Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 12

Læknablaðið - 15.03.2008, Page 12
FRÆÐIGREINAR LYFJAOFNÆMI Tafla II. Einkenni við ofnæmi fyrir betalactam sýklalyfjum Frá húð Maculopapuler / morbilliform Urticaria / angioedema Contact dermatitis Fixed drug eruption Photoallergic reaction Erythema multiforme Steven-Johnson syndrome Toxic dermal necrolysis Frá mörgum líffærakerfum Anaphylaxis Serum sickness Drug fever Vasculitis DRESS syndrome Frá beinmerg Haemolytic anemia Thrombocytopenia Neutropenia Aplastic anemia Eosinophilia Frá öndunarfærum Bronchospasm Rhinitis Laryngeal oedema Pulmonary eosinophilia Frá nýrum Nephritis Frá lifur Hepatitis iljum, andþrengslum, blóðþrýstingsfalli, hröðum hjartslætti eða meðvitundarleysi er oftast vegna bráðaofnæmis (24). Einkennin sem koma meira en klukkustund eftir lyfjatöku kallast síðbúin (nonimmediate) (25). Algengustu einkennin af þessum toga eru mis- lingalík útbrot, einkum þegar í hlut eiga amoxicill- ín og ampicillín (25). Ofsakláði og ofsabjúgur geta þó verið síðbúin einkenni. Lyfjahiti, sermisýki, æðabólga, nýrnabólga, frumufæð í blóði, en einn- ig heilkenni, svo sem Steven-Johnsson heilkenni, toxic dermal necrolysis og DRESS heilkenni (Drug Rash with Eosinophilia and Systemic Symptoms) (lyfjaútbrot með eosinofílíu, hita, eitlabólgum og innvortis bólgum) eru einnig síðbúin ofnæmisvið- brögð (26, 27). Intradermal húðpróf, með því lyfi sem í hlut á, gefa stundum síðbúin svör í þessum tilfellum. Slík próf eru þó ekki hættulaus og því betra að gera plástrapróf (25). Þau eru heppilegri þegar ofnæmisviðbrögðin eru talin hættuleg. Þá er prófað fyrir benzýl-penisillíni, amoxicillíni og því lyfi, sem talið er valda einkennunum (25). Lymphocyte transformation próf (LTT) hefur einnig reynst gagnlegt við greiningu síðbúinna ofnæmisviðbragða (28, 29). Þetta próf er þó ekki tiltækt hér á landi. Þolpróf skyldi aldrei gera þegar um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð er að ræða (tafla II) (30). European Network of Drug Allergy, sem starfar á vegum Evrópusamtaka ofnæmislækna (EAACI), hefur samið spumingalista til skráningar á lyfja- ofnæmi (31). Listinn er mjög ítarlegur og tekur um fimm mínútur að fylla hann út. Mæling á penisillín-sértæku IgE í sermi A ónæmisfræðideild Landspítala er boðið upp á mælingu á sértæku IgE mótefni gegn benzýlpen- isillíni (penisillín G), phenoxymethýlpenicillíni (penicillín V), ampicillíni, amoxicillíni og minor antigenic determinants með Pharmacia CAP System. Rannsókn á næmi og sértækni Pharmacia CAP fyrir penisillíni var gerð á Spáni 2001 þar sem mælt var IgE fyrir amoxicilloýl (AXO) og benzylpenicilloýl (BPO) í 129 sjúklingum með staðfest bráðaofnæmi fyrir penisillíni eða amox- icillíni (23). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að næmi CAP mælingar var 32-50% en sértækni 96%. Samkvæmt þessari rannsókn gæti mæling á sértæku IgE gegn BPO og AXO sparað allt að helmingi sjúklinga, sem eru með ofnæmi fyrir þessum lyfjum, tímafrek klínísk próf. Þessi rann- sókn sýndi einnig að hafi ofnæmisviðbrögðin beinst gegn amoxicillíni þarf að prófa fyrir amox- icillíni þar sem í mörgum tilfellum er um sértæka svörun að ræða gegn amoxicillín hliðarkeðjunni. Nýlegri rannsókn eftir sömu höfunda á næmi og sértækni IgE mælinga sýnir 83-100 sértækni en lakara næmi eða 0-25% með CAP-FEIA þar sem prófið gagnast best hjá sjúklingum með afgerandi sögu um ofnæmislost vegna beta-lactam lyfja (32). Areiðanleiki CAP-FEIA mælingar hefur oft verið dreginn í efa og að öllu jöfnu talinn minni en húðprófa, en áðumefndar rannsóknir sýna að prófin bæta hvort annað upp og að nauðsynlegt er að nota þau jöfnum höndum. Líði langur tími frá ofnæmisviðbrögðunum og þar til ofnæmisrann- sóknin fer fram geta öll mótefni verið horfin (33). Þetta þarf að hafa í huga þegar niðurstöður eru túlkaðar. Húðpróf við IgE miðlað ofnæmi Undanfarna tvo ártugi hefur verið prófað fyrir penisillínofnæmi á göngudeild í ofnæmissjúk- dómum á Vífilsstöðum og síðar á Landspítala í Fossvogi með Allergopen frá Allergopharma, Merck, Darmstad í Þýskalandi. Efnin sem notuð voru við prófun vom penicilloýl-polylýsin (PPL) og benzýlpenicillín/ natrium-benzýlpenizilloate blanda (minor determinant mixture) (MDM)) 188 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.