann þráð og aðstoðað skjólstæðing- inn í bata sínum en einnig getur verið um að ræða sjúklinga sem ekki hafa náð árangri þrátt fyrir meðferð og nýta sér þann upplýsingaskort sem ríkir á milli heilsugæslunnar og meðferðastofn- ananna. Áfengissýki og fíknsjúkdómar almennt eiga að sjálfsögðu að vera í sama farvegi og aðrir krónískir sjúkdómar. Það er enginn munur þar á og ég vitna í dreifibréf Landlæknis frá 2006 þar sem segir: „Minnt er á mikilvægi þess að læknir eigi greiðan aðgang að upplýsingum um sjúkling sinn." Ennfremur segir: „Vitnað er til leiðbeininga um góða starfsháttu lækna, en þar eins og víðar eru læknum lagðar þær skyldur á herðar sjúklinga sinna vegna að veita öðrum læknum sem sjúkling- inn stunda skýrar og greinargóðar upplýsingar um hann." Á þessu eiga að sjálfsögðu ekki að vera neinar undantekningar." Sjö hópar vímuefnasjúklinga Eyjólfur skiptir vímuefnasjúklingum sem leita til heilsugæslunnar í nokkra meginhópa eftir eðli vandans og eftir því hvar sjúklingurinn er staddur gagnvart sjúkdómi sínum. „Það er lykilatriði að heimilislæknirinn viti nákvæmlega hvar sjúklingurinn er staddur til að geta veitt viðeigandi meðhöndlun. 1 fyrsta lagi erum við með sjúklinga sem stunda áhættu- sama eða skaðlega áfengisneyslu án þess að vera greindir sem áfengisjúklingar. I öðru lagi erum við með sjúklinga með ógreindan fíknsjúkdóm. I þriðja lagi eru sjúklingar sem hafa farið í meðferð og eru í góðum bata. I fjórða lagi eru sjúklingar sem hafa farið í meðferð en halda neyslu áfram. í fimmta lagi erum við með sprautufíkla. í sjötta lagi erum við með sjúklinga sem eiga við hvoru- tveggja að etja fíknsjúkdóm og alvarlegan geð- sjúkdóm. Síðasti hópurinn og alls ekki sá sem líta má framhjá eru aðstandendur sjúklingsins." Eyjólfur undirstrikar að fyrir hvern þessara sjö hópa þurfi heimilislæknirinn gátlista til að átta sig á því hvað þurfi að gera í hverju tilviki. „Við getum tekið dæmi af síðasta hópnum, aðstandendum, þar sem fást þarf við meðvirkni, einkenni langvar- andi streitu vegna neyslu vímuefnasjúklingsins og mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé upplýst um vandann ef vel á að vera. Skólaheilsugæslan LÆKNAblaðið 2008/94 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.